Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 25
menn lengur. Oft vilja þær þá fara að vinna úti, en þá vaknar sú spurning, hvaða vinnu þær geti fengið. Þar sem flest störf í nútímaþjóðfélagi krefjast meiri og meiri þekkingar, er ekki margra kosta völ fyrir þær konur, sem hafa ver- ið inni á heimilum í 15—20 ár. Þeim bjóðast oftast lægst launuðu og minnst metnu störfin, svo sem frystihúsvinna, saumar, og svo mætti lengi telja; oftast störf sem fæstum karlmönnum er bjóð- andi uppá. Að minnsta kosti verða vanda- mál þessara kvenna ekki bara leyst með þvi að fá þær út á vinnumarkaðinn, eins og margar kvenréttindakonur héldu áður fyrr. Þessir erfiðleikar fara oft sam- an við breytingaaldurinn, þegar margar konur eiga við sálræn og líkamleg vanda- mál að stríða, og það gerir málið ekki auðveldara viðureignar. Ástand þessa hóps má oft ráða af misnotkun lyfja og ofdrykkju. Það er engin furða að konur á aldrinum 35—55 ára séu oftar lagðar inn á geðsjúkrahús en karlmenn á sama aldri. Þar sem breytingaaldurinn byrjar nokkru eftir 35 ára aldur, getur hann ekki verið eini valdurinn. Félagsleg taugaveiklun Víkjum nú að því, hvers vegna upp- reisn kvenna hefur átt svo erfitt upp- dráttar, og hvers vegna karlmönnum hef- ur tekizt að hefta konur í óeftirsóknar- verðum stöðum frá alda öðli. Eftirfarandi skýring hefur birzt, eftir danskan sál- fræðing (Lise Östergárd). Af ástandi þjóðfélagsins má draga þessa ályktun: Þetta hefur tekizt vegna þess að hin rikjandi hlutverkaskipting kynjanna byggist á einskonar félagslegri taugaveiklun (kollektiv neurose). Hún byggist á sömu sálfræðilegu skil- yrðum og venjuleg taugaveiklun. Eins og venjuleg taugaveiklun styrkir hún sjálfa sig, og er eins erfið viðfangs. Hugsanir taugaveiklaðs fólks eru oftast óraunsæar og hlaðnar tilfinningum, og þetta heldur ástandinu við. Tilfinningin er yfirsterk- ari hugsuninni og afbakar hana. Sjálfum er manni þetta ekki ljóst, og maður verð- ur þannig fórnarlamb hins ómeðvitaða. Hugsanir taugaveiklaðs fólks einkennast einkum af þrennu: lauslegum óraunhæf- um alhæfingum, röngum samlikingum og tilhneigingu til að taka allt bókstaflega. Nákvæmlega sömu öfl eru að baki for- dómum okkar um aðra og ekki sízt um hlutverkaskiptingu kynjanna. Eitt augljóst dæmi ætti að geta skýrt nánar hvað við er átt: Samkvæmt hefð er hlutverk konunnar að gæta heimilis og fjölskyldu. „Mamma er í eldhús- inu.......“ Og af hverju er hún nú þar? Hin eina almenna skýring á þessu er sú, að konan og aðeins konan gengur með barnið og hefur það á brjósti. En það að hafa barn á brjósti og búa til mat er ekki það sama, og af því að maður er skapaður fyrir annað, er maður ekki endilega skapaður fyrir hitt. í samfélög- um, þar sem stór hluti af ævi konunnar fer í bamsfæðingar og hún því bundin við heimilið vegna brjóstabarna, er hægt að tala um raunhæfa alhæfingu. En nú á tímum, þegar ekki eru fleiri en 1—3 börn að meðaltali í hverri fjölskyldu, og ekki hægt að segja að heimilishaldið sé lengur alvarleg kvöð, þá er það lausleg alhæfing að halda þvi fram, að það sé eðli kynþroska konu að gegna húsmóður- hlutverki. Má vera að kona velji þetta starf af löngun, eða hún sé neydd til þess, en valið byggist ekki á því að hún sé kvenmaður. Og þá kemur næsti hlekkur i keðjunni. Samkvæmt hefð hefur hlutverk konunn- ar sem brjóstmóður heft hana í hlutverk húsfreyjunnar. En hér kemur það eftir- tektarverðasta: