Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 28
22
SAMVINNAN
vöru sinni í of háu verði sjálfum sér að meinalausu, nema
svo standi á, að varan sé ekki ætluð öðrum en fáeinum
skiptavinum, sem vel eru efnum búnir. Svo var t. d. um
alfræðibókina, sem áður var nefnd. Og sama er að segja
um málverk eftir fræga málara. En slíkar undantekning-
ar geta aldrei orðið almannaheill að meini.
III.
V erðbrey tingar.
Verðið er sú peningaupphæð, sem greiða verður fyi'ir
nytsemd þá eða þjónustu, sem menn vilja eignast eða
tryggja sér. Það er augljóst, að því meira sem er gildi
tða verðmæti vöru, því meiri peninga verður að greiða
fyrir hana, eða þá hitt, að því minna fæst af vörunni fyrir
einhverja vissa peningaupphæð, en það kemur í sama
stað niður.
Verðið er því í raun og veru ekkert annað en hlutfall.
En þegar breytt er öðrum lið hlutfalls, hlýtur hlutfallið
sjálft að breytast um leið. Svo framarlega sem gildi pen-
inganna breytist af einhverjum orsökum, þá hlýtur verð-
ið einnig að breytast.
Gerum ráð fyrir, að gildi gulls eða silfurs sé ekki hið
sama í dag og það var í gær. Þá er augljóst, að breytzt
hefir gildi hvers þess hlutar, sem mældur eða miðaður er
við gull- eða silfurpeninginn. Það er með öðrum orðum,
að verðið hefir breytzt, og það í öfuga átt við breytingu
þá, sem varð á gildi málmsins.
Ef lengd metrans, eða réttara sagt ummál jarðar,
sem hann er miðaður við, minnkaði um helming, t. d. af
því að jörðin drægist saman, þá myndi allir hlutir, sem
vér mældum, mælast lengri eða hærri en áður. Mælikvarð-
inn væri styttur til helminga og metramir því tvisvar
sinnum fleiri. Sama er að segja, ef gildi gulls og silfurs
minnkaði um helming, sem vel gæti átt sér stað, t. d. af