Samvinnan - 01.03.1929, Side 75
SAMVINNAN
en 32 hvorttveggja í senn, framleiðslu- og neyzlufélög. Þá
voru talin 18 samvinnufélög í landinu utan Sambandsins,
með um 3500 félagsmönnum. Helmingur þeirra fól Sam-
bandinu að annast verzlunarviðskipti sín við útlönd, að
meira eða minna leyti.
í árslok 1927 voru sambandsfélögin 39. Um áramótin
hætti eitt kaupfélagið störfum, Kaupfélag Reykjavíkur,
en nú á aðalfundi gekk eitt nýstofnað félag inn, Kaupfélag
Siglufjarðar. Félögin eru því 39 nú og tala félagsmanna
rúm 7 þús.. Að meðtöldum þeim samvinnufélögum, er
utan Sambandsins standa, en Sambandið annast viðskipti
fyrir, mun láta nærri, að við það skipti 12000 menn. Sé
sú tala margfölduð með 4, sem talið er hæfilegt, með til-
liti til þess, að félagsmenn flestir eru fjölskyldumenn, þá
annast Sambandið og deildir þess nú viðskipti fyrir 48
þús. manns. Með þeim samvinnufélögum, sem ekki skipta
við Sambandið, má telja hóflegt að ætla, að helmingur
þjóðarinnar fái nú nauðsynjar sínar gegnum samvinnu-
félögin.
Árið 1928 seldi Sambandið erlendar vörur
Ársveltan. fyrir 5.642.147 kr. Er það rúmlega
1.089.000 kr. meira en árið áður, 1927.
Hefir þá vörusalan hækkað síðastliðið ár um tæp 24%.
Af vörum þessum var afgreitt:
Frá Hafnarskrifstofunni fyrir 2.148.418 kr.
— Leithskrifstofu — 1.746.219 —
— Hamborgarskrifstofu — 488.000 —
— heildsölu Sís í Rvík — 1.259.510 —
Samtals 5.642.147 kr.
Þessar tölur gefa nokkra bendingu um, hvar vörum-
ar eru fengnar. Þó er nokkuð af þýskum vörum afgreitt
gegnum skrifstofuna í Höfn, sem líka annast vörukaup á
öllum Norðurlöndum. — Sala innlendra vara nam árið
sem leið 8.300.000 kr. og er þá um 1.030 þús. kr. meiri
en 1927.
öll vöruviðskiptavelta Sambandsins, sala erlendra og