Samvinnan - 01.03.1929, Side 78
Byg*giing*ar
VIII.
Fyrir nokkrum dögum var vígð hin fegursta og vand-
aðasta kirkja, sem enn hefir verið reist á íslandi. Það er
kinkja kaþólska safnaðarins í Landakoti. Senniléga hefir
fyri'verandi prestur og núverandi biskup í Landakoti,
Marteinn Meulenberg, von um, að hin nýja kirkja styðji
trúboð hans til verulegra muna. Að minnsta kosti væri
það mannlegt að treysta því, að svo mikilli fyrirhöfn, elju
og ástundun, væri ekki á glæ kastað. Samt mun mega telja
það fullvíst, að engar slíkar vonir muni rætast. Islend-
ingar verða aldrei kaþólskir, og veldur því fyrst og fremst
lundarfar íslendinga, sem er fjarlægt þeim miklu umbúð-
um, sem kaþólskir menn vefja utan um guðsdýrkun sína.
Sama ástæða, sem veldur því, að ítalir, írlendingar og
Spánverjar, hljóta jafnan að vera kaþólskir, af því að
hið öra, heita og barnalega lundarfar þeirra, er eins og
skapað til að gleðjast af innihaldslausum skrautsýning-
um, orsakar aftur, að íslendingar geta ekki verið annað
en mótmælendur.
En þó að það sé þannig játað, að kirkjubygging Mar-
teins biskups í Landakoti muni ekki og geti aldrei haft
nein útbreiðsluáhrif í vil kaþólskri trú hér á landi, þá er
aftur fullvíst, að hin nýja kirkja í Landakoti hlýtur að
hafa mikil og æskileg áhrif á kirkjubyggingar í landinu.
frá sjónanniði byggingarfræðinnar.
Tvær ástæður valda því, að flestar kirkjur á Islandi
eru óásjálegar og óskemmtilegar, hvar sem á þær er litið.
ef þær eru bornar saman við hin veglegu guðshús, sem
reist voru í flestum löndum sunnar í álfunni fyrir siða-