Þetta hlutverk hefur gert konuna óeftirsóknarverða á vinnumark- aðinum, og því gert erfiðara fyrir hana að rjúfa álögin. Hvort sem kona á börn eða ekki, þá er búizt við að hún sé óör- uggur vinnukraftur vegna „kvenlegra skyldna sinna“, og í atvinnugreinum, þar sem eru jöfn laun fyrir karla og konur, leiðir hin ranga alhæfing til að kona á erfiðara með að koma sér áfram í vel launaðar stöður eða stöður sem á annan hátt eru eftirsóknarverðar. Og svo til að fylla mælinn: hin svokölluðu kven- mannsstörf, að búa til mat, sauma, hár- greiðsla o. s. frv., eru lágt skrifuð og lágt launuð. En ef eru uppi sérstakar kröfur um að þessi störf séu innt sér- staklega vel af hendi, þá verður að fá karlmenn til þess, og þá er ekki lengur talað látlaust um hlutina, en hinsvegar „yfirmatsveina", „hárgreiðslumeistara", „klæðskera“, og þessi störf verða betur launuð og hærra skrifuð. En máhð er flóknara en þetta, og hin félagslega taugaveiklun nær dýpra en til þessara yfirborðslaga; annars hefði upp- reisn kvenna fyrir löngu verið áhrifa- meiri. Þrátt fyrir ýmsar hagnýtar um- bætur, sem þakka má hinum stóru nöfn- um kvennabaráttunnar, þá er alveg furðulegt, hversu lítið hefur verið hreyft við grundvallaratriðum í afstöðunni milli kvenna og karla. Jafnvel í hópum sem eru lengst til vinstri, þar sem er unnið að jafnrétti og frelsi fyrir alla minni- hlutahópa, kvarta konur yfir kynjamis- rétti. Það eru sterk sálfræðileg öfl sem halda við status quo í þessu efni. Leikreglur karlmannasamfélagsins En hvers vegna hefur uppreisn kvenn- anna átt og á stöðugt svo erfitt með að ná marki sinu? Ef litið er á þau öfl, sem eru að baki, má komast að eftirfarandi niðurstöðu: Uppreisn kvenna hefur átt svo erfitt uppdráttar vegna flókins sam- hengis orsaka og afleiðinga, líkt því sem gerist hjá taugaveikluðu fólki; hún styrkir þá krafta sem hún rís gegn. Það er sál- fræðilegt lögmál, að sá kúgaði samsamar sig kúgaranum, ef sá hinn sami er of sterkur til að hægt sé að bregðast við honum á skynsamlegri hátt. Þannig hafa líka forvígismenn kvennabaráttunnar likt sér við karlmenn og þær hugmyndir sem með þeim ríkja. Sá armur uppreisn- arinnar, sem ekki vill gefa eftir, hefur á sinn herskáa hátt líkt sér við karlmenn, og einmitt í því eru honum settar skorður. Karlmannasamfélagið hefur neytt hin- ar uppreisnargjörnu konur til hinnar herskáu samlíkingar við karlmanninn, og þar með þvingað þær til að lúta leikregl- um þessa samfélags. Sem dæmi um þessar leikreglur má nefna, að margar kvenréttindakonur hafa viðurkennt baráttuna um álit og völd. Margar konur hafa meira að segja not- fært sér uppreisn kvenna i þessari bar- áttu. Barátta um álit og völd hefur lagt margan karlmann í rúst, ef hann hefur orðið undir í þessari baráttu við kyn- bræður sína; baráttu sem karlþjóðin hef- ur óformlega skilgreint sem æskilega. Meðal karla hafa orðið til ótal hlutverk, sem eru ekki aðeins óæskileg og eyði- leggjandi, heldur hafa það í för með sér, að margir karlar standa í raun réttri nær hinni kúguðu konu en eigin kynbræðrum. Hin herskáa kvennabylting hefur ekki aðeins tekið upp hugmyndir karlkyns- ins i staðinn fyrir að gagnrýna þær, held- ur gengur hún lengra. Hin herskáa af- staða kvenna hefur örvað eða haldið við fjölda af fölskum samlíkingum, sem er liður i varnarviðbrögðum karlmannsins og mati hans á baráttu kvenna. Einn af 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.