Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 42
36
SAMVINNAN
verðbréfa í kauphöllum, listaverka eða húsmuna á upp-
boðum. Það hefir engin áhrif á framleiðsluna, þótt verð-
bréf eða ríkisskuldabréf, málverk eða hús skipti um eig-
anda. Þar er aðeins um lögfræðilega afhendingu að ræða.
Slík viðskipti eru því viðfangsefni lögfræðinga, en ekki
hagfræðinga. Vér munum því láta þau liggja á milli hluta,
en snúa oss að almennum viðskiptum.
2. Það er viðskiptunum að þakka, að hver mað-
ur getur hagnýtt sérgáfur sínar og unn-
ið það, sem honum er bezt við hæfi.
Ef engin viðskipti ætti sér stað, ef hver maður yrði
sjálfur að afla sér allra nauðsynja sinna, og gert vœri
ráð fyrir, að lífsþarfir mannsins greindist í tíu þætti,
yrði hver maður yrði að kunna tíu iðnaðargreinir. Sama
væri, hvort mönnum færist þau verk vel eða illa úr hendi,
menn gæti ekki miðað störf sín við hæfi-
leika sína, heldur við þarfir sínar. En
frá því, að viðskipti komu til sögunnar, er þessu allt öðru-
vísi varið. Þegar hver maður getur, með aðstoð viðskipt-
anna, eignazt allt sem hann þarfnast, getur hann varið
kröftum sínum og hæfileikum til þeirra starfa einna, sem
honum lætur bezt. Nú miða menn framleiðslu sína e k k i
við eigin þarfir, heldur við hneigðir sín-
a r o g g e t u. Áður en viðskipti þekktust framleiddi
hver maður það, sem var honum sjálfum þarfast og nauð-
synlegast. En nú getur hver maður framleitt það, sem
honum er auðveldast og geðfeldast. Með því móti er allt
miklu greiðara og einfaldara.
Kostir viðskiptanna eru mjög líkir þeim, sem verka-
skiptingunni fylgja, og margir hinir sömu. Munurinn er
sá, að kostir viðskiptanna eru miklu fleiri og stærri. Væri
viðskipti engin til, myndi samtök og verkaskipting undir
því komin, að samverkamennimir kæmi sér saman um
alla hluti fyrir fram. Þeir yrði að byrja á að skipta með
sér hlutverkum, áður en samstarfið hæfist. En vegna við-
skiptanna er slíkt óþarft, og þess vegna er verkaskipting-
in ekki bundin við einstakar verkstofur eða heimili, held-