Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 16
10
S A M V I N N A N
Augljóst er, að viðskiptagildið er öllum mönnum þjóð-
félagsins miklu meira vert en notagildið. Svo er bæði um
einstaklinga og þjóðfélagið í heild. Hlutur getur haft nota-
gildi, þótt viðskiptagildi hans sé ekkert. Hins vegar fylgir
öllu viðskiptagildi nokkurt notagildi, og það yfirleitt
meira en lítið, því að viðskiptin sjálf fela í sér not hlut-
arins fyrir eigandann, og eign verðmætra hluta er mikils
verð í sjálfu sér, hvemig sem á stendur um sölumöguleika
þeirra.
Viðskiptagildið er almenns eðlis. Það er eins konar
meðaltal af eftirspum margra manna. Það er háð vissu
g e n g i, eins og sagt er, sem allir einstakhngar verða að
hlíta, enda þótt persónulegt mat þeirra sé misjafnt. Selj-
andi og kaupandi verða báðir að hlíta sama gengi eða
gangverði.
Viðskiptagildið er einnig nefnt v e r ð. Þó merkja þessi
tvö orð ekki algerlega hið sama. Gildið er margvíslegt, en
verðið aðeins eitt. Gildið er hlutfall milli verðmætis tveggja
hluta eða tvennskonar vörutegunda. Verðið er einnig hlut-
fall, en það er alltaf miðað að öðrum þræði
við peninga. Að vísu er ekki bundið við, að það sé
slegnir peningar eða bankaseðlar. Sums staðar í Afríku
nota menn t. d. klæði eða glerperlur fyrir peninga, og verð
vörunnar er miðað við það. í .verðinu felst alltaf það, að
sameiginlegur verðmælir er viðhafður. Með það fyrir
augum er ekkert athugavert við að fylgja málvenju og
tala um verð vörunnar, þegar átt er við viðskiptagildi
hennar.
En hverjum skilyrðum hlítir þá viðskiptagildi eða
verð vörunnar? Því má svara á þessa leið:
1. Það verð, sem myndast á sama tíma á samskonar
vörum á einum markaði, .hlýtur að vera eitt og hið sama.
Þetta kallaði Stanley Jevons lögmálið um sann
virði. í því felst það, að menn myndi ekki vilja greiða
meira fyrir einn hlut en annan af sama tagi, ef báðir eru
1 alla staði jafngóðir og engin ástæða til að taka annan
fram yfir hinn.