Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 24
Gu&finna Eydal
UM HLUTVERKASKIPTINGU
KYNJAN N A
Ef reynt er að henda reiður á, hvernig karlmannsins, og heimilið konunnar.
karlar og konur hafa öðlazt svo ólik hlut- Svona er þetta i stórum dráttum ennþá,
verk sem raun ber vitni, er oft bent á og fæstar konur eru þess meðvitandi, að
að líffræðilegur munur hafi valdið vinnu- þessi skipting sé röng. Þess vegna rísa
skiptingunni áður fyrr. í okkar menn- þær ekki gegn henni. Ekki er að búast
ingu er það árþúsunda hefð, að karlar við stuðningi frá körlum. Þeir hafa not-
fari á veiðar, heyi stríð o. s. frv. Þar sem ið ýmissa forréttinda, og forréttindi láta
karlmaðurinn sá um flesta hluti utan menn sjaldnast af hendi ótilneyddir.
heimilisins, kom það eðlilega í hans hlut Til að vita, hvar fólk á heima í stétta-
að yfirgefa það, þegar smáframleiðslan þjóðfélagi, notum við ýmis hjálpargögn.
á heimilunum breyttist i verksmiðjufram- Þar eru aldur, kyn, menntun og staða
leiðslu og því um likt. Þá kom barnaupp- þyngst á metunum. Þessi atriði eru ná-
eldi og heimilisstörf i hlut konunnar, og tengd, þvi að kyn og aldur ráða oft miklu
þar með fengu kynin gjörólík hlutverk. um það, hvort maður hlýtur menntun, og
Atvinnumarkaðurinn varð yfirráðasvæði þá hvaða menntun maður fær. Menntun
og kyn ráða meðal annars því, í hvaða
stétt maður lendir og hvaða hlutverki
maður gegnir i samfélaginu.
Hvernig kynið eitt ræður stöðu manns,
kemur skýrast í ljós i hinu hefðbundna
húsmóðurhlutverki konunnar; konur
meta sig gjarnan eftir því, hvernig þeim
tekst að halda heimili og hvernig þær
sjá um börnin.
Hvernig stendur á því að uppreisn
kvenna gegn kynj amisrétti hefur átt svo
erfitt uppdráttar? í grófum dráttum má
segja, að konan hugsi enn um börnin,
manninn og heimilið, að fáar konur leggi
út í langskólanám, flestar vinni frekar
meðan „hann“ er við nám, og ef þær leggi
út i eitthvert nám, þá velji þær gjarnan
eitthvað sem hæfir kvenhlutverki þeirra,
svo sem fóstra, kennari eða hjúkrunar-
kona. Það gæti nefnilega komið sér vel
að hafa einhverja menntun til að hlaupa
uppá, ef hana langar eða hún þarf að
vinna úti.
Af hverju er þessu svona farið? Eru
þessi hlutverk aðeins ætluð konum, og
er það eðlilegt, að þær velji störf í sam-
ræmi við kyn sitt og eðli, eða er eitthvað
annað að verki, og þá hvað?
Fárra kosta völ
Konur víða um heim hafa bundizt sam-
tökum um að reyna að gera konuna
„frjálsa“ og sýna henni fram á, að hlut-
verk hennar í samfélaginu hingað til sé
ekki meðfætt, ekki háð hormónastarf-
semi, og stafi ekki af því að sálarlíf henn-
ar sé svo frábrugðið sálarlífi karlmanns-
ins, heldur sé þessi fasta hlutverkaskipt-
ing afleiðing af því samfélagi sem við
lifum i; hvernig það hefur ákvarðað og
ákvarðar, hvað hæfi konum og hvað karl-
mönnum. Einnig hafa kvenréttindakonur
reynt að vekja kynsystur sínar til vit-
undar um rétt sinn til að geta hugsað og
skilið eitthvað af því sem gerist i um-
heiminum, sem kannski stuðlaði að því
að konur fengju meiri sjálfsvitund og
innihaldsmeira líf. Það eru aðallega kon-
ur á þrítugsaldri, sem hafa tekið þátt í
umræðum um þessi mál; þær hafa oft
fengið tiltölulega góða menntun (a. m. k.
miðað við konur), og þær tilheyra oftast
efri stéttum þjóðfélagsins. Hvort þær
hafa lent þar fyrir tilverknað mannsins
eða af eigin rammleik skiptir ekki öllu
máli. Það sem máli skiptir er, að þessi
hópur kvenna hefur orðið minnst fyrir
barðinu á kynj amisréttinu; hann er
minnst kúgaður, og því engin furða að
hæst heyrist í honum. Á sama hátt eru
það ekki verst menntuðu negrarnir sem
blanda sér i umræður um kynþáttamis-
rétti, og lægst launuðu verkamennirnir
þegja oft um launamisrétti. Þannig er
það einnig um konurnar milli 35 og 70
ára; þær ræða sjaldnast um kynjamis-
rétti, þó þær verði mest fyrir barðinu á
því. Margar þessara kvenna hafa orðið
fórnarlömb taugalyfja, þegar tilveran
hefur orðið þeim óbærileg. Þær hafa allt-
af átt að vera til taks þegar einhverjum
í fjölskyldunni þóknast, og síðan, þegar
notagildi þeirra fer að minnka, finnst
þeim þær ekki hafa tilverurétt sem kven-
24