Samvinnan - 01.06.1973, Síða 63

Samvinnan - 01.06.1973, Síða 63
tóku allir viðstaddir þátt í þeim, að einum undantekn- um, semsé Mark Twain. Kona nokkur, sem sat rétt hjá honum, sneri sér skyndi- lega til hans og sagði: — Hvers vegna segið þér ekki neitt? Ég hefði svo gjarna viljað heyra yðar álit. Mark Twain sagði alvar- legur í bragði: — Þér verðið að hafa mig afsakaðan, frú, en ég neyðist til að halda mér utan við þessar samræður. Ég á nefni- lega vini á báðum stöðum. Richard Wagner (1813- 1883), hið fræga óperutón- skáld og rithöfundur, var ein- hverju sinni viðstaddur frum- sýningu á einni óperu sinni í sveitaleikhúsi. Aðalhlutverkið var sungið af aldurhniginni óperusöngkonu, sem átti orðið erfitt um andardrátt fyrir sakir aldurs og erfiðis. Wagner hlustaði um stund þolinmóður á söng hennar, en sneri sér síð- an að samfylgdarmanni sín- um og hvíslaði: — Þctta er fallegasta and- artepputilfelli, sem ég hef nokkurntíma heyrt. Þegar Wagner dvaldist í Berlín, bjó hann ævinlega á Iíótel Bellevue við Potsdamer Platz. Einn dag var hann á síðdegisgöngu í hverfinu um- Skozk hafragrjón Framleidd hjá fremstu hafragrjónamillu Evrópu. R.F Bell & Son Limited Edington Berwickshire / sveitina og sumarfríið Tataverzlun fjölskyldunnar cyiusturstræti hverfis torgið. Úr garði við eina hliðargötuna heyrði hann alltíeinu hljóminn frá lag- kassa, sem lék valsinn úr hans eigin óperu, „Lohengrin“. Hann nam staðar og hlustaði á valsinn til enda. Því næst gekk hann inní garðinn til að kvarta yfir hraðanum — bæklaði maðurinn með lag- kassann hafði undið hann allt- of hratt. — Getið þér ekki sýnt mér, hvernig á að leika á hann? spurði maðurinn. — Jú, ég hef sjálfur samið valsinn og ætti því að vita það, svaraði Wagner og hóf að vinda lagkassann. Maðurinn fylgdist með af 63

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.