Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 50
Haraldur Jóhannsson: UppKiaf landbúnaöar 1. Aðdragandi kvikfjárhalds og kornræktar Fátt eitt er vitað um aðdraganda þess, að menn tóku að rækta korn og temja dýr til nytja. Þær nýjungar i atvinnuháttum skilja öðru fremur á milli steinaldar hinnar nýju og steinaldar hinnar fornu. Engu að síður „hafa vandamál frumstigs landbúnaðar og upphaf fastrar bólsetu sem lífshátta skipað öndvegi í framvindu þekkingar á forsögunni síðustu tuttugu ár eða þar um bil; og á því sviði hafa til- lög rannsókna á fornleifum til þekking- ar manna á löngu liðnum tímum ef til vill verið markverðust.“i) Kvikfjárrækt og kornrækt hófu menn fyrst í nálægum Austurlöndum, ef að líkum lætur. Þar uxu villt grösin, sem menn ræktuðu fyrst. Og þar gengu villt dýrin, sem menn tömdu fyrst. Hveitigrös og bygggrös eiga sér villta fyrirrennara á hálendinu upp af sýrlenzku eyðimörk- inni, á hásléttum Anatólíu og írans. Veð- urfar á þessum slóðum í lok síðustu ís- aldar verður ráðið af líkum. „Meðan Norður-Evrópa var ísi þakin allt til Harz-fjalla og Alpa-fjöll og Pýr- enea-fjöll voru krýnd skriðjöklum, beindi hæðin yfir norður-skautssvæðinu suður á bóginn regnstormum af Atlantshafi. Stormsveipar leggja leið sína yfir Mið- Evrópu, en fóru þá yfir Miðjarðarhafs- lægðina og Sahara norðanverða og ollu ekki úrkomu í Libanon, heldur báru raka yfir Mesópótamíu og Arabíu, til Persiu og Indlands. Skorpin eyðimörk Sahara naut þá reglulegrar úrkomu, og austan henn- ar rigndi ekki aðeins oftar en nú, held- ur líka allan ársins hring, en ekki aðeins á veturna. Þótt úrkoma á hásléttum frans hrykki ekki til viðhalds víðáttumiklum skriðjöklum, fyllti hún geilarnar miklu, sem nú eru seltnar eyðimerkur, svo að þær urðu grunn stöðuvötn, sem drógu úr hörku veðurfarsins . . . .. . Talið verður, að Norður-Afríka, Ara- bía, Persía og Indus-dalur hafi þá verið hálendi og gresjur áþekk þeim, sem nú eru norðan Miðjarðarhafs, þótt mestöll Evrópa væri þá freðmýrar og harðbalar, sem um næddu vindar og báru með sér uppfok og ryk, sem á þeim hlóðst upp. Mammúðar, loðnir nashyrningar og hreindýr voru á beit í Frakklandi og Suð- ur-Englandi, en jurtagróður i Norður-Afr- íku mun hafa verið áþekkur því, sem nú er í Ródesíu. Á svæðum, sem nú eru eyði- merkur einar, eru til sannindamerkis um það myndir höggnar, ristar eða málaðar á kletta, handverk manna sem sér til framfæris veiddu fíla, flóðhesta, dádýr og villta nautgripi, villta asna og önnur dýr gresjanna og hlébarða, ljón og birni, sem á þau lögðust. Margar slíkar myndir hafa fundizt í Atlasfjöllum, í Sahara, í Fezzan, i Tripólítaníu, í Querat-vin, í eyðimörkinni beggja vegna Nílar og jafn- vel í Arabíu.“2) Breytingar á veðurfari, sem hófust um 9000 f. Kr., kunna að hafa orðið keyri á ættflokka, sem kunnu vel til veiða og fæðusöfnunar, til að hefja nýtingu korn- grasa og tamningu dýra. 2. Frumskeið kvikfjárhalds og kornræktar í nálægum Austurlöndum verður greint skeið á milli steinaldar miðrar og stein- aldar hinnar nýju. í írak, rétt sunnan landamæra Tyrklands, í botnlagi upp- graftar við Zawi Chemi, var byggt ból 9200-8900 f. Kr. Hafa frá því fundizt leif- ar kvikfjár, sem og kvarna, steinlims, kornstauta og sigða úr tinnu. íbúarnir kunna samt aðeins að hafa nytjað villt grös. Til frumskeiðs steinaldar hinnar nýju heyrir einnig menningarskeið í Sýrlandi og Palestinu á tiunda árþúsundi f. Kr., en það er kennt við Wadi-en-Natuf, dal í Palestínu. íbúarnir, nefndir Natufar í styttingarskyni, bjuggu í þorpum. Þeir virðast ekki hafa haldið húsdýr, þótt viðurværi þeirra væri að miklu leyti villi- bráð og fiskur. „Sigðir þeirra voru sér- kennilegar, gerðar úr íboginni umgerð úr beini, sem í voru festar tennur úr stutt- um tinnubrotum.“3) Við áhöld til upp- skeru, áþekk áhöldum þeirra, var notazt fram á steinöld hina nýju. Beinagrindur þeirra benda til, að þeir hafi verið af evrafrísku kyni. í Jeríkó, sem stóð á svæði Natuf-menn- ingarinnar, var byggt ból þegar á tíunda árþúsundi f. Kr. Á áttunda árþúsundi f. Kr. færði það snögglega út kvíar. Jeríkó varð að bæ, sem náði yfir tíu ekrur. „Þessi skyndilega útþensla, sem Jeríkó tók, hlýtur nær áreiðanlega að hafa orð- ið eftir upptöku ræktunar hveitis og byggs í þessari vin, sem stendur 200 m. undir sjávarmáli. Hún bendir til, að þá hafi jarðrækt, en ekki einungis söfnun mat- fanga, verið komin til sögunnar. Kornbúr hafa að sönnu fundizt . . . Um búfjár- hald hefur enn engin vísbending fundizt, og dádýraveiðar kunna að hafa lagt í- búum Jerikó til kjöt . . . Vöxtur Jeríkó hefur bersýnilega ekki verið grundvall- aður á dýraveiðum og fiskveiðum. Og til að fæða samfélag tveggja þúsunda manna eða fleiri hlýtur akuryrkja að hafa verið stunduð. Það er hins vegar ákaflega ósennilegt, að jarðyrkja hafi blómgazt betur við Jeríkó, 200 m. undir sjávarmáli, en annars staðar í Palestínu. Um eina eða aðra tekjulind hlýtur að hafa verið að ræða, og hún hefur senni- lega verið verzlun. Jeríkó var vel stað- sett með tilliti til verzlunar; hún hafði forgang að auðlindum Dauðahafs, salti, tjöru og brennisteini, verðmætum afurð- um í frumstæðum þjóðfélögum. Obsidian, nefrít og aðrir grænir steinar frá Anat- ólíu, tyrkjasteinsplötur frá Sínai og skelj- ar úr Dauðahafi hafa fundizt meðal leifa bæjarins . . . Áhöld úr steini þar teljast afbrigði frá frumskeiði steinaldar hinnar nýju, og örvaroddar eru fágætir.“4) Kornrækt og kvikfjárhald höfðu verið Dœmigerðir hlutir frá Zawi Chemi, þorpi frá þvi 9200—8900 fyrir Krist. Meðal þeirra bein- hnífur með tinnublaði, beinhandfang af sigð, grópaðir steinar, útskorin bein, skartmunir o.fl. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.