Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 22
á milli „himins og jarðar“, heppnazt íull- komlega, t. d. eins og i Höfn í Hornafirði, en þess er að gæta, að þar eru sérstak- lega góð skilyrði til útgerðar og á bak við stendur gott hérað. Kaupfélögin mælikvarði á þróunarkraftana Á sinum tíma var sú stefna samvinnu- hreyfingarinnar að leggja fram hlutafé i hlutafélög ásamt öðrum aðilum mjög gagnrýnd. Slik félagsþátttaka hefur ver- ið með tvennum hætti. í fyrsta lagi myndun hlutafélaga með öðrum aðilum til að hrinda í framkvæmd áformum, sem þarf samstöðu um i viðkomandi byggðar- lagi eða landinu í heild, og til að binda sérhæfða starfskrafta með eignaraðild, t. d. í einstökum byggðarlögum. Hins veg- ar hefur þátttakan verið aðild að blönduð- um hlutafélögum, sem oftast eru stofnuð í samvinnu við sveitarfélög og aðra aðila til að koma á fót grundvallarfyrirtækj - um fyrir afkomu vissra þéttbýlisstaða. Þetta eru einskonar byggðarhlutafélög, sem byggð eru upp án ágóðasjónarmiða, en til þess að efla atvinnugrundvöllinn. Svo virðist sem þetta form hæfi kaup- félögunum betur en bein þátttaka í á- hætturekstri. Á þessum vettvangi hefur samvinnuhreyfingin i samvinnu við sveitarfélögin gert hvert stórátakið af öðru til að efla byggðaþróun víðsvegar um landið. Samstarf sveitarfélaganna og kaupfélaganna til að byggja upp nýjar atvinnugreinar og efla framtak úti í byggðunum í formi einskonar byggðar- hlutafclaga er sá vettvangur, sem getur reynzt hagkvæmastur til að binda rekst- urinn við byggðirnar og hagsmuni þeirra. Uppbygging kaupfélaganna tengir þau sterkum böndum með deildakerfinu við félagssvæðin. Þetta hefur gert kaupfélög- in að einum meginþættinum í byggða- þróun einstakra byggðarlaga. Styrkur þeirra er þvi oftast mælikvarði á þróun- armátt félagssvæðisins. Af þessu leiðir, að kaupfélögin eru mælikvarði á þá þró- unarkrafta, sem til staðar eru á hverju félagssvæði. Atvinnugrundvöllur byggð- arlaganna mun fyrr eða síðar hafa áhrif á viðkomandi kaupfélag, hversu öflugt sem það er fjárhagslega. Byggðaþróunar- lega séð eru kaupfélögin félagslegt tæki til að nýta og samstilla krafta hvers fé- lagssvæðis til ákveðinna verkefna í sam- ræmi við félagslega þörf, innan marka fjárhagskerfis þeirra. Þetta skilur á milli þeirra og sveitarfélaganna, sem geta með lögvernduðum hætti krafizt skatta af borgurunum til vissra verkefna. Þennan aðstöðumun verður að hafa í huga, þegar kaupfélögunum eru ætlaðar félagslegar skyldur í uppbyggingu byggðanna. Sambandið flyzt til Reykjavíkur Sambandið varð sjötíu ára á síðasta ári og þvi ekki úr vegi að vikið sé að hlut þess í byggðaþróuninni. Upphaflega má segja að Sambandinu hafi verið ætlað að vera fræðslusamtök kaupfélaganna. Sið- an gerðist Sambandið umboðsaðili kaup- félaganna og hafði sérstakan verzlunar- erindreka í sinni þjónustu. Upphaflega var ákveðið, að Sambandið ætti lögheimili á Akureyri, en hefði opna skrifstofu í Kaupmannahöfn. Árið 1917 flutti Sam- band íslenzkra samvinnufélaga starfsemi sína til Reykjavikur. Um þetta segir Jón- as Jónsson frá Hriflu i bók sinni, „ís- lenzkir samvinnumenn“: „Eftir að höfn var byggð i Reykjavík, símasamband og fastar skipagöngur til útlanda var heild- söluverzlun landsins að flytjast til höfuð- staðarins. Forráðamenn félaganna sáu hvert þróunin stefndi í verzlun landsins. í Reykjavik hlaut að verða aðalheimili islenzkra kaupfélaga og kaupmennsku." Þessi tilvitnun segir með skýrum hætti, hvaða grundvallaratriði ollu því, að öll verzlunar- og þjónustustarfsemi lands- manna safnaðist saman í Reykjavík. Vafalaust hefðu forráðamenn Sambands- ins helzt kosið, að aðalskrifstofan hefði verið áfram staðsett á Akureyri. Þetta viðhorf kom greinilega fram i því, að Sambandið lagði áfram áherzlu á upp- byggingu Akureyrar sem iðnaðarmið- stöðvar fyrir vinnslu afurða landbúnað- arins. Fyrst i röðinni er gærurotun á veg- um Sambandsins 1923. Skinnasútun var hafin 1932 og skógerð 1935. Þessi ártöl eru nefnd til að stikla á því stærsta í þró- un skinnaverksmiðju Iðunnar. Sambandið kaupir ullarverksmiðjuna Gefjun 1930. Fataverksmiðjan Hekla er keypt 1946. Þessar þrjár verksmiðjur eru kjarninn í verksmiðjuiðnaði Sambandsins. Verk- smiðjurnar eru staðsettar í sérstöku verksmiðjuhverfi á Gleráreyrum. Þær eru stærsti atvinnuveitandinn á Akureyri