Samvinnan - 01.06.1973, Síða 43

Samvinnan - 01.06.1973, Síða 43
ferð, komu allir embættismenn staðar- ins til að kveðja hann. Þegar þeir yfir- gáfu skáldið, var það síðasta sem þeir sáu til Lí Pós, að hann lá dauðadrukk- inn í botni kænu einnar sem átti að flytja hann upp Jangtze. Hann skýrir sjálfur frá þessu nokkrum dögum síðar í kvæði, sem hann samdi eftir að hafa lagt fyrsta áfanga ferðarinnar að baki. Frá sama tíma er einnig hið hrífandi kvæði „Úr útlegð“, sem hann sendi sem dálítið lífs- merki til gamals vinar er hann var á leið til Hankaó. Hann hafði ákveðið að láta ekki brottreksturinn íþyngja huga sínum of mikið. En þegar í þessum vísum hug- leiddi hann, hvenær tími fyrirgefningar- innar rynni upp. í Hankaó hitti hann marga gamla vini og virðist hafa setzt þar að um stund. Meðan á dvöl hans stóð, tók hann á móti kærkominni gjöf frá kunningja í höfuð- staðnum: tvö létt silkiklæði sem komu að góðu gagni í því hitabeltisloftslagi, sem hann nú bjó í. Sakaruppgjöf í árslok 758 lét ríkisstjórnin kunngera sakaruppgjöf, en nafn Lí Pós var ekki á listanum, og lét hann í ljós vonbrigði sín með mikilli beiskju. Vorið 759 var hann enn á ferð til hins fjarlæga ákvörðunar- staðar og tók því með þeirri ró, sem kringumstæðurnar leyfðu. Ferð hans var hálfnuð, þegar fréttirnar um náðun hans bárust honum í hendur. Höfuðstaðurinn var í fjarska, og það hafði tekið mánuði að koma skilaboð- unum áleiðis. Hann hóf heimferðina hægt og sígandi. Um haustið kom hann til Tung-t’ing- vatns, þar sem hann hitti aftur nokkra vini frá Ch’ang-an. En nýjar uppreisnir ólguðu í héraðinu — það olli erfiðleik- um við að halda áfram, og vetur gekk í garð áður en hann komst lengra. í Wu-ch’ang hitti hann enn einn æsku- vin sinn, munkinn Cheng-ch’ien, og lætur í ljós í kvæði einu til hans, að ríkisstjórn- in kunni nú, þegar hann hefur verið end- urreistur, að kalla hann heim og veita honum hæfilega stöðu við hirðina. En Lí Pó átti ekki eftir að sjá höfuðstaðinn aftur. Heilsan var tekin að bila fyrir al- vöru, og heimferðin gekk hægar og hæg- ar. Haustið 761 kom hann örmagna til Nanking, og í ritgerð sem hann samdi um dvölina þar kemur fram, að hann hefur að lokum gefið upp vonina um að hann geti nokkurn tíma gert meira á ævi sinni: „Hvað mér viðvíkur, hvernig getur nokkur vænzt þess að ég skrifi fyrsta flokks ritgerð með svo gömlum penna?" eru lokaorð hans. Skömmu síðar hélt hann ferðinni áfram, en varð veikur á leiðinni og varð að snúa aftur til Nanking. Árið 762 kom hann til Tang-tú, þar sem hann settist að hjá forstöðumanni stað- arins, hinum fræga skrautskrifara Lí Jang-píng. Þar fjaraði lífið smám sam- an út. Endalokin Langt frá ástvinum sínum, fátækur og efnalaus, lá hann dauðsjúkur og reyndi í hitasóttinni að koma skipulagi á kvæði sín, sem lágu dreifð umhverfis rúmið í hundruðum lítilla rollna. Án þess að hann gæti lengur reist höfuð frá kodda fálmaði hann kringum sig og afhenti Lí Jang-píng þær arkir, sem hann náði til með hönd- unum, eins og til að biðja hann að gæta þeirra. Frá upphafi borgarastyrjaldar- innar hafði hann lifað á þrotlausum flótta í átta ár og glatað næstum öllu, sem hann hafði skrifað á þeim tíma. Hann gat nú aðeins hugsað sér að kvæði sín færu á vergang, þar sem hann sjálfur var ekki lengur fær um að hafa umsjón með þeim. Þannig dó mesta skáld Kínaveldis. Það er að þakka Wei Haó, sem Lí Pó hafði árið 754 fengið það verkefni að ann- ast heildarútgáfu verka sinna, og Lí