Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 36
Þráinn Bertelsson: Löngu áður en tímatal okkar hófst, var ljóðasmíð háþróuð með Kínverjum. Á tímum T’ang-keisaraættarinnar, 618 til 907, náði hún fullum þroska; bernsku- skeið hennar var á enda runnið. Á þessum einkennilegu tímum, þegar stjórnendur ríkisins og embættismenn voru einnig helztu lista- og andans menn þjóðarinnar, var uppi mesta skáld kín- versku þjóðarinnar — Lí Pó. Þegar í lifanda lífi tók að stafa frá Lí Pó goðsagnakenndum ljóma. Tíu vetra gamall kunni hann á fingrum sér alla söngvana í Sjí King, og næstum um svip- að leyti kom ljóðræn gáfa hans í ljós í hinu hrífandi smáljóði um eldfluguna — en það er aðeins fjögur vísuorð og stendur kveðskap hans á fullorðinsárum ekki langt að baki. Á æskuárum reikaði hann frá einu hér- aði til annars og stráði léttúðugum heimslystarvísum á báða bóga. Á flakki sínu gekk hann að eiga konu, en hún hljóp frá honum í miklum flýti, þegar frægðin lét á sér standa. Um tíma dró hann sig í hlé frá heimsins skarkala og hélt til fjalla ásamt nokkrum öðrum skáldum, sem svipað var ástatt fyrir, og „slæpingjarnir sex í bambuslundinum“ ortu af hjartans lyst og drukku eins og þeir gátu torgað. Tvítugur að aldri stóðst hann bók- menntapróf með láði og var þegar víð- kunnur sem skáld, er ljóð hans náðu eyr- um manna við hirðina og til nánustu gæðinga keisarans sjálfs. Þegar hann síðan kom sjálfur, tók hinn voldugi ein- valdur honum opnum örmum, og honum voru fengin herbergi í keisarahöllinni. Og nú rann upp sú tíð, er dekrað var við Lí Pó fram úr öllu hófi. Asnaspörk hans í ölæði keyrðu aldrei svo um þverbak, að honum væri ekki jafnan fúslega fyrirgefið af hinum mektuga verndara sínum. Eitt sinn hélt hann þrumandi ræðu gegn keis- aranum, íklæddur skartklæðum sem keis- arinn sjálfur var að enda við að gefa honum. Við annað tækifæri fékk hann óvænta kvaðningu um að koma til hirðarinnar, þegar hann var útúrdrukkinn að þvæl- ast um götur borgarinnar. Það var fyrst eftir að hafa skvett yfir sig úr mörgum fötum af köldu vatni, að hann var fær um að ganga fyrir hátignina — en þá mælti hann af munni fram nokkrar af beztu Ijóðlínum sínum, eins og ekkert hefði í skorizt. Enginn tók Lí Pó fram i þeirri list að mæla ljóð af munni fram. Oftlega bar það við í nærveru keisarans, að hann færi með smámeistaraverk innblásinnar ljóðgáfu, sem höfðu orðið til í hrifningu augnabliksins, en höfuð rikisins flýtti sér eins og lífið lægi við að festa orðin á blað, svo hann gæti síðar samið músík við ljóðin til að leika undir, þegar Lí Pó söng. Endalokin En Lí Pó hlaut sömu örlög og margir aðrir, sem lukkan hefur gert sér sérdeilis títt um; hann féll með brauki og bramli. Þegar keisarinn eitt sinn á léttúðar- augnabliki skipaði hinum volduga hallar- geldingi, Kaó Li-shih, að krjúpa fyrir fótum skáldsins og losa um skóbúnað hans, færði keisarinn skáldjöfrinum óvit- að ofstækisfullan hatursmann. Þetta leiddi til þess, að í fyllingu tímans varð Lí Pó, eins og svo margir aðrir, fórnar- lamb í refskák metorðanna við hirðina og varð á nýjan leik að hefja sitt föru- mannslíf með staf og mal. f uppreisninni miklu gegn keisaranum var honum varpað í dýflissu, saklaus kærður fyrir landráð, og ekki munaði nema hársbreidd, að hann hlyti dauða- refsingu. Síðar var hann útlægur ger, og hann var orðinn gamall maður, þegar hann gat komið aftur. Þá var ævi hans næstum á enda, og nótt eina þegar hann reri út á báti hvarf hann, er hann gerði tilraun til að faðma vin sinn, mánann