Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 98

Samvinnan - 01.03.1929, Blaðsíða 98
92 S A M V I N N A N eru þeir hreinsaðir á ný með gripjárni, og þá er jafn- framt gert við bilanir, er kunna að hafa orðið, t. d. við ló- skurðinn. Er þá þess að gæta, að þegar heklað er í götin, verður það að vera á sama hátt og gerðin er. Eftir þetta eru dúkarnir burstaðir og pressaðir, og svo að lokum „dampaðir“, en það er því fólgið, að dúkurinn er festur á holan sívalning með mörgum smágötum og síðan er gufu hleypt í gegnum. Þá fyrst er verkið fullkomnað og þá get- ur Sigurjón tekið dúkana, flutt þá til Reykjavíkur og breitt þá til sýnis í búðargluggum sínum á Laugaveginum. Hér höfum við þá séð dálítið sýnishorn af verk- smiðjuiðnaði og vélanotkun þeirri og verkaskiptingu, sem honum er samfara. Óneitanlega eru viðbrigðin mikil frá því, þegar þessi vinna er í höndum heimilanna sjálfra, ullin fyrst kembd í ullarkömbum, kemburnar síðan spunn- ar á rokk, bandið tvinnað á snældur og svo að lokum ofið í vefstól af mannafli einu saman. En — er þá þessi breyting til batnaðar fyrir alla, sem hér eiga hlut að máli? Það er líklega ekki á annara færi en hagfræðinga að leysa til fullnustu úr þessari spurningu. En hún er samt þannig vaxin, að hverjum manni er nauðsynlegt að gera sér einhverja grein fyrir henni. Margar framleiðslu- greinar færast æ meir og meir í það horf, að öll eða mest- öll vinna við þær sé unnin með vélum og 1 verksmiðjum. Þessi atvinnubreyting eða öllu heldur bylting, er nú hafin hér á landi, og við megum skoða það sem örugga vissu, að með tíð og tíma haldi verksmiðjuiðnaðurinn að fullu og öllu innreið sína hingað í landið, með öllum sínum fylgifiskum. Við því fær enginn mannlegur máttur sporn- að. En hverir eru þá þessir fylgifiskar? Hverir þeirra geta orðið þjóðinni til góðs, hverir eru óskaðlegir og hver- ir skaðlegir? Er ekki hægt að útiloka á einhvem hátt þá, sem eru skaðlegir, eða a. m. k. draga úr áhrifum þeirra? Það er þetta, sem nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir. Aukinni vélanotkun fylgir venjulega meiri fram- leiðsla. Þetta verður að teljast kostur, a. m. k. er það svo hér á landi. Ef við tökum Álafoss til dæmis, þá hefir dúka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.