Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 41
SAMVINNAN
35
Hvers vegna ætti eg að skipta, ef svo væri ekki ? Sá, sem
eg skipti við, hugsar alveg á sömu leið. Báðir vilja fá
meira en þeir láta — og það fá þeir líka í raun og
veru. Engin mótsögn er í því fólgin, að við leggjum svo
ólíkt mat á vörur okkar, því að nytsemi hvers hlutar fer
eftir persónulegu mati og breytist eftir þörfum og þrá
hvers manns.
Vér munum nú ekki eyða fleiri orðum að deilunni um
þetta atriði, heldur drepa á helztu kosti viðskiptanna:
1. Vegna viðskiptanna kemur margt
að notum, sem annars væri ónotað.
Hvað ætti England að gera við kol sín, Transvaal við
gullið, Tunis við fosfatið, Brasilía við kaffið eða kína-
börkinn, ef engin viðskipti ætti sér stað? Nú er það óhjá-
kvæmlegt skilyrði fyrir nytsemi hlutar, að unnt sé að
hagnýta sér hann. En til þess að hlutur komi að notum,
verða viðskiptin að sjá fyrir því, að hann komist í hend-
ur þeirra ,sem þuría á honum að halda. Verksmiðjueig-
andinn verður að ná í kolin, jarðyrkjumaðurinn í áburð-
inn, sjúklingurinn í kínínið. Hugsið yður, að öll viðskipti
væri afnumin einn góðan veðurdag með alþjóðalögum og
hvert land og hver maður yrði að búa að sínum eigin nyt-
semdurn og gæti ekkert af hendi látið til annara. Hvílík
fádæmi gagnlegra hluta myndi þá ónotaðir og grotna nið-
ur, þar sem þeir væri komnir! Og ekki nóg með það, að
margt yrði gagnslaust, ef engin viðskipti væri, ennþá
meira myndi aldrei hafa til orðið. Viðskiptin auka því
nytsemdir manna og eru oft orsök þess, að þær verða til.
Viðskiptin eru lokaþáttur framleiðslustarfanna, — á
undan fara ýmsir starfsþættir, uppfinningar, jarðyrkja,
véliðnaður og flutningar. Á þann hátt verða vörumar til
og nálgast það, stig af stigi, að komast í hendur þeirra,
sem þurfa á þeim að halda. Breyting á lögum, tilfærsla,
eigandaskipti, allt er þetta óhjákvæmilegt til þess að
vörurnar komi að tilætluðum notum.
Að vísu eru til sérstakar viðskiptaathafnir, sem ekki
geta talizt til framleiðslustarfa, 3vo sem sala fasteigna,
3*