Samvinnan - 01.03.1929, Page 13
SAMVINNAN
7
dekur og nostur við varðveizlu erfikenninga og þesshátt-
ar. 1 þeirra augum er alþýðumenning vor annaðhvort
skröksaga eða bjánaleg ímyndun. Það er illt og þreytandi
að sjá og heyra slíka vitleysu. Einar í Nesi var hálfri öld
á undan samtíð sinni. Þeim sem þykir alþýða vor helzti
tómlát og svifasein að tileinka sér það, sem nýtt er og
ágætt, gagnlegar fyrirmyndir í menningu heimsins á
hverjum tíma, er ráðlagt að kynna sér sögu hans. Fáa
menn hefir þjóð vor átt jafn algerlega m o d e r n e —
nútímamann að menntun og hugsunarhætti. En hún hefir
átt nokkra og hún eignast fleiri og fleiri — meðal alþýð-
unnar, eigi síður en meðal hinna lærðari manna. Einar í
Nesi var á sinni tíð mjög handgenginn ritum Englend-
inga um féiagsfræði, sennilega fyrstur manna hér á landi.
Það er vafalaust talsvert fyrir áhrif frá honum, að fram
til þessa hafa ýmsir menn í Þingeyjarsýslu orðið óvenju-
lega vel að sér um ýms þjóðfélagsleg efni, stjómfræði,
fjárefni og félagsheimspeki. Og einmitt vegna þeirra á-
hrifa má telja Einar Ásmundsson með forvígismönnum
samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Þegar Þingeyingar
höfðu komið á hjá sér hinum fyrsta vísi til kaupfélags-
skapar, svo sem fyrir rás viðburðanna og af knýjandi
nauðsyn, eiginlega án þess að þekkja neitt til samvinnu-
hreyfingarinnar erlendis, þá var það Einar í Nesi, sem
gert gat grein fyrir eðli þessa nýja félagslega fyrirbæris
og rakið frændsemi þess til hinna ungu ensku samvinnu-
félaga. Hann átti þátt í að skapa kaupfélögunum andlegan
styrk er mest reið á. Hann átti af nógu að miðla.
Þorkell Jóhannesson.