Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 20
SAMVINNA Áskell Einarsson: Samvinnuhreyfingin og byggðaþróunin Þeirri sögulegu blindu bregður oft fyrir, að sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar hafi fyrst og fremst verið stjórnarskrárbar- átta, sem háð hafi verið af alþingismönn- um við dönsk stjórnvöld. Ekki þarf mikla sögulega yfirsýn til að komast að raun um, að baráttan fyrir sjálfstæði þjóðar- innar var jöfnum höndum háð á vett- vangi atvinnulífsins og stjórnmálanna. Baráttan fyrir brauðstritinu varð að fylgja hinni pólitisku þróun eftir, svo að þjóðin gæti verið þess umkomin að skapa af eigin rammleik sjálfstætt þjóðríki i landinu. Engum manni var þetta ljósara en Jóni Sigurðssyni forseta. Með skrifum sínum hvatti hann landsmenn til átaka um bætta atvinnuhætti og úrbætur í verzlun. í bók sinni „íslenzk samvinnu- félög 100 ára“ færir Arnór Sigurjónsson rithöfundur rök að því, að fyrstu verzl- unarfélögin hafi verið stofnuð fyrir á- hrif og vegna áskorana Jóns Sigurðsson- ar. Glöggt dæmi um þetta bendir Arnór á, að í Nýjum Félagsritum 1847 hafi verið svo sagt frá tildrögum að stofnun fyrstu verzlunarfélaganna: „Ásigkomulag verzl- unarinnar á Húsavík og i Eyjafirði vakti og bætti samtök verzlunarfélaganna i Háls- og Ljósavatnshreppum í Suður- Þingeyjarsýslu 1844.“ Arnór Sigurjónsson rekur það í bók sinni, að verzlunarfélögin í Háls- og Ljósavatnshreppum hafi verið stofnuð einum mánuði áður en vefararnir i Rochdale stofnuðu kaupfélag sitt. Verzl- unarfélögin á íslandi eru þvi eldri en fyrsta reglulega kaupfélagið. Vísir að uppbyggingu kaupfélaga Á stofnfundi Búnaðarfélags fyrir suð- urhluta Þingeyjarsýslu, sem haldinn var að undirlagi séra Jóns Kristjánssonar, alþingismanns í Yztafelli, 4. og 5. apríl 1854 að Einarsstöðum í Reykjadal, var gerð mjög athyglisverð samþykkt um verzlunarmál. Samkvæmt áformuðu skipulagi skyldi héraðsbúnaðarfélagið skiptast i þrjú félög. Skyldi eitt þeirra annast búnaðarmál almennt. Annað skyldi sérstaklega hafa umsjón með á- setningi bænda og verða einskonar fóður- birgðafélag. En hið þriðja skyldi vera verzlunarfélag. í verzlunarsamþykkt stofnfundar Búnaðarfélags Suður-Þing- eyjarsýslu var því byggt á hreppsskipulag- hiu, með .verzlunarfélagi.í hverjum hreppi eða fleiri en einum, ef hentugra þykir. Til þessa fyrirkomulags má rekja núver- andi deildaskiptingu kaupfélaganna. f öðrum lið verzlunartillagna Einarsstaða- fundarins er lagt til, að hreppaverzlun- arfélögin skuli vera í eins nánu sambandi sín á milli og kringumstæður leyfa. Hér er að finna vísi að uppbyggingu héraðs- kaupfélaganna, sem er það skipulags- form, sem kaupfélögin byggjast á enn i dag. í þriðja lið var svo kveðið á um, að umboðsmenn félaganna skuli semja áætlun um vörumagn hvers félags og leita fyrir sér i sameiningu, hvar beztu kaupa er að vænta. Mætti til hægðarauka velja til þessara framkvæmda þá um- boðsmenn, sem eru næstir verzlunarstöð- um. Hér er að leita upphafs að kaupfé- lagsstarfsemi þeirra tíma, með