Samvinnan - 01.03.1929, Síða 98
92
S A M V I N N A N
eru þeir hreinsaðir á ný með gripjárni, og þá er jafn-
framt gert við bilanir, er kunna að hafa orðið, t. d. við ló-
skurðinn. Er þá þess að gæta, að þegar heklað er í götin,
verður það að vera á sama hátt og gerðin er. Eftir þetta
eru dúkarnir burstaðir og pressaðir, og svo að lokum
„dampaðir“, en það er því fólgið, að dúkurinn er festur á
holan sívalning með mörgum smágötum og síðan er gufu
hleypt í gegnum. Þá fyrst er verkið fullkomnað og þá get-
ur Sigurjón tekið dúkana, flutt þá til Reykjavíkur og
breitt þá til sýnis í búðargluggum sínum á Laugaveginum.
Hér höfum við þá séð dálítið sýnishorn af verk-
smiðjuiðnaði og vélanotkun þeirri og verkaskiptingu, sem
honum er samfara. Óneitanlega eru viðbrigðin mikil frá
því, þegar þessi vinna er í höndum heimilanna sjálfra,
ullin fyrst kembd í ullarkömbum, kemburnar síðan spunn-
ar á rokk, bandið tvinnað á snældur og svo að lokum ofið
í vefstól af mannafli einu saman. En — er þá þessi
breyting til batnaðar fyrir alla, sem hér eiga hlut að
máli? Það er líklega ekki á annara færi en hagfræðinga
að leysa til fullnustu úr þessari spurningu. En hún er
samt þannig vaxin, að hverjum manni er nauðsynlegt að
gera sér einhverja grein fyrir henni. Margar framleiðslu-
greinar færast æ meir og meir í það horf, að öll eða mest-
öll vinna við þær sé unnin með vélum og 1 verksmiðjum.
Þessi atvinnubreyting eða öllu heldur bylting, er nú hafin
hér á landi, og við megum skoða það sem örugga vissu,
að með tíð og tíma haldi verksmiðjuiðnaðurinn að fullu
og öllu innreið sína hingað í landið, með öllum sínum
fylgifiskum. Við því fær enginn mannlegur máttur sporn-
að. En hverir eru þá þessir fylgifiskar? Hverir þeirra
geta orðið þjóðinni til góðs, hverir eru óskaðlegir og hver-
ir skaðlegir? Er ekki hægt að útiloka á einhvem hátt þá,
sem eru skaðlegir, eða a. m. k. draga úr áhrifum þeirra?
Það er þetta, sem nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir.
Aukinni vélanotkun fylgir venjulega meiri fram-
leiðsla. Þetta verður að teljast kostur, a. m. k. er það svo
hér á landi. Ef við tökum Álafoss til dæmis, þá hefir dúka-