Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 40
Sögulegir kastalar setja svip á landslagið við Jangtze-ána. Sagt er, að á þriðju öld eftir Krist hafi ríkisarfi varizt valdarœningjum i þessum köstulum. stuttu vísuorðum, sem hann beindi til Tú Fús eitt sinn er þeir rákust hvor á annan uppi í fjöllunum. Um 745 tók Lí Pó lser- dómspróf sitt í taófræðum — en það gerði ekki miklu meiri kröfur en gamaldags fermingarlærdómur, en hafði talsvert meira hagnýtt gildi þjóðfélagslega séð. Með prófskírteinið við beltisstað, silki- húfuna á höfðinu og gullhringinn á fingri sneri Lí Pó eftir þriggja ára fjarveru aft- ur til fjölskyldunnar, án þeirrar tilfinn- ingar, að hann kæmi algerlega tómhent- ur inn úr dyrunum eftir dvölina í höfuð- staðnum. Hann hafði gifzt á nýjan leik, en sá hjúskapur varði skammt. Þau skildu í sátt og samlyndi, og skömmu síðar gifti hann sig í þriðja sinn stúlku nokkurri frá Lú. Með henni eignaðist hann þau börn, sem hann fjallar um á svo hrífandi hátt í kvæðinu „Til tveggja lítilla barna í um- sjá annarra". Blómaskeið Þegar sama ár hélt hann áfram flakki sínu, og á tímabilinu milli 745 og 753 reikaði hann um Hónan-hérað með smá- útúrdúrum til Sjantung og byggðanna í kring. Þar hittust Lí Pó og Tú Fú aftur — að líkindum i síðasta skipti. Þegar Tú Fú tók sig skömmu síðar upp til að freista gæfunnar á nýjan leik í höfuðstaðnum, samdi Lí Pó skilnaðarkvæði, en síðan urðu bréfaviðskipti næstum því eintal frá hendi Tú Fús. Það kann að vera, að Lí Pó hafi verið alltof upptekinn við að skrifa þakkarkvæði til fólks, sem hann þarfn- aðist til að geta dregið fram lífið, en einnig má vera, að hann hafi litið á þenn- an vináttukveðskap sem eins konar bréfa- skriftir, sem annars voru iðja, sem hann fékkst eins lítið við og hann gat. Árin milli 745 og 753 voru mesta blóma- skeið Lí Pós sem skálds. Æskan var að baki og hinar mestu eldraunir framund- an, samkvæmt öllum sólarmerkjum; frjó- samur jarðvegur fyrir þennan mikla og athyglisverða hæfileikamann. Flest hinna frægu kvæða hans urðu til á þessum tima. Um 751 tók hermennskuljóðagerð hans að þroskast — með dekkra tón en áður: skáldskapur sem ekki lengur veg- samar stríðið — en snýr sér gegn því i sársauka. Frá sama tímabili er einnig hin fagra „samræming“ gamallar ballöðu sem í hinum nýja búningi Lí Pós fékk heitið „Hættuför í Szechwan". Því hefur oft verið haldið fram, að Lí Pó hafi með kvæði þessu viljað vara keisarann við að flýja úr höfuðstaðnum, þegar ráðizt var á hann árið 755. En það kemur ekki til greina, þar sem kvæðið kemur þegar fyrir í safni einu frá 753. Það gæti vafalaust hafa orðið Lí Pó að liði síðar, ef hann hefði getað sannað hið gagnstæða, en því fór verr — í þetta skipti varð staðreynd- um ekki hnikað. FjórSa hjónabandiS í lok ársins 753 kvæntist Lí Pó i fjórða og siðasta sinn ungri konu af góðri ætt, hinni áhrifamiklu Tsúng-ætt. Eftir skamma hríð, tók hann sér aftur förustaf í hönd. Vorið 754 kynntist hann Wei Haó við heimsókn til Jangchow, og það urðu mik- ilvægir fundir, þvi að Wei Haó varð á vissan hátt Boswell Lí Pós; það er einkum honum að þakka, að við vitum það sem við vitum um líf Lí Pós. Wei Haó varð eins og svo margir aðrir fyrst og fremst fyrir áhrifum af augum Lí Pós. „Auga- steinarnir leiftruðu“, skrifaði hann síðar. „Þeir eru geysimiklir eins og augun í soltnu tígrisdýri. Þegar hann var sæmi- lega til fara gat hann litið mjög glæsilega út, þvi að skömmu síðar tók hann við taóistaskírteini sínu og bar hina grænu silkihúfu á höfðinu með miklum virðu- leik. Stundum tók hann söngfuglana smáu, Shaó-jang og Chin-líng, með í skemmtiferðir sínar, og þar sem hann kom ríðandi á stoltum gæðingi sínum með fagrar vinkonur í föruneyti komu tignarmenn staðarins ávallt út til að hitta hann — nokkrir borguðu meira að segja til að fá að kynnast honum. Þegar hann hafði svo drukkið nokkrar flöskur af víni og var orðinn alldrukkinn, lét hann hestasvein sinn gjarna leika tón- listina við „Hafsins bláu bylgjur“. Og það var sama hversu misheppnað samkvæmið var: Frá því augnabliki, sem Lí Pó tók stjórnina í sinar hendur, var stemningin í lagi“. Það var ekki svo slaklegt af lítilmótlegu skáldi án stöðu og fastra tekna! Þannig reikaði Lí Pó um í hinu stór- brotna kinverska landslagi, þegar hann fékk fyrst veður af hinni miklu uppreisn gegn keisaranum. An Lú-sjan Þegar Hsuan-tung á efri árum ættleiddi fyrrverandi munaðarleysingja frá einu af úthéruðum Kina í Mansjúríu, bjó hann sér óvitandi sitt eigið fall. Undarleg örlög höfðu aflað þessum munaðarleysingja sætis í fremstu röð við hirðina í Ch’ang-an. An Lú-sjan, sem var hálfur Indóevrópumaður og hálfur Tyrki að ætt, var tekinn til fanga á barnsaldri í bardögunum i Mansjúríu og seldur kin- verskum landamæraherforingja. Síðar varð hann hermaður í kínversku herjun- um og varð er fram liðu stundir frægur herstjórnandi. í krafti þess varð hann handgenginn keisaranum. Hann var akfeitur, en varð aldrei svarafátt, ef hann varð fyrir aðkasti. Þegar Hsuan-tung benti einhverju sinni á hina miklu ístru hans og spurði í spaugi, hvað hann geymdi í henni, svar- aði An Lú-sjan án hiks: „Ekkert nema rautt hjarta“. Bæði keisarinn og ástkona hans, T’aí- chen, höfðu miklar mætur á þessum hjá- kátlega manni, og árið 751 létu þau reisa skrautlega höll, sem honum var gefin ásamt öllum þeim sérréttindum, sem báru konunglegum fursta. Samt sem áður greip An Lú-sjan til vopna gegn hinum föðurlega velunnara sínum, og átylluna fann hann í lifnaðarháttum sjálfs keis- arans. Rúmlega sextugur varð keisarinn ást- fanginn af ástkonu eins sonar síns — T’aí-chen sem áður er getið. Keisarinn lét flytja hana eins fljótt og auðið var til eigin kvennabúrs, og það leið ekki á löngu áður en hún hafði svipuðu hlutverki að 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.