Samvinnan - 01.06.1973, Side 57

Samvinnan - 01.06.1973, Side 57
sem ég hef sagt þér, ég hef eingöngu sagt hvað mér finnst. Kannski er ég bara að brjóta niður skoðanir þínar, af því þú ferð í taug- arnar á mér. Ertu að meina þetta? Já, nei, ég veit það ekki. Þú ert svo áhrifa- gjörn, þú verður að mynda þér þínar eigin skoðanir og standa fast á þeim, því það er hægt að færa rök fyrir næstum öllu sem mað- ur segir. Hættu að eltast við fólk sem talar ekki um annað en að opna sig hvert fyrir öðru, en blaðrar svo bara um fólk sem er ekki alveg eftir þeirra skoðunum, og þess- vegna ómögulegt. Vertu þú sjálf, hver ein- asta mannsekja er þannig útbúin að hún get- ur lifað af sjálfri sér, bara ef hún er raun- sæ. Farðu nú frá, ég þarf að fara að vinna. Það er fullt tungl í kvöld, langar þig að koma út á Nes og tala við karlinn í tunglinu? Já, komdu og náðu í mig þegar sólin er setzt, því þá hætti ég að vinna. III. Ég iabba um bæinn okkar, pínulítið hrygg, af því stundum gefur þú mér ekki nóg af öllum þeim skilningi, sem ég veit að þú býrð yfir, og pínulítið hamingjusöm af því þú ert mér betri og réttlátari en nokkur annar. Hef- ur þér ekki skilizt að ég vil ekki vera fyrir þér, að ég vil ekki að þér finnist þú vera bundinn mér, eins og maðurinn bindur hund- inn við kofann sinn? Ég vil bara að við getum talað saman, og skilið hvort annað. Veiztu að þegar þú tókst í höndina á mér, þá var ég að missa fótfestuna, ég var hætt að hugsa um hvort ég væri eitt eða annað. Ég vissi ekki hvar ég var, eða hvaða dagur var, enda skipti það ekki máli, það eitt að þín hönd var traust og hélt augnablik um mína var nóg til að ég gat byrjað á nýjan leik. Svo baðstu mig að gera þér smágreiða, og sem þökk fyrir hand- artakið þitt sagði ég já. Hefði ég vitað að þetta „já“ ætti kannski eftir að eyðileggja vináttu okkar og kærleik, þá hefði ég sagt nei. Ég get ekki gert að því, þó mér þyki vænna um þig en aðra, og ég get ekki stjórnað því að i hvert sinn, sem ég segi eitthvað, er ég að segja þér það, að í hvert sinn sem ég er góð við einhvern, er ég að vera góð við þig. Þetta er mér bara eðlilegt og eiginlegt. Sólin er orðin þreytt og ætlar að leggjast til hvílu niðri í sjónum. Hún hefur litað um- hverfi sitt rauðglóandi, og ég stend beint á móti miðdepli hennar. Ekkert er til nema ég og hún. Á milli okkar er bein braut, sem hvílir algjör kyrrð yfir, það er eins og tíminn hafi stoppað. Þessvegna brá mér svo þegar hjörturinn stökk út á brautina og æddi á móti mér, um leið og hann sá mig stoppaði hann. Ég tók hárlokk og spennti hann, lagði eitt af áhyggjuefnum mínum á, eins og bog- maðurinn leggur örina á strenginn sinn. Bæði eigum við jafnmikinn rétt á að vera hér, við göngum hægt móti hvort öðru, bæði í von um að hitt gefist upp áður en bardaginn hefst. Það er ekki fyrr en við stöndum beint á móti hvort öðru að við lítum upp, og I augu hvort annars. Gefðu mér líf, segja augun hans. Af hverju ætti ég að gefa þér líf, litli hjörtur? Þér sem raskaðir rónni milli mín og áólarinnar. Hann segir ekkert, labbar bara að mér fullur trausts, og nuggar kollinum sínum í mig. Saman horfum við á sólina hverfa, og hann labbar burt í leit að nýjum ævintýrum, en ég labba niður í bæ til að sækja þig. IV. Sjáðu hvernig tunglið ryðst fram úr skýj- unum. Litirnir sem flæða út úr því og renna á braut umhverfis það eru svo fallegir, að ég efast um að þeir séu raunverulegir. Getur verið að tunglið sé að koma niður á jörðina, sjáðu það stefnir þeint á okkur. Þorir þú að vera sá sem talar fyrstur við karlinn í tunglinu? Ég veit ekki hvort ég þori það. Nei, nú er það hætt að koma í átt að okkur, en heilu tónverk- in streyma út úr því, og stórt líkneski situr fyrir framan það, og segir: Komið nær, komið nær. Ég vil ekki fara, en það er eins og öllum vilja mínum hafi verið kippt undan fótum mín- um. Ég svíf á móti tónunum, en samt sit ég Skógarþrestirnir skríkja í dúr en Jónmundur blistrar í moll, en það kemur til af því að hann er hálf-laglaus. Ekki er samt um það að sakast þar sem andinn er hinn sami. Auðvitað hefur aldrei hvarflað að honum að hann sé einskonar skógarþröstur, afturámóti mætti með nokkrum sanni segja að hann sé ekki óskyld- ur þessum söngglaða fugli í andlegum skiln- ingi. í líkamiegum skilningi er vart hægt að hugsa sér meiri andstæður, því Jónmundur er mikill vexti í öllum skilningi og hann getur líka ennþá á steininum úti á Nesi. Ég skil ekkert, ég bara nýt þess að vera til. Ef ég þá er til, kannski er ég dáin. Allt í einu man ég hver ég er, og ég gríp dauðahaldi í nafnið mitt, en aftur er öllu kippt undan fótunum á mér, og ég líð út í geiminn. Svo hættir allt snögg- lega, og við sitjum alveg eins og áðan á steininum. Undarleg þögn er yfir öllu. Var þetta allt ímyndun? Nei, þú ímyndaðir þér þetta ekki. Við höf- um verið í sambandi við alheimssálina eitt augnablik. En Ijósin sem ég skynjaði, hvað var það? Ljós lífsins, eða það held ég. Mér er orðið svo kalt, eigum við ekki að fara heim? Jú, komum heim. Og með undarlega skynjun í sálunum göng- um við hönd í hönd, eftir strætum borgar- innar og heim. ♦ verið harður í horn að taka ef svo ber undir, t. d. hefur hann rifið kjaft við ósvífna bfl- stjóra sem halda þeir séu eitthvað og lamið nokkra komma í hausinn með kylfunni sinni (að sjáifsögðu mjög laust) svo tvö dæmi séu nefnd. Ekki hræðist hann heldur drukkna menn þótt óðfúsir séu í slagsmál og rök hrína vart á honum fremur en skvett sé vatni á gæs. Ekki má samt skilja það svo að hann sé algerlega rökheldur því skynsamlegar rök- semdir getur hann vissulega tekið til greina, Oddur Björnsson: Hún Gunna Teikning: Sigurður Örn Brynjólfsson BURLESKA 5T

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.