sérstökum kaupstjóra, en svo voru nefndir kaup- félagsstjórarnir á fyrstu árum kaupfé- laganna. Þá var og lagt til, að hvert „hreppsfélag" gangi i sameiginlega og gagnkvæma ábyrgð á skuldum félags- manna. Til þessa ákvæðis er að leita sam- ábyrgðar kaupfélaganna sem hélzt ó- breytt allt til 1937; þá var ábyrgðin tak- mörkuð við kr. 300,00 á félagsmann. Sam- ábyrgðin átti djúpar rætur í félagsmála- kerfi sveitanna. Sameiginleg framfærslu- skylda var félagslegur grundvöllur hrepp- anna, sem var eðlilegt að næði einnig til hinna nýju verzlunarfélaga. Verzlunarfélögin voru liður í atvinnu- legri vakningu sveitanna við hlið búnað- arfélaganna, sem hvor tveggja byggðust upp á ramma sveitarskipulagsins. Þessi samofnu tengsl taka af öll tvímæli um þaff, aff verzlunarfélögin voru byggffa- hreyfing sem hafði þaff höfuffmarkmið aff bæta kjör fólksins meff samkaupum á erlendri vöru og samlagi um sölumeffferð á afurffum bænda. Búnaðarfélögunum var hins vegar ætlað að gangast fyrir bættum búskaparháttum, svo sem jarð- rækt og búfjárrækt. Þessar félagsmála- hreyfingar hafa æ síðan verið nátengdar og unnið i raun og veru hlið við hlið allt fram til þessa dags. Þær eru fyrstu skipu- legu samtökin í landinu, sem beinlínis stuðla að byggðaþróun og eflingu lands- byggðarinnar á íslandi. Nýtt skipulag umdæma Þau verzlunarfélög, sem ekki byggðust á hreppakerfinu, svo sem Gránufélagið og Borðeyrarfélagið, virtist skorta félags- legar rætur í bændaþjóðfélaginu, og liðu þau þvi fljótlega undir lok. Þetta sýnir á ljósan hátt hin nánu félagslegu tengsl sveitarfélagsumdæmanna og kaupfélags- deildanna, sem enn í dag er hinn félags- legi grundvöllur þeirra. Hin héraðslegu áhrif af samlagi deild- anna í eitt kaupfélag var efling verzlun- armiðstöðvar (þéttbýliskjarna), sem oft- ast varð þar með héraðsmiðstöð. Kaup- félagshreyfingin hefur með skiptingu landsins í kaupfélagssvæði skapað ný umdæmi, sem eru sérstök verzlunarsvæði hvert um sig, með einum aðalviðskipta- kjarna svæðisins. Þessi nýju héraðsum- dæmi eru í senn þjónustu- og viðskipta- heildir. Þannig hafa kaupfélögin skapað nýtt skipulag umdæma í efnahagslegri merkingu, oft þvert á rikjandi sýsluskipu- lag. Með sama hætti hafa kaupfélags- deildirnar áhrif á hreppaskipanina. Það er hægt að finna mörg dæmi um hreppa- skiptingu, sem leitt hefur af deildaskipt- ingu innan kaupfélaganna. Þetta sýnir á ljósan hátt, hve margþætt áhrif kaup- félagshreyfingarinnar hafa verið á það félagskerfi, sem samvinnufélagsskapur- inn sækir rætur sínar til hér á landi. Á siðasta ári átti elzta kaupfélag lands- ins, Kaupfélag Þingeyinga, níutíu ára starfsafmæli og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga varð 70 ára. Segja má með fullum rétti, að mikil reynsla sé komin á gildi samvinnuhreyfingar fyrir islenzkt þjóðlíf. Vöxtur og viðgangur samvinnu- hreyfingarinnar hafi sýnt og sannað, að hún hefur gegnt mjög þýðingarmiklu Verzlunarhús Kaupfélags Rangœinga á Rauðalœk. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.