Samvinnan - 01.06.1973, Síða 3

Samvinnan - 01.06.1973, Síða 3
Víkurbakka, Eyjafirði, 22. maí 1973. Hr. ritstjóri. Mig langar til að þakka þér og Samvinnunni fyrir þann einstaka áhuga, sem þið hafið sýnt umhverfismálum okkar, með því að blaðið hefur oftar en einu sinni verið helgað þess- um málum. Það var nú kannski nokkuð mikið sagt að kalla að síðasta blað Samvinnunnar fjallaði um vistfræði, því mjög lítið var þar af beinu vistfræðilegu efni. Væri þess þó full þörf, að blað- ið fjallaði nánar um þessa fræðigrein og kynnti hana rækilega við tækifæri, en sennilega er ekki auðvelt að fá menn í slíka kynningu hér- lendis, því fáir eða engir ís- lendingar hafa lært þessa fræðigrein. Ég gerði á sínum tíma smá- tilraun til að kynna vistfræð- ina í tímaritinu Týli (1971) og sendi hér með afþrykk af því, einnig hefur Sturla Friðriks- son ritað nokkrar greinar í Morgxmblaðið um þetta efni, og Stefán Bergmann í Þjóð- viljann, að mig minnir. Þetta er allt fremur vesældarlegt, sem von er til, og þyrfti vissu- lega að gera betur. Hér eru á ferðinni mörg mjög alvarleg vistfræðileg vandamál, sem alls ekki hefur verið ritað um eða þá mjög lít- ið og óverulegt. Eitt hið helzta er breyting mýranna í eins konar þurrlendi, tún o. s. frv., sem er miklu stórkostlegri breyting á náttúru landsins en flestir gera sér í hugarlund, og jafnast fyllilega á við eyðingu skóganna á sínum tíma. Ann- að er áburðarnotkun (tilbúinn áburður) á úthaga, sem sum- ir gróðurverndarmenn telja allra meina bót, en er að áliti margra líf- og vistfræð- inga mjög varasöm tiltekt. Það er mikill galli á þínu á- gæta gróðurverndar-blaði, að ekki skyldi vera tekin þar til meðferðar þessi hætta, og sýn- ir það aðeins hvað vistfræði- legur skilningur er sáralítill hér á landi. Þótt sagt sé að trúin flytji fjöll, mun það tæplega sannast í gróðurverndar- og jarðvegs- málum okkar. Það er ekki nóg bara að trúa og einblína á einhverja vissa lausn, sem á engan hátt getur talizt vera fullreynd ennþá. Slikt gæti hæglega leitt til þess, að það, sem átti að verða bjargráð, verði til að auka eyðilegging- una. Beztu kveðjur. Helgi Hallgrímsson. MF Massey Ferguson MF • Massey Ferguson er léttbyggð og kraftmikil, þrltengibeizli eða dráttarkrók. • Hún er aflmest allra dráttarvéla miðað við þyngd. •Kraftmikil Perkins dieselvélin er sérstaklega gangörugg Jarðvegsþjöppun helzt þvi í lágmarki. hvernig sem.viðrar, og fjölbreyttur tæknilegur búnaður •Hin mikla dráttarhæfni MF fæst með þungatilflutningi á tryggir mikil vinnuafköst. SUÐURUNDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS Áratuga dygg þjónusta við bændur í flestum löndum heims hefur gert Massey Ferguson að sígildri dráttarvél. Vegna útbreiðslunnar eru landbúnaðartæki um allan heim hönnuð með Massey Ferguson í huga. Eigendur MF þurfa því ekki að hafa áhyggjur þótt ný tæki komi á markaðinn. Tengingarnar passa. Þess vegna er Massey Ferguson örugg fjárfesting. Traust þjónusta og rómuð ending tryggja hátt endursöluverð.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.