Samvinnan - 01.03.1929, Side 79
SAMVINNAN
73
bótina. Önnur ástæðan til fátæklegra kirkjubygginga og
hin veigamesta, er vöntun á góðu og varanlegu bygging-
arefni á íslandi. Hér er byggt úr mold og timbri, og hið
raka, vindasama loftslag, eyddi hverri slíkri byggingu á
stuttum tíma. Hin ástæðan var einmitt sú skoðun mót-
mælanda, að kirkjan væri fyrst og fremst trúarlegt sam-
komuhús, þar sem presturinn flytti skynsamlega ræðu
um andleg mál, en lítið væri gert úr því, að byggingin
talaði sínu máli til safnaðarins.
Nú er þetta að breytast, án þess þó að fslendingar
finni hneigð til að skipta um trú. Nýtt byggingarefni,
hin járnbenda steinsteypa er fundin og notuð í hverri
byggð á íslandi. Og á hinn bóginn leiða auknar kröfui
um fegurð og bót á umhverfinu að sjálfsögðu til þess, að
menn una ekki lengur við, að kirkjurnai' sé galtóm og
smekklítil fundarhús.
Þýðing Landakotskirkju liggur þá í því, að hún er
eggjandi fyrirmynd þjóðkirkjunnar á í slandi, um að
standa ekki að baki, heldur með tíð og tíma framar hin-
um mannfáa kaþólska söfnuði í Reykjavík, sem stendur
nú að langfegurstu og fullkomnustu kirkju landsins.
f hverju liggur þá hin uppalandi þýðing Landalkots-
kirkju? í hinu varanlega byggingarefni, en einkum í
stílnum og í þeim þroskaða smekk, sem kemur fram í
flestu, er að framkvæmd hennar nýtur.
Tveir menn hafa mótað þessa byggingu. Annarsvegar
íslendingurinn Guðjón Samúelsson húsameistari, sem á
heiðurínn fyrir að hafa fyrstur allra slíkra manna getað
notað járnbenda steinsteypu sem efni í fagra kirkju, og
næst honum Hollendingurinn Marteinn biskup, sem hefir
lagt í verkið hina miklu reynslu og smekk kaþólskra
manna 1 öllu, er lýtur að hinu ytra formi kirkjugerðav
og helgisiða. Sá eini ljóður hefir orðið á ráði biskups 1
þessu efni, að hann hefir látið líðast að breyta tumin-
um efst uppi til hins lakara. Endar hann nú stýfður að
ofan, þar sem steinsteypan hættir, og málmurinn átti að
koma, sem enn hefir ekki verið byggður. Auk þess hefir