Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 38
Aldagömul leikhúshefð Pekingóperunnar birtist meðal annars í litrikum grímum, andlitsförðun, látbragðsleik og skrautlegum búningum. staðnum var hinn gamli hjartagóSi emb- ættismaður Hó Chih-Chang, sem var til- efni margra skemmtilegra frásagna. Mesta gleði, sem hinn háttvirti skraut- skrifari nokkru sinni bjó Lí Pó, var þeg- ar hann lét þess getið, að skáldið væri raunverulega ódauðleg vera í útlegð. Þetta var nefnilega langt frá því að vera orðin tóm í þá daga. Menn trúðu þá statt og stöðugt að ef ódauðleg vera hegðaði sér illa á himnum væri hún rekin í útlegð til jarðarinnar í líki kynlegs fyrirbrigðis sem þekkt var sem „Hinir þrjátíuogsex sendiherrar himneskra herskara í út- legð“. Því var það, að Lí Pó tók þessa at- hugasemd mjög hátíðlega og hélt því fram í fullri alvöru, að Hó Chih-Chang hefði með því að lýsa honum sem einni af hinum útlægu ódauðlegu verum aðeins farið með staðreyndir! Pólitískur metnaður Hann eignaðist einnig aðra vini, og ásamt Lí Pó hafa þeir öðlazt sess í sög- unni sem „Hinir átta ódauðlegu bræður vínbikarsins". Hvort þeir voru átta, er vafasamt, enda þótt jafnáreiðanlegt skáld og Tú Fú heiðraði áttmenningana í vísna- safni með óvenjulega kátlegum blæ. Ekki er tilefni til að efast um, að gott hafi verið með Lí og keisaranum, en aft- ur á móti má öruggt telja, að hann gerði sér mjög ýktar hugmyndir um hlutverk það, sem hann áleit sig kjörinn til að gegna við hirðina. Þegar hann kom fyrst til Ch’ang-an, bjóst hann að minnsta kosti við að hljóta lykilstöðu í aðalstjórn- inni. Þótt undarlegt megi virðast, leit hann svo á, að hann væri mjög vel að sér í stjórnlist, enda þótt erfitt sé að skilja hvernig hann gæti hafa aflað sér reynslu í því erfiða efni án þess að hafa nokkurn tíma áður stigið fæti í höfuðstaðinn. En enda þótt ekkert hefði hann ráðuneytið, ætlaði hann auðvitað ekki að afþakka að starfa sem persónulegur ráðgjafi keisar- ans í pólitískum málum. Lí Pó gekk meira að segja svo langt í þessu brölti sínu, að hann lét afhenda hátigninni skjal, þar sem hann lagði fram áætlun sína varð- andi útvíkkun og styrkingu einveldisins. Greinilegt var, að tilraunin náði ekki fram að ganga, því að í mörgum af síðari kvæðum sínum lét hann að því liggja, að hann liti á sjálfan sig fremur sem mis- skilinn stjórnvitring en mislukkað skáld. Stjórnmálamaður varð hann aldrei og fann sér heldur aldrei neitt starf. Hann varð meira og minna skemmtikraftur án þjóðfélagslegrar stöðu, því að í þá daga var maður, sem aðeins orti ljóð, alltaf neðst í hinum þjóðfélagslega metorða- stiga, hversu góðum gáfum sem hann var gæddur. Þar að auki tóku þau vélabrögð, sem hann var beittur, að ganga nærri taugum hans. Hann átti sér nefnilega valdamikla fjandmenn við hirðina, þar sem barátta og illa dulin öfund voru daglegt brauð. Þar sem Lí Pó var auk þess orðhvatur og kannski af og til hirðulaus um hluti, sem hann hefði átt að þegja yfir, er ekkert undarlegt, þótt hann hafi lent í klípu. Auk þessa var hann líka alldrykkfelldur — nokkrir óvildarmanna hans voru ekki seinir á sér að nota sér það til að eyði- leggja frekari frama hans við hirðina. Einkum fannst honum, að honum stæði ógn af geldingnum Kaó Li-sjí, sem að vísu hafði aldrei hjálpað honum úr skónum, en hataði samt bæði djúpt og innilega þetta vinsæla skáld. Þess vegna fannst Lí Pó ráðlegast að draga sig í hlé til þess að hætta ekki á það, sem verra var. Flökkulíf á ný Og nú hófst flökkulíf hans á nýjan leik. í þetta skipti ætlaði hann að fara alla leið til Peking, en gaf sér góðan tíma til fararinnar. Fyrst nam hann staðar í Feng-hsíang — síðan fór hann í gegnum Pinchow til Han-tan. í kvæðinu „í dansi“ gefur hann góða mynd af andrúmsloft- inu við heimsóknina í þessa borg, sem var svo þekkt fyrir söngvara sína og dansara. Hann tók einnig þátt í miklu samkvæmi rétt utan við borgarmörkin til þess að sjá hersveitir keisarans þramma í áttina til víglínunnar. f kvæði þar sem hann hyllir baráttuanda hermannanna lofar hann þeim að „eftir 100 sigra munu þeir snúa heim sigri hrósandi“. Hann grunaði lítt þá, hvað framtíðin bar í skauti sér, og hve mjög hans eigin örlög áttu eftir að mótast af ófriðnum. Um síðir kom hann til Peking, eða Fan-jang eins og borgin hét þá. í þessari kaldranalegu setuliðsborg vonaðist Lí Pó til að fá stöðu sem starfsmaður í innan- ríkisþjónustunni undir stjórn eftirlætis keisarans, An Lú-sjan, sem réð yfir mikl- um herjum á þessum tíma. Síðar prísaði Lí Pó sig sælan fyrir að hann fékk enga stöðu í Fan-jang — ef til vill var það vegna hugboðs að hann yfirgaf borgina eftir skamma dvöl. „Lí Fú“ Vorið 745 var hann enn á ný í Hónan, og þar hitti hann í fyrsta sinn yngra sam- starfsmann sinn, Tú Fú. Vinátta þeirra varð sögufræg og aflaði þeim auknefnis- ins „Lí Fú“ — í rauninni ágætur máti að einkenna sambandið milli þessara tveggja skálda. Þegar þeir kynntust fyrst, var Tú Fú enn ungur og lítt þekktur — en Lí Pó aftur á móti frægasta skáld keisaraveld- isins. Tú Fú var frá fyrsta augnabliki yfir sig hrifinn af persónuleika þessa eldra starfsbróður, og Lí Pó varð með árunum Tú Fú það sem hinn aldraði Meng Haó- jan hafði á sínum tíma verið hinum unga Lí Pó. Og eins og Lí Pó samdi á ævi sinni oft kvæði til Meng Haó-jans orti Tú Fú fram á síðustu ár til Li Pós. Fullum fjórt- án kvæðum beindi hann til hins mikla samtímamanns síns, og nokkur þeirra voru meðal hinna beztu í öllum skáld- skap hans. Kvæði Lí Pós til hins unga starfsbróður voru aftur á móti mun viða- minni og færri. Fræg er hin góðlátlega kaldhæðni, sem kemur fram í hinum 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.