Samvinnan - 01.03.1929, Side 73
SAMVINNAN
67
Venjulegt er að telja Sambandið stofnað
Sambandið 20. febrúar 1902. Þá mynduðu þrjú kaup-
og félögin. lögin í Þingeyjarsýslu samband og nefndu
Sambandskaupfélag Þingey-
i n g a. Starfaði Sambandskaupfélagið um 5 ára skeið með
líkum hætti og án þess að færa út kvíarnar. Sendi það
sum árin a. m. k. mann utan, til þess að vera umboðs-
mönnum sínum í Danmörk og Englandi til aðstoðar við
innkaup á vörum. Aftur á móti hafði það ekki á hendi
sölu á vörum fyrir félögin. Á aðalfundi Sambandskaupfé-
lagsins 1907 urðu miklar breytingar á högum þess. Gengu
þá Eyfirðingar og Skagfirðingar í Sambandið og það ár
byrjaði það að selja aðal-útflutningsvöru félaganna, salt-
kjötið. Af því leiddi síðan gagngerðar breytingar á verk-
un þeirrar vöru og verðlagi. Þá hóf og Tímaritið aft-
ur að koma út. Nafni sambandsins var breytt í samræmi
við breytt starfsáform og nefnt Sambandskaupfé-
lag Islands. Þremur árum síðar, 1910, var nafni enn
breytt og nefnt Samband íslenzkra samvinnu-
f é 1 a g a.
Árið 1915 voru sambandsfélögin orðin 9 að tölu. Var
þá sett á stofn skrifstofa í Kaupmannahöfn, sem annaðist
sölu á öllum aðal-útflutningsvörum Sambandsins, og byrj-
aði að kaupa inn vörur fyrir félögin. Kom brátt í ljós, hve
þýðingarmikið það var fyrir kaupfélögin að geta haft
sameiginleg innkaup, sína eigin heildsölu. En er viðskipt-
in jukust stórlega varð nauðsynlegt og eðlilegt, að aðal-
skrifstofa Sambandsins yrði flutt hingað heim. Var það
gert 1917. En skrifstofan í Kaupmannahöfn hélt áfram
og er þar miðstöð fyrir viðskipti Sambandsins við Norð-
urlönd. Sama ár sendi Sambandið erindreka til New-York,
til þess að annast þar kaup og sölu afurða, en þangað
beindust viðskipti héðan hin síðari ár heimsstyrjaldarinn-
ar. 1920 flutti Sambandið erindreka sinn frá New-York
til Leith og hefir þar skrifstofu síðan. Tvö síðustu árin
hefir Sambandið haft skrifstofu í Hamborg. Hafa bein
viðskipti við Þýzkaland aukizt mjög síðan og má telja það