Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 40
34
SAMVINNAN
tveir þættir, því að hver maður í nútíma þjóðfélagi aflar
sér nauðsynja sinna á þann hátt, að hann skiptir á af-
rakstri starfa sinna, orðnum eða óorðnum, gegn afrakstrí
starfa annai’a, tilbúnum eða í vonum. Svo er í raun og
veru, enda þótt notaður sé verðmiðill og viðskiptastarfið
samsett af þeim sökum. Jafnvel iðjulausir stóreignamenn
geta því aðeins lifað á vöxtunum, að forfeður hans eða
skuldunautar hafi selt afurðir sínar og látið af hendi við
hann andvirðið.
Verðmiðill sá, sem notaður er við kaup og sölu, er
nefndur m y n t. Myntin er mikilvægur þáttur í viðskipt-
um manna og hagfræðilegum vísindum. Síðar verður var-
ið til þess nokkrum köflum að ræða um hana.
III.
Kostir viðskiptanna.
Lengi hefir verið um það deilt, hvort telja beri við-
skipti til framleiðslustarfa. Búríkismenn neituðu því. Þeir
héldu því jafnvel fram, að enginn hagur væri að viðskipt-
um. Þeir sögðu sem svo: í öllum heiðarlegum viðskipt-
um verður að gera ráð fyrir fullu jafnvægi á
verðmæti þeirra hluta, sem skipt er á
u m. Hvorugur aðili getur grætt eða tapað, ef réttlæti
ræður. Að vísu er hægt að beita prettum, en þá etur hvort
annað upp, tapið annars vegar og gróðinn hins vegar, svo
að jafnvægi næst alltaf að síðustu. Þetta er bláber hár-
togun, sem C o n d i 11 a c hefir hrakið fyrir löngu síðan.
Ef engum væri hagnaður af viðskiptunum eða prettir væri
þeim jafnan samfara, þá væri það torráðin gáta, hvers
vegna menn hafa öldum saman haldið uppi viðskiptum
sín á milli. En auðvitað gera menn það sér til hagsbóta.
Það, sem eg læt af hendi í viðskiptum mínum við aðra, er
mér ekki eins nauðsynlegt, ekki eins eftirsóknarvert, ekki
jafnmikils virði og það, sem eg fæ í staðinn.