Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 54
Siglaugur Brynleifsson: Endurlausrein Tileinkað Sigurði Erni Steingrimssyni. I. Tómleiki orðanna brotin innsiglin rústirnar við þjóðveginn bak við tónmjúkar nætur og tímleysi tærður hefurðu stefið gegn leysingavatni fortíðarinnar engin stöðvun á þessum halla fleti skip þín renna út í blámann Dagurinn titrar í birtubrigðunum húmið leggst á stíg ambáttanna lokastíginn endalausar víðáttur ógna þér ámáttkir dagar koma og renna gegnum greip þína myrkviðurinn þyrnaður verður þér skjól í skógi hugsaðra illvirkja sveimar þú í hráu Ijósi teningurinn veltur yfir líf þitt í djúpu kerinu hann verður þér leiðin að lokum kaldur er skuggi þinn II. Þungur bláminn hellist yfir grátt strætið sem syngur við hjólbarðann blátt stálið þú bíður á horninu undir yfirskininu fokheldu og gegnheldu Yfirþyrmandi munaður djúpa nautn fullkomna uppgjöf sem ógnar þér undir forskyggninu Krypplingamergðin styður sig við stálhækjur skokkar framhjá þar sem þið sitjið við gráblátt hafið um óttuskeiðið á flótta undan afstyrminu sem ógnar með hækjunni saungur hækjunnar býr í vitund ykkar tærðir friðleysi leitið þið undan dagarnir endurtaka sig Eldar kyntir á framandi ströndum sigra ei rökkvann ... Hljómurinn bíður að leiðarlokum tónsprotinn liggur við veginn hulinn þeim sem fer veginn áttleysi dæmdur dæmdur hækjunnar hljómi tærður af kvíða Morðið sem aldrei var framið er martröð þín þessa svörtu nótt hljómandi nóttin og þú gengur djúpan stíginn grasigrónar göturnar lokaleiðin þar sem eldsúlan rís upp af auðri strönd III. Stundum væntirðu dauðans vonar og vilt að hann komi komi og hverfi með þér hverfi og sé eigi lengur von þín treganum blandin það er í kvöld sem hann kemur kemur og hann verður þú Dauðinn sem bíður og beið okkar og bíður við hornið þar sem vorið fór um og vorið er liðið Sumarið senn á enda haustið er komið með dauðann í för bak við hafið og himininn bak við blámann og skýin sem við sáum um haustið hann bíður okkar senn Því þú ert dauðinn sem þíður sumarið senn á enda sveipast húmblæjum foldin himinninn tjaldar svörtu og nóttin syngur sænum þá söngva sem óma í djúpunum bak við hafið og himininn bak við blámann og skýin sem við sáum um haustið Það er í kvöld sem þú gleymir kastar af höndum þér öllu ilmi úr jörðu blómum ást tunglskini skýjum angan af vori himni jörðu og hafi hverfur því þú hefur sigrað það er í kvöld sem þú kemur því þú ert dauðinn sem kemur IV. Við fyrstu tunglkomu urðu víðátturnar meiri tunglskinið bjartara mosadýin djúpgul uppspretturnar hjöluðu Rosabaugur um tunglið rauð ský yfir uppsprettunum bólgnir flákar þutu yfir himinhvolfið óveðrið ýlfraði hærra kliði uppsprettunnar Þessi ský þessir flákar hvað varst þú hvað voru dimmir flákar hlekkirnir lágu í sefinu tunglin urðu fleiri Sefið bylgjast í laufvindunum svartir hlekkirnir glitra rosabaugur um tunglið og hlekkirnir voru þungir svarbláir frostbólgin dýin Að vori kliðar uppsprettan dýin gulna máninn kviknar glitrar landið Við síðustu tunglkomu brast fjöturinn kalt stálið skein við fölvan mánann augu ormsins brotin sefið grænt og rakt í hvítri birtu Mosinn er gulur máninn rauður og gyllir víðernin eru bláhvít sefið sem hylur brotin 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.