Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 35
SAMVINNAN
29
ANNAR KAPÍTULI.
Viðskipti og viðskiptatæki.
I.
Ági’ip af sögu viðskiptanna.
Nú á tímum eru viðskiptin mjög mikilvægnr þáttur
í lífi manna. Til þess að saimfærast um það, þurfa menn.
ekki annað en minnast þess, að allflestar nytsemdir eru
framleiddar til viðskiptaþarfa. Svo er um komið í kom-
hlöðunum, ávextina í búðunum, klæðin í fatabúðunum,
skóna hjá skósmiðnum, úrin hjá úrsmiðnum, brauðin hjá
bakaranum. Minnst af þessu er framleitt eigandanum til
eigin þarfa og afnota, ef til vill ekki neitt. Þetta em fyrst
og fremst verzlunarvörur, þ. e. a. s. hlutir, sem
ætlaðir em til sölu eða viðskipta. Starfsemi vor, hæfileik-
ar og gáfur, eru einnig oftast notaðar til þess að fullnægja
ö ð r u m, en ekki vorum eigin þörfum. Málfærslumaður-
inn hvorki sækir né ver sín eigin mál, og læknirinn
stundar ekki sjálfan sig. Starfsemi þeirra er ekkert ann-
að en viðskipti. Einnig má benda á, að vér metum ekki
eignir vorar til verðs eftir því, hvers konar fullnægingu
þær veita sjálfum oss, heldur eftir viðskiptagildi þeirra,
þ. e. a. s. eftir því, hver not aðrir gæti haft af þeim.
En svo hefur ekki verið frá upphafi. Viðskiptin eru
ekki eins sjálfsagt og eðlilegt skipulagsfyrirbrigði og sam-
tökin og verkaskiptingin, sem kemur jafnvel fram hjá
ýmsum dýrategundum. Tilhneiging til viðskipta virðist
ekki hafa verið mönnum ósjálfráð; i hún sýnist öllu
heldur hafa verið andstæð mannlegu eðli í upphafi. Ein-
staklingar framþjóðanna töldu það, sem þeir gerðu, eða
afrakstur verka sinna, svo nátengdan sjálfum sér, að ekki
yrði við sig skilinn. Með það í huga skiljast hinir sér-