Samvinnan - 01.03.1929, Side 15
SAMVINNAN
9
FYRSTI KAPÍTULI.
V erðmyndun.
I.
Viðskiptagildið eða verðið.
Aristoteles gerði glöggan. mun á tvenns konar gildi
hlutanna: notagildi og viðskiptagildi. Sama
gerði Adam Smith. Og þeir sýndu báðir fram á, að oft
er langt frá, að þessi tvenns konar gildi falli saman. Hjá
nærsýnum vísindamanni hafa gleraugu afar mikið nota-
gildi, en viðskiptagildi þeira er hverfandi lítið. Hins veg-
ar myndi gimsteinum prýddir eymalokkar hafa sáralítið
f notagildi fyrir hann, en viðskiptagildi þeirra gæti verið
harðla mikið.
Hver er orsök þessara andstæðna? Hún er sú, að
notagildi hlutar fer eingöngu eftir þörf og þrá, eftir mati
tinstaks manns. Það fer ekki eftir neinu öðm en því,
hver n o t maðurinn hefir af hlutunum. En það er aftur
háð þörfum mannsins og löngun. Slíkt gildi verður því
ekki metið almennt og hefir ekki neina þjóðfélagslega
þýðngu. Viðskiptagildið er stöðugra. Það fer eftir þörf
og þrá allra þeirra, í heilu landi eða jafnvel öllum heimi,
sem geta eða vilja eignast það, sem um er að ræða. Mál-
verk af langafa mínum getur verið mér mikils virði, þótt
viðskiptagildi þess sé lítið eða ekkert, ef það er illa mál-
að. En sé það eftir Van Dyck eða Rembrandt, hefir það
mikið viðskiptagildi hvar sem er í heiminum, en því gildi
ræður mat þeirra allra, sem málverkum unna og vit
hafa á.
Vel mætti því kalla notagildið einstaklings-
g i 1 d i, en viðskiptagildið þj óðfélagsgildi. Hið
síðamefnda fer eftir mati tveggja eða fleiri manna, oft
fjölda manns, sem eiga viðskipti saman.