Samvinnan - 01.03.1929, Side 8
2
SAMVINNAN
og margt atgerfis- og gáfumanna fyrr og síðar, enda til
stórra að telja í ættir fram. Gekk það sízt til þurðar með
Einari.
Fátt verður hér sagt af uppvexti Einars og menn-
ingu í æsku. Móður sína missti hann er hann var 7 vetra
gamall og ólst hann síðan upp hjá föður sínum og stjúp-
móður til þess er hann var 15 vetra. Þá réðst hann til
Indriða gullsmiðs Þorsteinssonar á Víðivöllum í Fnjóska-
dal til gullsmíðanáms. Mun hugur Einars snemma hafa
hneigzt til verklegra iðna, enda annars ef til vill minni
kostur um sinn. Var og þess háttar andi að lifna með
þjóðinni, árgott í landi og margt rætt og reynt, er verða
mætti til viðréttingar þjóðarhagnum og leiða mætti til
nýrra dáða. Eftir fjögurra ára nám hjá Indriða gullsmið
réðst Einar utan, 19 vetra gamall, til þess að framast í iðn
sinni og sjá sig um. Dvaldi hann í Kaupmannahöfn vetur-
inn 1847—1848 og naut þá kennslu nokkurrar við Fjöl-
listaskólann (Polytekniska skólann). Eigi varð af því, að
Einar dveldi lengur ytra. Mun því hafa valdið heilsu-
brestur nokkur, er hann kenndi þá um veturinn, og ef til
vill hitt jafnframt, að 1 þessu hófst ófriður milli Dan-
merkur og hertogadæmanna og víða urðu þá róstur í
Norðurálfu (Febrúarbyltingin). Hvarf Einar heim um
sumarið. Næstu fjögur ár var Einar á lausum kili og mun
þá hafa haft í hyggju að setjast að í Eskifirði, sem var
höfuðkauptún á Austfjörðum í þann mund, og stunda þar
iðn sína. Eigi mun honum þó hafa þótt það ráðlegt, er á
átti að herða. Dvaldi hann á Austurlandi um 4 ára skeið,
og fékkst meðal annars við kennslu. Svo virðist sem sá
tími hafi orðið Einari til allmikils þroska. Víst er það, að
hugur hans hneigðist nú eindregið að búskap og búnaðar
framkvæmdum. Mun honum hafa þótt það horfa til meiri
afdrifa heldur en að fást við gullsmíðaföndur undir hand-
arjaðrí hinnar full-dönsku selstöðuverzlunar í kaupstaðar-
holunni í Eskifirði. Árið 1853 kvæntist Einar og gekk að
eiga Margréti, dóttur Guttorms prófasts Vigfússonar í
Vallanesi. Fluttist hann það sumar að austan alfarí og