Samvinnan - 01.03.1929, Side 13

Samvinnan - 01.03.1929, Side 13
SAMVINNAN 7 dekur og nostur við varðveizlu erfikenninga og þesshátt- ar. 1 þeirra augum er alþýðumenning vor annaðhvort skröksaga eða bjánaleg ímyndun. Það er illt og þreytandi að sjá og heyra slíka vitleysu. Einar í Nesi var hálfri öld á undan samtíð sinni. Þeim sem þykir alþýða vor helzti tómlát og svifasein að tileinka sér það, sem nýtt er og ágætt, gagnlegar fyrirmyndir í menningu heimsins á hverjum tíma, er ráðlagt að kynna sér sögu hans. Fáa menn hefir þjóð vor átt jafn algerlega m o d e r n e — nútímamann að menntun og hugsunarhætti. En hún hefir átt nokkra og hún eignast fleiri og fleiri — meðal alþýð- unnar, eigi síður en meðal hinna lærðari manna. Einar í Nesi var á sinni tíð mjög handgenginn ritum Englend- inga um féiagsfræði, sennilega fyrstur manna hér á landi. Það er vafalaust talsvert fyrir áhrif frá honum, að fram til þessa hafa ýmsir menn í Þingeyjarsýslu orðið óvenju- lega vel að sér um ýms þjóðfélagsleg efni, stjómfræði, fjárefni og félagsheimspeki. Og einmitt vegna þeirra á- hrifa má telja Einar Ásmundsson með forvígismönnum samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Þegar Þingeyingar höfðu komið á hjá sér hinum fyrsta vísi til kaupfélags- skapar, svo sem fyrir rás viðburðanna og af knýjandi nauðsyn, eiginlega án þess að þekkja neitt til samvinnu- hreyfingarinnar erlendis, þá var það Einar í Nesi, sem gert gat grein fyrir eðli þessa nýja félagslega fyrirbæris og rakið frændsemi þess til hinna ungu ensku samvinnu- félaga. Hann átti þátt í að skapa kaupfélögunum andlegan styrk er mest reið á. Hann átti af nógu að miðla. Þorkell Jóhannesson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.