Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 60
54
SAMVINNAN
anna, og að hagsmunir þeirra eru látnir skera úr um allt,
sem félagið tekur sér fyrir hendur. En jafnskjótt sem
slíkt kaupfélag er orðið að stóru fyrirtæki, sem veitir
mörgum mönnum atviimu og starfar í ýmsum, aðgreind-
um deildum, er ekki eins auðvelt fyrir félagsmennina að
gera sér ljóst, að hagsmunir þeiiTa sitji enn sem fyrr í
fyrirrúmi. [ !i
Þegar í hlut eiga stórsölusambönd, sem taka yfir
heilt þjóðfélag, er þó enn erfiðara fyrir einstaklingana að
gera sér grein fyrir, að sama aflið, viðleitnin til að efla
gengi hinna mörgu félagsmanna, sé þar enn að verki.
Loks, þegar kemur að sjálfri alþjóðasamvinnunni,
verður að játa það, að þeir menn eru til, sem ekki gera
sér grein fyrir því, að þar verður líka að varðveita hið
upprunalega markmið kaupfélaganna, svo framarlega sem
menn vilja vænta samskonar árangurs af henni og af
starfsemi einstakra félaga og sambanda innan héraðs-
eða þjóðartakmarka.
Þar sem talað er um alþjóðasamvinnu í grein þess-
ari, er eingöngu átt við samstarf milli neytandafélaga
(kaupfélaga) í hinum ýmsu löndum. Með því er á engan
hátt gert lítið úr fræðslu- og útbreiðslustarfemi þeirri,
er alþjóðasamband samvinnumanna hefir nú með hönd-
um. Eigi má heldur skilja mig svo, að eg telji lítils-
verðar þær rannsóknir, sem alþjóðasambandið hefir látið
gera í tryggingar og bankamálum. En eg hefi kosið að
ræða hér eingöngu um það, á hvem hátt komið verði við
alþjóðasamvinnu í verzlun og iðnaði.
Slík alþjóðasamvinna hlýtur að felast í því, að stofn-
uð verði verzlunar- og iðnaðarfyrirtæki undir stjóm og
eignarumráðum þeirra stórsölusambanda í hverju landi,
sem þurfa á þeim vörum að halda, sem alþjóðasambandið
framleiðir eða útvegar.
Er þá að athuga, hvort gmndvallarreglur kaupfélag-
anna geti átt við innan slíks alþjóðasambands. Kemur þá
fyrst til greina spurningin um það, hverir eigi að telj-
ast meðlimir sambandsins.