Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 33
SAMVINN A N
27
Sú verðhækkun var öllum almenningi þymir í augum, ekki
sízt verkalýðnum, því að verkalaunin haldast ekki í hend-
ur við vöruverð, þegar það hækkar, eins og síðar mun
sýnt.
Eftir voru áliti er aukin gullframeiðlsla aðalorsök
verðhækkana þessara, því að gullnám jókst einmitt mjög
á sama tíma. Þessar verðhækkanir styðja því greinilega
regluna um fjármagnið, sem áður er nefnd.
Þess verður þó að geta, að fjöldi hagfræðinga og all-
ur þorri kaupsýslumanna eru ekki þessarar skoðunar. Þeir
telja verðhækkunina ekki stafa af gildisrýmun pening-
anna, heldur leita þeir orsakanna í ýmsu öðru, sem snert-
ir vömmar sjálfar. En með því móti má finna óteljandi
orsakir, svo sem áður er getið. Einn nefnir vemdartollana,
annar aukna skatta, þriðji verkföllin, fjórði lagavemd
verkalýðsins, sunnudagshvíld eða samsteypur; ennþá aðrir
kenna um fjölgun milliliða, vaxandi munaðarsýki, stríði
og óáran o. s. frv.
En er það hugsanlegt, að unnt sé að tilgreina eina
allsherjar orsök þessa almenna fyrirbrigðis, sem komið
hefir fram í öllum löndum Evrópu, Ameríku, Ástralíu og
Austurlöndum, bæði í tollvemdarlöndum og tolllausum,
bæði þar sem verkalýðssamtök, verkföll og samsteypur
þekkjast ekki, (svo sem í Japan), og eins þar sem slík
þjóðfélagsvandamál eru efst á baugi? Almennar orsakir
verðbreytinga eru í rauninni ekki til aðrar en þær, sem
verka á verðmælinn, peningana.
Ef til vill mætti spyrja, hversvegna verðhækkanir
þær, sem nefndar voru, hafi ekki verið hlutfallslegar við
aukningu gullforðans, en hann hafði fimmfaldazt eins og
áður segir. Þeirri spurningu má svara þannig:
1. Af því að árleg aukings gullsins var aðeins örlítið
brot af þeim mikla forða, sem fyrir var; sá forði var orð-
inn yfir 50 miljónir franka, og hann vex mjög hægt, ekki
nema um nálægt 3%. En það samsvarar nokkum veg-
inn verðhækkuninni.
2. Af því að aukin gulleftirspum vegur á móti aukn-