Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 47
SAMVÍNNAN
41
ekki þörf veg-agerðar frekar en á hafinu, en orkueyðslan
er gífurleg, vegna þyngdar og vinda; þess vegna er ólík-
legt, að loftleiðin verði mikið notuð til vöruflutninga.
V.
Kaupsýslumenn.
Það nægir ekki, til þess að viðskipti verði, að flytja
afurðimar staða á milli. Þær verða ekki að v ö r u m fyr-
ir það eitt. Til þess þarf venjulega milliliði, sem nefndir
eru kaupsýslumenn eða kaupmenn, og sölu-
staði eða m a r k a ð i.
Menn gæti haldið, að verzlun hafi byrjað meðal ná-
granna og síðan færzt út á stærri og stærri svið, en svo
er þó ekki. Innan heimilis eða ættstofns réðu svo líkar
venjur og svipaðar þarfir, og verkaskipting svo skammt
á veg komin, að reglubundin viðskipti gátu ekki komizt á.
En meðal manna, sem bjuggu fjarlægir hver öðrum við
ólík umhverfi og ástæður, voru siðir ólíkir og afurðir
sundurleitar; og meðal slíkra manna hafa viðskiptin
byxjað. Millilandaverzlun hefur byrjað á undan innan-
landsverzlun og sjóflutningar fyn* en landflutningar.
Fvrstu kaupsýslumenn eru komnir af hafi eins og Af-
rodite.
Fyrstu kaupsýslumenn hafa verið ferðamenn,
æfintýramenn, eins og sést í sögunum um Marco-Polo og
Sindbað í þúsund og einni nótt.
Af þessu er það skiljanlegt, að verzluninni fylgdu í
fyrstu svik og prettir og jafnvel ofbeldi. Þeir, sem við
áttust, voru ekki sömu þjóðar, þeir voru óvinir (það
fylgdist yfirleitt að í fomöld). Engum fannst það tiltöku-
mál, að Merkurius var í senn guð verzlunarmanna og
ræningja.
Það er líka skiljanlegt, að þessir fomu kaupsýslu-
menn voru óttaðir og öfundaðir stórbokkar. Þeir voru