Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 18
og raular. En hvað á sá að velja, sem ekki þekkir valkostina? Hversu marg- ar konur eru aldar upp með það fyrir augum að þær eigi nokkurt val? Hér á Vesturlöndum? í Suður-Ameríku? Afríku? Það eru kannski helzt konur í sósíalískum ríkjum, sem fá frá upp- hafi að vita, að þjóðfélagið sé þakk- látt fyrir krafta þeirra í fleiri en einni starfsgrein. Er það þá frelsið fræga, sem er kjarni málsins fyrir menn og konur? En hvaða frelsi? Frjálsa samkeppnin, þar sem hinum sterka er frjálst að troða á hinum veika? Og hvað er frelsi? Sjálfsfyrirlitning Öll tilheyrum við einhverju á- kveðnu þjóðfélagskerfi, sem setur okkur vissar reglur í samskiptum okk- ar við annað fólk, og hvert kerfi leyfir ekki nema takmörkuð frávik frá al- mennri hegðun. Afbrigðilegum ein- staklingum er útskúfað á einhvern hátt. En það, sem telst eðlilegt í einu kerfi, getur verið refsivert í öðru; það sem telst andleg kúgun í einu, getur verið partur af eðlilegu lífi í öðru. Hvað má til dæmis segja um heilaþvott auglýsandans í vestrænu neyzluþjóðfélagi, eða innrætingu sósíalismans og hugsunar Maó Tse- Tungs þegar austar dregur? En ef á að reyna að sanna eitthvað um eðli mannsins og finna ástæðurnar fyrir hegðun hans, þá verður að beita vís- indalegri aðferðum en Esther Vilar gerir í sinni bók. Það er reyndar til kona, sem hefur beitt slíkum aðferð- um og betur unnið til frægðar sinnar, reyndar margar konur, en sú sem mesta athygli hefur vakið á síðustu tveim til þrem árum er Germaine Greer með bók sinni „Kvengelding- urinn“. Þó ekki sé meiningin hér að ræða þá bók neitt, þá má samt benda á, að það er margfalt merkilegri lesn- ing og meiri krufning á stöðu konunn- ar í fleiri en einu samfélagi. Að einu leyti eru þessar tvær konur þó sam- mála. Þær eru sammála um að hjóna- bandið sé frelsisskerðandi. Þar hafa þær vafalaust báðar rétt fyrir sér, þó önnur tali fyrir munn karlmannsins og hin fyrir munn konunnar. Að öðru leyti en þessu tel ég að Esther Vilar hafi alrangt fyrir sér og bók hennar harla lítils virði nema fyrir hana sjálfa og sálfræðing, sem væri að kanna orsakir sjálfsfyrirlitn- ingar hennar, sem snýst upp í for- dóma gagnvart eigin kyni. Steinunn Jóhannesdóttir Sigrún Júlíusdóttir: Um bókina Ég hef ekki mörg orð um ritsmíð af þessu tagi frekar en aðrir sem sjá kynjamisrétti í alvarlegu, pólitísku og félagslegu ljósi og vilja vinna að vandamálinu málefnalega. Bók þessi hefur þó vakið vissa athygli í Evrópu og Bandaríkjunum, en þó hefur hún einkum orðið lélegum blöðum tilefni til æsifregnameðferðar, undir því yfir- skyni, að hér væri kominn höfundur, sem gæti troðið upp í alla málsvara og meðlimi kvenfrelsishreyfinga. Sam- úð höfundar er með karlmanninum. Það er hann sem er kúgaður, þrúgað- ur og grátt leikinn af konunni sem hefur öll tögl og hagldir 1 spili lífsins. Hún er klókt sníkjudýr sem þó sér sér farborða með vændi og notar að- stöðu sína sem móðir til að ala með- vitandi upp karlkynsþræla handa kvenkynsafkvæmum kynsystra sinna. Höfundur lítur á allar konur sem eina og gengur þá út frá sinni eigin stétt (borgarastéttinni). Þó bregður hún fyrir sig „analýsu“ á einum stað, en hún er á þá leið, að karlmenn velji konur eftir útliti, en konur karla eft- ir peningum, og þannig fái „vesalings lágstéttarkarlmaðurinn ofan á annan sinn vesaldóm auk þess ljótustu kon- urnar.“ Fyrir neðan virðingu Samvinnunnar Öll er bókin svo einstengingsleg, blæbrigðasnauð og full af ógrunduð- um fullyrðingum og níði um konur í heild, sem lýsir svo djúpri mannfyrir- litningu, að það er að mínum dómi ekki lengur innan marka þess sem heilbrigt er, heldur hljóta annarleg sjónarmið, t. d. peningaleg, að hafa ráðið eða beinlínis sjúkleg innri van- líðan, haturskenndir eða vonbrigði. Það vekur furðu mína að Sam- vinnan skuli velja einmitt þessa bók til umræðu, þegar árlega kemur út fjöldi vandaðra og málefnalegra verka sem taka á þeim pólitísku, menningarlegu og félagslegu þáttum sem tengdir eru kynjamisréttisvanda- málinu. Hugsanlega er það ekki tilviljun að á öðrum Norðurlöndum hafa t. d. al- varleg blöð ekki fjallað um þessa bók, en þar er staða konunnar e.t.v. nokkuð önnur en hér, ekki sízt fyrir ötult póli- tískt starf, fræðslu, kröfur og áróður róttækra kvenfrelsissamtaka, sem síð- an hafa haft í för með sér afstöðu- mótandi breytingar. í þessu sambandi langar mig að vitna hér í fyrstu 6 línurnar í bók Julietts Miehells, Wo- men's Estate, þar sem hún segir: „Ár- ið 1970 var til einhvers konar virk kvenfrelsishreyfing í öllum frjálslýð- ræðislegum löndum í þróaðri hluta hins kapítalíska heims, nema þremur. Undartekningar eru: ísland — sem er einangruð hólmlenda með kapítalísku sýndarjafnrétti — Austurríki og Sviss, sem að iíkindum eru félagslega hefð- bundnustu og stéttföstustu þjóðfélög Evrópu.“ Sigrún Júlíusdóttir Þýzkar reviudansmeyjar jrá þriöja áratug, sem kölluð sig Tillergirls, að amerískri fyrirmynd. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.