Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 50
44
S A M V I N N A N
galla þjóðskipulagsins. Árið 1822 lýsti F o u r i e r þessum
bresti í skipulagi verzlunannálanna, og kröftulegar en
nokkur annar hefir gjört1). Vegna milliliðafjöldans hefir
sala hvers eins minnkað, og afleiðing þess er sú, að sölu-
kostnaður hverrar vöru hefir aukizt stórlega, og vöruverð
því reynzt hærra en vænta mátti. Þessir óþörfu milliliðir
eru réttnefnd sníkjudýr.
En hér við bætist sú hætta, sem stafar af matvæla-
fölsun; hún getur orðið almennri heilbrigði að tjóni. Þá
er allt auglýsingaskrumið og lygar og blekkingar, sem
því fylgja. Allt stafar þetta af of harðri samkeppni. Og
þá liggur nærri að spyrja, hvort kostir milliliðanna sé
ekki of dýru verði keyptir og hvort ekki mætti finna
aðra viðskiptaaðferð, sem reyndist þjóðfélaginu hag-
kvæmari.
Bezta ráðið væri, ef unnt er, að framleiðendur og
neytendur gæti átt viðskipti saman milliliðalaust, eða að
minnsta kosti með sem allra fæstum milliliðum.
En því fylgja þeir örðugleikar, að framleiðendur geta
ekki selt í smásölu, og neytendur því síður keypt í stór-
kaupum. En nú eru menn famir að vinna bug á þessum
örðugleikum með samtökum. Framleiðendur hafa samtök
um að selja neytöndum milliliðalaust; það er algengt um
búsafurðir. Og neytendur hafa samtök sín á milli til þess
að kaupa milliliðalaust af framleiðöndum; dæmi þess eru
neyzlufélög með samvinnusniði (sjá IV.
bók, 2. kap.).
VI.
Um kauphallir.
Á öllum tímum og í öllum löndum, jafnvel þar, sem
þjóðskipulag er skemmst á veg komið, hafa menn átt með
B Oeuvres choisies de Fourier, gefið út af Ch.
G i d e.