í vatnsborðinu. StaSreyndir í þessum blíða, melankólska ljóma stóð Lí Pó í augum samtíðar sinnar og þannig komu seinni kynslóðir til með að minnast hans. En eins og svo oft í sögu og bókmennt- um Austurlanda lenti raunveruleikinn í skugga ævintýrsins. Landsmenn hans vildu gjarna líta á líf og lifnaðarháttu Lí Pós eins og gert var í fornum heim- ildum. Þegar nýrri rannsóknir hættu að einblína á sögusagnir og staðreyndirnar um örlög Lí Pós tóku að koma i ljós, fóru Kinverjar að láta sér skiljast, þótt með semingi væri, að ævintýrasögurnar um hann samræmdust sárasjaldan sagn- fræðilegum staðreyndum. Og lífsferill hins gamla skálds tók á sig allt aðra mynd, og persónuleiki hans sem mann- eskju varð ekki jafnstórbrotinn. Fjölskyldu Lí Pós þótti gaman að gefa í skyn, að hún væri komin af fursta nokkrum í héraðinu, sem uppi var í Kína- veldi á fimmtu öld — ekki sízt vegna þess að keisarar af T’ang-ættinni gerðu tilkall til hins sama. Að vísu gat hvorug fjöl- skyldan i alvöru rakið ætt sína aftur til þess gamla fursta, en þetta hindraði þó ekki Lí Pó á seinni árum i því að ávarpa meðlimi keisarafjölskyldunnar sem frændur og frænkur — og ekki hindraði það heldur keisarafjölskylduna í þvi að líta á hann sem fjarskyldan ættingja, sem byggi við dálítið þröng kjör. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma fæddist Lí Pó árið 701 í Sújab, þar sem nú heitir Tokmak i sovétlýðveldinu Túrkest- an. Foreldrarnir fluttust samt innan tíðar til Ch’ang-ming í nágrenni þáverandi Szechwan. Vel getur verið, að Lí Pó hafi verið um það bil fimm ára, þegar fjöl- skyldan flutti búferlum, og samkvæmt þeirra tíma heimildum lítur út fyrir, að þá þegar hafi verið vaknaður áhugi hans á ljóðlistinni. Sjálfur segir hann, að við föðurkné hafi hann lært gamalt ljóð eftir Sú-ma Hsíang -jú — þetta er sennilega eini fóturinn fyrir því, að tiu vetra gamall hafi Lí Pó kunnað á fingrum sér söngvana í Sjí King, sem eru meira en þrjúhundruð talsins. Sagan um, að hann ætti á sama tíma að hafa skrifað ljóðið um eldfluguna, er ör- ugglega hreinn uppspuni; eftir öllu að dæma mun hann hafa ort ljóðið einhvern tíma um þrítugt. Fyrstu ljóð Lí Pós urðu annars til, þegar hann var fimmtán ára gamall, og voru þar fyrir utan rituð í fú-stíl — sem er eins frábrugðinn hætti „Eldflugunnar“ og mest má verða og auk þess auðveldari í meðförum, hreint tækni- lega séð. Raupari Þegar á unga aldri var Lí Pó dálítið raupgefinn. Þetta eltist ekki af honum. Sem fullorðinn maður leit hann um öxl til fyrstu æskuáranna og sagði: „Þegar ég var fjórtán ára gamall, var ég þegar farinn að rita ljóð í fú-stíl, sem stóðust samjöfnuð við verk Sú-ma Hsíang-jús, og valdhafarnir voru farnir að líta vinsam- lega til mín.“ Þessi athugasemd er í raun og sannleika frábær, vegna þess hve ýkj- urnar eru miklar. Væri hún sönn, hefði Lí Pó án efa séð um, að þessi meistaraverk glötuðust ekki eftirkomendum. En gæði þess, sem til er af fyrstu ljóðum hans, eru mjög takmörkuð. Og eftir það eitt að hafa lesið þessi bernskubrek, gæti eng- inn maður sagt fyrir um, hvílik meist- araverk höfundurinn átti eftir að skapa, þegar tímar liðu fram. Það var ekki fyrr en um nítján ára ald- ur, að Lí Pó tók fyrir alvöru að gefa sig skáldskapnum á vald. Þá komst hann í kynni við einsetumann, sem gekk undir nafninu „Meistarinn frá klettinum í austri“, með þeim afleiðingum að Lí Pó hélt að heiman og settist að hjá einbú- anum í fjöllunum. Síðar sagði hann frá 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.