Samvinnan - 01.03.1929, Page 18
12
SAMVINNAN
nefndir, hafa 10 kornpoka á boðstólum handa 10 kaup-
öndum, þeir vilja fá 22 franka fyrir hvem poka. Af því
að verðið er svo hátt, draga nokkrir kaupendur sig í hlé,
svo að einungis 5 eru eftir. Þegar seljendur sjá, að korn-
ið muni ekki seljast, lækka þeir verðið til þess að ná aft-
ur í þá 5 kaupendur, sem frá hurfu. Nú lækkar verðið
niður í 20 franka. Þá fjölgar kaupöndum aftui’, svo að nú
tru þeir orðnir 8 og vilja kaupa 8 poka. Ef seljöndum er
fast í hendi, að allt komið seljist, verða þeir enn að
lækka verðið, t. d. niður í 18 franka, til þess að ná í þá
tvo kaupendur, sem deigastir eru. Þá myndi standast á
framboð og eftirspurn og allir pokarnir seljast. En vel er
hugsanlegt, að tveir seljendui' vilji heldur flytja sína poka
heim aftur en selja þá við lægra verði en 20 frönkum.
Sé svo, verður markaðsverðið 20 frankar; við því verði
eru 8 seldir pokar og 8 keyptir. Eftirspuminni er fullnægt
og jafnvægi komið á.
3. Markaðsverðið á að vera þannig, að fullnægi
sem allra flestum kaupöndum og selj-
öndum, sem markaðinn sækja.
Vér getum hugsað oss seljendur og kaupendur á
kommarkaði. Vér getum sýnt kröfur þeirra með tölum.
Seljendur köllum vér S og röðum þeim eftir verðinu, sem
þeir heimta, höfum þann efstan, sem dýrseldastur er.
Kaupöndum, K, röðum vér þannig, að hafa þann efstan,
sem lægst býður.
S1 heimtar 22 fr...............K1 býður 18 fr.
S2 _ 21 „ K2 — 19
S3 — 20 „ K3 — 20
S4 _ 19 „ K4 — 21
S5 — 18 „ K5 — 22
Setjum svo, að S1 byrji áhlaupið og heimti 22
íranka fyrir pokann. K5 er eini kaupandinn, sem gefur sig
fram, hinum þykir verðið of hátt. Með þessu móti selst
ekki nema einn poki, og þó eru fjórir seljendur, að auki,
sem óska að selja og það meira að segja við lægra verði.
Annars er K5 ekki svo einfaldur, að hann kaupi fyrir