Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 28
Hlöðver Sigurðsson: SKÓLINN OG SAMFÉLAGIÐ Um þessar mundir, þegar skóla- og kennslumál eru svo ofarlega á baugi, vona ég að það fyrirgefist manni, sem föndr- að hefur við kennslu i hálfan fimmta ára- tug, þótt hann láti til sin heyra nokkur orð um þau mál. Það er, held ég, viðurkennt af öllum að skólarnir séu einn veigamesti þáttur þjóðmennnigarinnar, traustur eða veik- ur eftir atvikum. Þó skyldi það ekki gleymast, að ekkert má ofmeta á kostnað annars, og að skólarnir eru ekki eina leiðin til mennta og menningar. Við höfum að minnsta kosti mörg dæmi þess á okkar landi, að menn með sáralitla skólagöngu að baki hafa öðlazt svo ótrú- lega færni og þekkingu, að þeir hafa get- að leyst hin erfiðustu verkefni, tekið að sér hin erfiðustu störf og gerzt forustu- menn á mörgum sviðum þjóðlífsins. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr skólunum og þeirra hlutverki, heldur aðeins til að benda á, að þeir hafa að minnsta kosti til þessa ekki verið einir um að mennta þjóðina. Og ég held, að svo hljóti að verða alltaf meðan lifandi þjóðmenning blómgast á landi hér. Það hefur stund- um verið deilt á íslenzka sveitamenn- ingu, og vissulega hafa sumir viljað eigna henni meiri hlut en hún á skilið. En þeir eru líka ekki fáir, sem ekki hafa viljað unna henni sannmælis. Það er sannarlega skemmtilegt umhugsunarefni, að þeir tveir núlifandi íslendingar, sem mér vitanlega hafa einna skarpast gagn- rýnt íslenzka sveitamenningu, eru sjálfir meðal glæsilegustu afsprengja hennar, þótt þeir vitanlega hafi sótt föngin víð- ar að, en þar á ég við þá snillinga Þór- berg Þórðarson og Skúla Guðjónsson. Það er ef til vill skýrasta dæmið um gildi hennar, að einmitt þeir, sem hún hefur komið til manns, skuli vera svo skyggnir á það, í hverju henni er ábótavant. Nú á timum eru það þó ekki uppeldisáhrif sveitanna eða heimilanna yfirleitt, sem auk skólanna eru áhrifamiklir gerendur menningarinnar, en þá nota ég orðið menning i viðtækustu merkingu orðsins, bæði jákvæðri og neikvæðri, það er að segja um þroskastig og atferli mannsins. Hér verða vitanlega efst á blaði hinir svokölluðu fjölmiðlar. Pólitikus talar Fyrir nokkrum árum heyrði ég hátt- settan pólitíkus halda ræðu á fundi kenn- ara. Þar lagði hann út af því, að áður fyrr hefði starf og hlutverk kennarans nær eingöngu verið að fræða nemend- urna, kenna þeim hinar ýmsu fræði- greinar, en með breyttum þjóðfélagshátt- um yrðu þeir nú að taka að sér uppeldið í víðari merkingu að mestu leyti. Það lá við, að mér hnykkti við að heyra þennan boðskap. í meira en 40 ár hafði ég talið, að annað aðalverkefni skólanna væri að hafa holl uppeldisáhrif á nemendurna, og reynt af veikum mætti að starfa sam- kvæmt þeirri skoðun minni. Höfðu þetta þá bara verið grillur hjá mér? En þá varð mér hugsað til míns gamla gengna læriföður, Magnúsar Helgasonar skóla- stjóra. Mér varð hugsað til Grundtvigs, Pestalozzi og annarra frægra uppeldis- fræðinga. Þeir höfðu þá að minnsta kosti gengið með þessar sömu grillur og ég. Reyndar voru þessi orð stjórnmála- mannsins ekki sögð alveg út í bláinn, þótt langt væri skotið yfir markið. Ef til vill þyrftu uppeldisáhrif skólanna að vera stórum meiri nú en nokkru sinni fyrr, en jafnframt er vert að benda á, að aðstaða þeirra til slíkra áhrifa hefur aldrei verið eíns erfið og nú á dögum, svo sterk eru áhrif fjölmiðlanna og umhverfisins. Það má í sumum tilvikum segja, að fjölmiðl- arnir gangi rösklega fram í því að rífa niður það, sem skólamir leitast við að byggja upp, og skal ég reyna að rökstyðja það litillega. Okkur er fyrirskipað að kenna nemendum um skaðsemi áfengis og annarra skaðnautna, væntanlega til að efla með þeim bindindissemi. En ég held að varla verði sagt, að nokkurt íslenzkt dagblað hafi tekið jákvæða af- stöðu til bindindismála, síðan Sigfús heit- inn Sigurhjartarson lét af ritstjórn. En þetta og annað þessu skylt, sem jafnan er rætt um sem vandamál unglinga, en er í rauninni vandamál heimilanna og þar með alls þjóðfélagsins, væri ærið efni í aðra grein og skal ekki rætt meira að sinni. Togstreita En víkjum aftur að skólunum og því sem nefnt hefur verið uppeldi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það er misjafnt og hefur jafnan verið, hvaða takmark menn setja uppeldinu. Það er ekkert óeðlilegt, þótt sérhver kynslóð reyni að ala þá næstu upp í sínum anda, móta hana sem likasta sjálfri sér. Það væri ekki heldur heillavænlegt að varpa frá sér allri reynslu kynslóðanna, en af henni hefur menningin mótazt. En án breytinga verður heldur engin framför. Því hlýtur alltaf að togast á fastheldni við það gamla og tilhneiging til nýbreytni. Það er því næsta eðlilegt, að yngri kyn- slóðin kvarti yfir kerfinu, sem leggi sína dauðu hönd á alla framþróun, en sú eldri skelfist það stjórnleysi, sem öllu stefni beint til algerrar glötunar. Flestir hlutir þurfa þó að eiga sér form, og varla verð- ur hjá því komizt að notast við einhvers konar kerfi, þótt gjalda verði varhuga viða við því, að það kerfi leggi allt í dróma. Nýskólafyrirkomulag í Danmörku í þessu sambandi langar mig til að bregða mér 40 ár aftur í tímann, þegar ég fyrst kynntist dönskum skóla. Ég hafði lagt leið mína á fræðsluskrifstofu Kaup- mannahafnarborgar og fengið leyfi til að heimsækja skóla og jafnframt leiðbein- ingar um það, hvar helzt væri gagnlegan fróðleik að finna. Ekki var ég þó mjög hrifinn af þeim skólum, sem fræðsluyfir- völd Kaupmannahafnar mæltu helzt með. Þar var kerfið allsráðandi. Aginn minnti á heraga. Þó tel ég liklegt, að þessir skólar hafi náð sæmilegum árangri í að kenna nemendum hin ýmsu fræði, en ef til vill minni árangri í að þroska persónuleik nemendanna. Ég hafði grun um, að eitthvað frjálslegra kynni að leyn- Heilbrigð samkeppni er holl, en hún verður að haja samvinnu og samhjálp að leiöarljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.