Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 45
SAMVINNAN
39
allt var flutt á seglskipum. Nú á dögum er það hægt vegna
hraða eimskipanna. Fisk, grænmeti og veiðidýrakjöt var
áður ekki hægt að flytja til Parísar utan úr sveitum;
en nú er það gert daglega, og slíkur flutningur tekur í
mesta lagi sólarhring. En það er fleira en umbætur á
samgöngutækjum, sem dregið hefir úr þeim örðugleikum
flutninganna, sem stafa af eðli vörutegundanna. Nýtt
kjöt er t. d. unnt að flytja frá Ástralíu til Evrópu vegna
þess, að kælitæki hafa verið sett í skipin. Og örmur nær-
ingarefni má flytja víðs vegar niðursoðin. En þrátt fyrir
þetta er flutningur ýmissa vörutegunda örðugleikum
bundinn, ekki sízt kjöts; að minnsta kosti hefir hann
mikinn kostnað í för með sér og er enn í dag óleyst vand-
ræðamál.
3. S a m g ö n g u t æ k i o g 1 e i ð i r. Þar eru örðug-
leikarnir mestir, en þar hefir umbótatilraunum manna
líka orðið mest ágengt.
Um höfin er vegur sjálfgerður, eða réttara sagt, þar
þarf engan veg. Vatnið heldur uppi hverri þyngd sem er,
og vegna þess að flötur þess er láréttur, geta flutninga-
tækin farið í hverja átt sem vera skal. Hið minnsta hreyfi-
afl nægir til þess að fleyta af stað afarþunga, og það
hreyfiafl fæst fyrir ekki neitt, ef menn nota vindinn. Það
er því ekki að undra, þótt hafið hafi frá ómunatíð verið
aðal flutningaleiðin, og þjóðir þær, sem þúsund mílna haf
skildi á milli, hafi talið sig meiri nágranna en hinar, sem
þúsund mílna meginland lá á milli. Jafnvel nú á tímum,
þegar samgöngutæki á landi hafa tekið geysilegum
framförum, er sjóflutningur miklu auðveldari og krefst
miklu minni vinnu1). Kostnaður við sjóflutninga fer
nærri aldrei fram úr 2 sentímum á „tonnkílómetra“, get-
ur komizt niður í þt sentím og jafnvel neðar. En sams
konar kostnaður við jámbrautarflutning er 3—4 sentím.
*) Kol frá Englandi, flutí inn um Gibraltarsund, 3500 kíló-
metra sjóleið, eru ódýrari í Marseille en kol, sem flutt eru
landveg 177 kílómetra frá námunum í Grand ’Combe.