Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 56
Gunnvör Braga Björnsdóttir: FYRSTU SPORIN Teikning: Sigurður Örn Brynjólfsson Þa5 er morgunn, ég veit það, af því hávað- inn frá tannhjóli lífsins yfirgnæfir þögnina sem við heyrðum í nótt. Vakna þú líka, því mig langar svo að horfa inn í augun þín augnablik og tala við þau, svo getur þú lokað þeim aftur og ég skal bía þér í svefn. Það er alveg eins og þú hafir heyrt hvað ég hugsaði, því munnurinn þinn fer allt í einu að brosa, og alveg eins og ég bað um opnar þú augun. Ég veit ekki hve lengi, enda skiptir það ekki máli, það eitt skiptir máll að ég sá mann og konu í hvítum kyrtlum ganga eftir Ijósgrænum akri að strönd eilífðarinnar. Einu sinni, einhvern tíma höfðu klæðin þeirra verið í litum regnbogans, en geislar sólarinn- ar og sölt vötnin, sem þau höfðu baðað sig í á leiðinni, höfðu eytt þeim. Ljós dagsins var að vakna, og velti sér undan þungum sængum næturinnar. Þau horfðu á jörðina lifna, fugl- arnir hófu söng sinn, blómin opnuðu andlit sín, öll dýrin stóðu é fætur og gengu að manninum og konunni. Hvað eruð þið að gera hjarna, þið sem hafið aldrei sézt á þessum akri? Eftir hverju eruð þið að leita? Við komum hingað af því okkur langar að fá svör við brennandi spurningum huga okkar. Við sem höfum verið hjarna lengur en allt annað, en þó skemur en jörðin sem við göng- um á og nærumst af, skulum reyna að hjálpa ykkur, því til þess erum við fædd, að hjálpa hvert öðru. Af hverju var guð búinn til? Var hann bú- inn til fyrir fjöldann, sem leiðarljós, eða var hann gerður fyrir akfeita kaupsýslumenn, svo þeir mættu skola slorið af sálum sínum, þeg- ar þeir höfðu svikið fjöldann? Sá guð, sem þið efizt um, er ekki til, en það er til vegur. Vegurinn til lifsins og ham- ingjunnar. Hann er auðfundinn, því hann er gerður fyrir fjöldann, jafnt saklausa sem seka. Opnið augun, litizt um eftir fegurð og ein- faldleika, þá munuð þið öðlast þann frið sem einkennir göngumenn á veginum. Hvernig eigum við að tj-á hvort öðru allan þann kærleik er við berum hvort til annars, án þess þó að hlekkja hvort annað? Verið vinir þangað til ykkur hefur skilizt að hlekkir eru ekki til. Þá getið þið tekizt í hendur og beðið um að fá að vera Ijós hvort annars, sá bjarmi er útskýrir hvað og hvers vegna myrkur sé, án þess að þið fáið ofbirtu. Þegar ykkur langar að byggja hús biðjið þá um að fá að vera glugginn, sem opnar leið augna ykkar að græna blettinum, villta bfómahafinu og litla andapollinum, en ekki að húsið ykkar fullnægi þeim kröfum sem þjóð- félagið gerir til að það teljist íbúðarhæft. Þegar ykkur langar í klæði biðjið þá um að fá að vera þráður sá er heldur þeim sam- an, en aðskilur þau þó frá líkamanum, því það eruð þið, sem skapið fötin, en ekki þau ykkur. Þegar þið eru svöng og þyrst, færið þá hvort öðru vatn og gróður jarðarinnar, því til þess var hún sköpuð að þið mættuð mettast af henni. Ef við hættum að elska hvort annaö, hvermg eigum við þá að útskýra fyrir hvort öðru, að leiðir okkar verði að skilja, án þess þó að særa hvort annað? Ef þið einu sinni elskið, þá hættið þið ekki að elska. En leiðir elskunnar eru óskiljanlegar, hún þolir að hún sé gleymd og hrakin. Ekkert fær afmáð hana eftir að hún er byrjuð að lifa, hún vonar, biður og gefur. Stundum er nóg að draga hana fram í dagsljósið einu sinni á heilli mannsævi, hlúa að henni og kyssa hana, því hún er svo einföld, að maður kemur varla auga á hana. Við þökkum ykkur fyrir að opna augun okkar. Við erum nú tilbúin að snúa heim og byrja að lifa með tvær hendur tómar, en hugann fullan af skilningi og vonum. Látum Venus lýsa okkur fyrstu sporin á leiðinni heim. Ég ætlaði að segja þér þetta þegar þú vaknaðir, en þá var tíminn orðinn að raun- veruleika, og þú varðst að fara í vinnuna. Seinna, hugsaði ég, ég segi honum þetta seinna, en svo gleymdi ég því og hélt út á aðr- ar brautir. II. Þú ert svo undarleg, ertu í vondu skapi? Nei, ég var heima, og eins og venjulega var farið að tala um mig. Hvar ég hefði verið, af hverju ég hefði ekki látið heyra frá mér í tvo sólarhringa. Ég hefði ekki málað eina mynd í rúman ménuð, og ég hefði ekki feng- ið neina peninga fyrir síðustu mynd. Peningar og vinna, það er allt sem þau sjá í lífinu. Ég hefði átt að segja þeim að mér væri flökurt af að horfa upp á rotnun þjóð- félagsins og að ég fyrirliti þau fyrir að hlaupa eins og tíkur á eftir hverri nýjung, aðeins til að veita sjálfum sér stundarfrið, I stað þess að setjast niður, og hugsa einu sinni um, hvort það væri þjóðfélaginu og þeim nauð- synlegt. En ég sagðist vera að hugsa, og ég væri ekki fullkomlega ánægð, þess vegna gæti ég ekki málað. Að það væri ekki ég sjálf, heldur útrás fyrir óánægju minni sem kæmi á leðrið ef ég málaði í þessu hugar- ástandi. Heldur þú að þau hafi skilið þlg? Ég veit það ekki, mér er líka alveg sama, þau nenna ekki að hlusta á mig. Þau spurja aldrei: Hvað er það sem þú ert að hugsa um? Segja bara að það sé ekki hægt að lifa af því. Þau bara ásaka og dæma. Þú verður líka að hlusta á þau og reyna að skilja þau. Þau hafa vaxið upp á allt annan hátt en við. Þeim hefur aldrei verið kennt að horfa á lífið og fegurð þess I einfaldleika sinum. Já, en......... Ekki alltaf gripa fram í. Þau eru á vissan hátt eins og blindur kettlingur, þau sjá ein- göngu þá hluti sem hægt er að fá fyrir pen- inga og vestræn menning hefur búið til fyrir þau. Ég veit að vísu að það er ekki enda- laust hægt að afsaka þau, en þú verður stund- um að horfa á málið frá þeirra hlið, ekki eingöngu einblína é hvað þér finnst. Af hverju segir þú ekkert? Hvað á ég að segja, ef ég segi eitthvað, þá svarar þú með einhverju raunsæju um að ég hafi á röngu að standa, og þá sórnar mér. Ég vil ekki verða sár út í þig, því þú ert eina manneskjan sem hefur kennt mér hvað er fallegt, og muninn á réttu og röngu. Hvað veizt þú, hvort það er rétt eða fallegt 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.