Samvinnan - 01.03.1929, Side 21
SAMVINNAN
15
uðu landi, þá myndi verðið meira en tvöfaldast, ef til
vill gæti það fimmfaldast1).
2. Setningin ruglar saman orsök og afleiðing. Ef
aukin eftirspum leiðir af sér verðhækkun, þá liggur í
augum uppi, að sú verðhækkun verður aftur til þess síð-
ar meir að draga úr eftirspurninni. Eins er um hitt, að
ef aukið framboð veldur verðfalli, þá mun verðfallið
smátt og smátt draga úr framboðinu. Setningunni mætti
því snúa við ; í stað þess að segja, að framboð og eftir-
spum ráði verðinu, væri réttara að komast svo að orði,
að verðið ráði framboði og eftirspum. Tökum dæmi af
verðbréfi, t. d. 3% ríkisskuldabréfi í Frakklandi, og ger-
um ráð fyrir, að það sé skráð á 100 franka í kauphöll-
inni í París. Þar eru sífelt ríkisskuldabréf á boðstólum og
eftirspum eftir þeim líka. Geram nú ráð fyrir, að spurt
sé eftir tvisvar sinnum fleiri bréfum en fram eru boðin,
þegar kauphöllin er opnuð. Getur nokkrum heilvita manm
komið til hugar, að verðið tvöfaldist fyrir það og bréfin
sé seld á 200 franka? Svo ætti þó að vera, ef setningin
hér að framan væri rétt. Sennilega myndi verðbréfið ekki
hækka um heilan franka, hvað þá meira. Það er af þeirri
einföldu ástæðu, að kaupendumir, sem gerðu ráð fyrir
100 franka verði, myndi fljótlega hverfa af sjónarsvið-
inu, þegar verðið hækkaði. Það er augljóst, að ef eftir-
spurðum verðbréfum fækkar smátt og smátt eftir því
sem verðið hækkar, þá fjölgar framboðnum verðbréfum
samtímis og af sömu ástæðum. Þá hlýtur að því að draga,
að minnkandi eftirspum og vaxandi framboð mætist, og
þá kemst jafnvægi á aftur. Venjulega nægir til þess
nokkurra sentíma verðhækkun.
3. Eftir setningunni verður engin skynsamleg merk-
x) Enskur hagfræðingur á 17. öld, Gregory King, á-
kvað hlutfallið milli kornmagns og kornverðs þannig: 10, 20,
30, 40, 50% minnkun samsvaraði 30, 80, 150, 280, 450% verð-
hækkun. þetta lögmál var rétt á hans dögum, þegar England
var sér um markað, en nú er það markleysa, vegna þess, að
kornmarkaður er alþjóðlegur.