Samvinnan - 01.03.1929, Síða 71
SAMVINNAN
65
því fyrirbæri viðskiftalífsins, sem miðar að hækkun vöru-
verðs. Einræði í viðskiptamálum stefnir jafnan að slíkri
hækkun og- hlýtur því ávalt að sæta ítrustu gagnrýni af
hálfu samvinnumanna.
Samvinnufélögin hafa undanfama áratugi haldið uppi
harðri baráttu gegn viðskiptaeinræði í einstökum löndum.
En eins og þegar hefir verið bent á, miða einstaklingarnir
nú viðskiptastarfsemi sína meir og meir við allan heim-
inn en minna við sérstök lönd. Því rísa nú upp alheims-
samsteypur og alheimshringar, og brjótast til einræðis,
hver í sinni grein.
Alheimssamtök samvinnumanna allra landa eru það
vald, sem mestu myndi fá áorkað til þess að koma á aftur
frjálsri samkeppni í stað einræðisins, sem samsteypur og
hringar hafa nú. Engum stendur heldur nær að brjóta
vald þeirra á bak aftur en einmitt samvinnustefnunní.
Það er líka nokkurnveginn víst, að vöxtur alheimshring-
anna verður til þess að flýta fyrir því, að samvinna kom-
ist á milli neytanda í öllum löndum Norðurálfunnar. Sam-
vinnufélögin geta ekki látið það afskiptalaust, að einstak-
ir iðnrekendur gangi saman í samsteypur og hringa til
þess að leggja skatt á neytenduma. Friðurinn í heimin-
um yrði vafalaust bezt tryggður, ef takast mætti að
tengja sem fastast saman samvinnufélög allra landa og
beina starfi þeirra að sameiginlegum hagsmuna- og
áhugamálum. Til þess er hvorki vant fjár né manna. Allt
mælir með því, að samvinnumenn hefjist sem víðast
handa, og það sem fyrst. Þess er að vænta, að næstu ár
beri í skauti sér framkvæmdir í þessu efni, sem verði til
ómetanlegra hagsmuna þeim miljónum manna, sem nú
skipa sér undir merki samvinnunnar.
5