Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 66
60
SAMVINNAN
hafa rétt til að endurheimta hluti sína eftir geðþótta.
Höfuðstóllinn verður að vera fast bundii.'U í fyrirtækinu
sjálfu.
Greiðsla út í hönd.
Alþjóðasambandið yrði að binda sig við peningavið-
skipti. Það ætti ekki að láta vörur af hendi nema gegn
borgun út í hönd. Það væri auðvitað fávíslegt, að skylda
stórsölusamböndin til að leggja fram ákveðna upphæð 1
hlutafé en gefa þeim síðan tækifæri til að taka allt féð
til sín aftur i lánsformi. Ef samvinnufélög einhvers lands
vilja veita félögum í öðru landi fjárhagslegan stuðning,
éiga þau að gera það með beinum lánum, en ekki með því
framlagi, sem alþjóðafyrirtækinu hefir verið fengið að
stofnfé.
Samvinnubankarnir eiga að hafa milligöngu við slík-
ar lánveitingar. Um leið og neytandasamtökin verða al-
þjóðasamtök, verða þessir bankar líka alþjóðabankar.
Hlutverk banka er að örva framkvæmdir í viðskiptalíf-
inu. Alheimssamvinna í verzlun og framleiðslu krefst
þess vegna alheimsbankastarfsemi.
Það má öllum ljóst vera, af því sem að framan er
sagt, að ýmsir örðugleikar eru á því að stofna til alþjóða-
samvinnu. En hitt er víst, að jafnskjótt sem hugmyndir
manna um slíka samvinnu eru komnar á það stig, að menn
hafa gert sér grein fyrir, hvar á að hefjast handa, verð-
ur auðvelt að sigrast á þeim örðugleikum. Eins og nú
standa sakir, þýðir ekki að deila um einstök fyrirkomu-
lagsatriði. Það, sem nú þarf að gera, er að ákveða, hverja
grein iðnaðar eða verzlunar skuli fyrst reyna í alþjóða-
samvinnu. Þess verður vart langt að bíða, að menn kom-
ast að fastri niðurstöðu í því efni, og liggja til þess þau
rök, sem nú skulu athuguð nokkru nánar.
Hlutverk alþjóðasamvinnunnar hlýtur óhjákvæmilega
að fara að langmestu leyti eftir þörfum þeirra þjóða, aem
þátt taka í henni. Með alþjóðasamtökum ætti að útvega
efni og vélar handa þeim verksmiðjum, sem samvinnu-