Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 16
10 S A M V I N N A N Augljóst er, að viðskiptagildið er öllum mönnum þjóð- félagsins miklu meira vert en notagildið. Svo er bæði um einstaklinga og þjóðfélagið í heild. Hlutur getur haft nota- gildi, þótt viðskiptagildi hans sé ekkert. Hins vegar fylgir öllu viðskiptagildi nokkurt notagildi, og það yfirleitt meira en lítið, því að viðskiptin sjálf fela í sér not hlut- arins fyrir eigandann, og eign verðmætra hluta er mikils verð í sjálfu sér, hvemig sem á stendur um sölumöguleika þeirra. Viðskiptagildið er almenns eðlis. Það er eins konar meðaltal af eftirspum margra manna. Það er háð vissu g e n g i, eins og sagt er, sem allir einstakhngar verða að hlíta, enda þótt persónulegt mat þeirra sé misjafnt. Selj- andi og kaupandi verða báðir að hlíta sama gengi eða gangverði. Viðskiptagildið er einnig nefnt v e r ð. Þó merkja þessi tvö orð ekki algerlega hið sama. Gildið er margvíslegt, en verðið aðeins eitt. Gildið er hlutfall milli verðmætis tveggja hluta eða tvennskonar vörutegunda. Verðið er einnig hlut- fall, en það er alltaf miðað að öðrum þræði við peninga. Að vísu er ekki bundið við, að það sé slegnir peningar eða bankaseðlar. Sums staðar í Afríku nota menn t. d. klæði eða glerperlur fyrir peninga, og verð vörunnar er miðað við það. í .verðinu felst alltaf það, að sameiginlegur verðmælir er viðhafður. Með það fyrir augum er ekkert athugavert við að fylgja málvenju og tala um verð vörunnar, þegar átt er við viðskiptagildi hennar. En hverjum skilyrðum hlítir þá viðskiptagildi eða verð vörunnar? Því má svara á þessa leið: 1. Það verð, sem myndast á sama tíma á samskonar vörum á einum markaði, .hlýtur að vera eitt og hið sama. Þetta kallaði Stanley Jevons lögmálið um sann virði. í því felst það, að menn myndi ekki vilja greiða meira fyrir einn hlut en annan af sama tagi, ef báðir eru 1 alla staði jafngóðir og engin ástæða til að taka annan fram yfir hinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.