og hafa grundvallargildi fyrir þróun bæj- arins. Langlíft stríðsáraskipulag Þáttur Sambandsins í uppbyggingu Akureyrar og samstarfið við Kaupfélag Eyfirðinga um verksmiðjurekstur er einnig veigamikill. í þessum hópi eru þekktar verksmiðjur eins og Kaffi- brennsla Akureyrar og Efnaverksmiðjan Sjöfn. Á vegum Kaupfélags Eyfirðinga er starfandi smjörlikisgerð, kjötiðnaðarstöð og efnagerð, sem segja má að í fyrstu hafi sérstaklega notið markaðar kaup- félaganna í landinu á vegum Sambands- ins. Lega Akureyrar á miðju aðalmark- aðssvæði Sambandsins, þar sem kaup- félögin voru öflugust á Norðurlandi og Austurlandi, krafðist þess, að samgöngu- kerfið lagaði sig að þessum þörfum. Eim- skipafélagið skipulagði svonefndar „Lag- arfossferðir“ beint til Austur- og Norður- lands með miðstöð á Akureyri. Þetta mun vafalaust hafa verið gert fyrir atbeina Sambandsins og kaupfélaganna. Þessi til- högun hélzt allt til striðsáranna. Þá var sá háttur tekinn upp, að bókstaflega öll vara, sem flutt var til landsins, kom fyrst til Reykjavíkur og var síðan umskipað þaðan til framhaldsflutninga út um landið. Þetta stríðsáraskipulag virðist vera mjög langlift i flutningamálum dreif- býlisins og hefur mjög eflt stöðu Reykja- víkur sem aðalmiðstöðvar og þjónustu- kjarna alls landsins. Sambandið hefur að sjálfsögðu orðið að laga sig eftir þessari þróun. Öll hin ört vaxandi verzlunar- starfsemi og margþætt þjónustustarfsemi þess hefur verið staðsett í höfuðstaðnum. Nú á síðustu árum hefur á ný örlað á við- leitni hjá Sambandinu til að koma upp verksmiðjum á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur og Akureyrar. Þá hefur lengi verið í athugun hjá Sambandinu að koma á fót heildsölumiðstöðvum úti í lands- hlutum. Framkvæmdir munu m. a. hafa strandað á fjárskorti. Þáttur Sambandsins í byggðaþróun Ef vega á og meta þátt Sambandsins í byggðaþróun síðustu ára, verður að taka tillit til þess, að miðstjórnarafl samvinnu- hreyfingarinnar, sem er landshreyfing, getur með beiningu framkvæmda og fjár- magns haft úrslitaáhrif með staðsetn- ingu atvinnutækja á byggðaþróun heilla byggðarlaga. Hins vegar kemur til sú ó- hjákvæmilega skylda að fylgja þróun hvers tima eftir. Þetta viðhorf speglast á ljósastan hátt í skipulegum áhrifum Sambandsins á þróun Akureyrar annars vegar og hins vegar í nauðsynlegri við- leitni til að ná tökum á vaxandi markaði á Reykjanessvæðinu. Sé atvinnuþróun Akureyrar athuguð nánar, blasir við, að uppbyggingu bæjarins og hina öru fram- þróun miðað við marga aðra þéttbýlis- staði á íslandi má rekja til byggðaþróun- arlegra áhrifa frá samvinnuhreyfingunni. Uppbygging Akureyrar er ágætt dæmi um, hve stóru átaki má lyfta með félags- legum styrk til að hafa varanleg áhrif á byggðaþróun landsins. Þáttur Sambands- ins og samstarf þess við Kaupfélag Ey- firðinga um uppbyggingu verksmiðjuiðn- aðaiins á Akureyri eru tvímælaíaust ár- angursríkustu byggðaaðgerðir, sem gerð- ar hafa verið til þessa tíma. Það er full- komið vafamál, hvort myndazt hefði bær á stærð við Akureyri utan Stór-Reykja- víkursvæðisins, ef þetta samræmda átak í uppbyggingu Akureyrar hefði ekki kom- ið til. Sé skyggnzt nokkuð aftur i sögu Sam- bandsins, kemur í ljós, að þýðing þess sem miðstöðvarafls er veigameiri fyrir uppbyggingu byggðanna heldur en sýnist i fljótu bragði. Löng saga er um baráttu kaupfélaganna til að njóta eðlilegrar fyr- irgreiðslu í bönkum. Eftir að kaupfélögin fóru að njóta lánafyrirgreiðslu, var það oftast á vegum Sambandsins. Með þess- um hætti átti Sambandið stóran hlut að því að fjármagna framkvæmdir á vegum kaupfélaganna víðsvegar um landið og örva þannig byggðaþróun margra byggð- arlaga. Þetta á sérstaklega við um minni kaupfélögin og oft þau fjárhagslega veik- ari. Víða í framleiðslubyggðarlögum má rekja til fyrirgreiðslu Sambandsins grundvallaruppbyggingu margra þétt- býlisstaða. Af þessum niðurstöðum er ljóst, að samvinnuhreyfingin hefur átt stóran þátt i að koma í veg fyrir enn örari byggða- röskun i mörgum byggðarlögum, sem bú- ið hafa við lakari skilyrði. Ennfremur er ljóst, að samvinnuhreyfingin hefur stuðl- að að vaxandi þrótti þeirra byggðarlaga í dreifbýlinu, sem hafa upp á betri skil- yrði að bjóða. Heildarsamtökin, Sam- bandið, hafa stuðlað að skipulegri byggða- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.