Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 64
58
SAMVINNAN
vinnuheildsölu, sem þessar vörur kaupir, að taka þátt í
stjóm þeirrar deildar alþjóðasambandsins, sem útvegun-
ina annast. Þetta er mjög mikils vert, bæði til þess, að
afla stjóm fyrirtækisins nægilegrar sérþekkingar, og
jafnframt til þess að vekja áhuga sérfræðinganna í ein-
stökum löndum á fyrirtækinu og rekstri þess.
Hins ber og að gæta, að verkaskiptingin, þó að hún
sé í mörgum tilfellum góð og nytsamleg, gæti gengið svo
langt, að hún yrði til þess að kljúfa alþjóðasamtökin í
ótal verzlunar og iðnaðarfyrirtæki, sem ekkert hefði sam-
an að sælda.
Færi svo, að hinar sérstöku deildir iðnaðar og við-
skipta yrði hver annari með öllu óviðkomandi, mætti ef
til vill segja, að verkaskipting sú, sem lýst hefir verið
hér að framan, væri fremur til ófamaðar en hagsbóta.
Við nánari íhugun kemur það þó í ljós, að iðnaðargreinir,
sem í fljótu bragði virðast ekki hafa mikið sameiginLegt,
eru að nokkru leyti hver upp á aðra komnar. Verksmiðja,
sem framleiðir hráefni til smjörlíkisiðnaðar gæti t. d.
staðið í nánu sambandi við alheimsverksmiðju — ef til
væri —, sem byggi til línolíu. Línolíuverksmiðja stæði
aftur í sambandi við verksmiðju, sem byggi til línolíu-
dúka og auk þess við ýmsan „kemisk-tekniskan“ iðnað.
Silkiverksmiðja nú á dögum, þegar silki er að mjög miklu
leyti búið til úr tré, gæti að nokkru leyti staðið í sam-
bandi við pappírsiðnað.
Af þessum ástæðum verður að telja það mjög æski-
legt, að þau iðnaðarfyrirtæki með samvinnusniði, sem
smátt og smátt ei*u að myndast, gætu sameinazt í eitt
allsherjarfyrirtæki. Deildir alþjóðasambandsins mætti
ekki vera algerlega einangraðar, hver út af fyrir sig. Milli
þessara mörgu fyrirtækja, sem í fljótu bragði virðast ólík,
þarf að vera sá tengiliður, sem skapar náið samstarf milli
þeirra allra. 1 v 111|
Auk þeirra sérfræðinganefnda, sem stjórnuðu ein-
stökum deildum og skipaðar væri fulltrúum í hlutfalli
við viðskipti stórsölusambandanna, þarf líka að vera til