Jang- píng, sem strax eftir andlát Pós safnaði saman því efni sem hann lét eftir sig, að þessi kostulegi skáldskaparauður varð- veittist að mestu leyti til handa kom- andi kynslóðum. Mikið hefur áreiðanlega glatazt í borgarastyrjöldinni, en nóg var eftir til að tryggja skapara sínum eilífa frægð. Ljóðasöfn Án þess að vita að Li Pó var horfinn skrifaði Wei Haó árið 763 eftirfarandi orð um verk hans: „í þeim glundroða, sem fram kom á styrjaldarárunum, hurfu verk Lí Pós gersamlega. Það var fyrst í lok Sjang-Juan-tímabilsins, að ég komst aftur yfir þau af hreinni tilviljun í um- hverfi Chíang-chou. Á tímanum, sem þá fór í hönd, las ég safnið oft fyrir sjálfan mig án þess þó að gera nánari athuga- semdir. f kvöld, er mér verður hugsað til gamalla daga, hef ég tekið pensilinn fram og ritað formála. Sem inngang að útgáfunni — til þess að auðkenna vináttu okkar — munu menn finna kvæði Lí Pós til mín og svar mitt við því. Því næst kemur fú hans um „Klettinn mikla“ og svo koma söngtextar við gömul stef, en ekki í nokkurri ákveðinni röð. Þar sem um er að ræða tvær útgáfur af einu kvæði, hef ég valið þann kost að láta báðar fylgja. Lí Pó er ávallt starfsamur, og ég eftirlæt því syni mínum, P’íng- chíng Tzú, að annast það sem hann enn getur komið til með að skapa. Öllu því efni, sem enn kann að koma fram um feril hans, munu verða gerð skil í nýjum formála.“ Safn Lí Jang-píngs, sem hafði komið út nokkru áður, hafði að geyma öll þau kvæði, sem voru í eigu Lí Pós, þegar hann lézt, og þar að auki efni sem Lí Jang- píng varð sér úti um með hjálp vina skáldsins. Útgáfa þessi fékk mikla út- breiðslu á síðustu öld T’ang-keisaraættar- innar, en safn Wei Haós virðist hafa fallið í gleymsku, en kemur aftur fram árið 1068. Báðar útgáfurnar innihéldu í stórum dráttum sama efnið, þótt í mis- munandi búningi væri — Wei Haó gat þar að auki státað af rúmlega fjörutíu kvæðum frá tímanum fyrir byltingu. Þessar tvær útgáfur mynduðu þannig þann grundvöll, sem allar síðari útgáfur á kveðskap Lí Pós byggja á. Þýðingar Aðeins lítill hluti af hinu mikla verki hans er til í þýðingum á vestræn menn- ingarmál. En mikilvægustu kvæðin, þau sem frægð hans hvílir á, eru þó til allrar lukku meðal þýðinganna. Hin óviðjafnanlega snilld frumgerðar- innar og hinn myndræni kraftur eru eðli- lega alls ekki til þess fallin að vera þýdd á nokkurt annað mál — það segir sig sjálft. En til allrar hamingju er hægt að endurskapa andrúmsloft, frásagnarþró- unina og dálítið af tilfinningamætti frumgerðarinnar, og gefur það merkilega mynd af ósveigjanlegu og óvenjulegu manneðli í stöðugri baráttu við að varð- veita einstaklingseiginleika sína þrátt fyrir kyrkingartak samfélagsins á ein- staklingnum. Hvað búningi viövíkur færði Lí Pó sér í nyt allar þær fyrirmyndir, sem T’ang- tímabilið hafði yfir að ráða. Hann var álitinn snillingur í að fara með hin stuttu fjögralínu Ijóð, sem voru svo einkennandi fyrir skáldskap tímabilsins, en þar átti hann sér jafningja. En aleinn í krafti hins gróskumikla hugmyndaflugs síns stendur hann sem túlkandi fú-liáttarins. En á hann litu Kínverjar sjálfir sem eins konar prósaskáldskap, enda þótt hann búi yfir bæði hrynjandi og rími. Þessi umfangsmiklu kvæði rekja uppruna sinn langt aftur í sögur. Þeirra verður fyrst vart í hinu gamla furstadæmi Ch’ú og samanstóðu þá af leiðslukenndum, næst- um álagaþrungnum söngvum hálftrúar- legs eðlis, sem síðar þróuðust upp í þau fú, sem við þekkjum frá tíma Han-keis- araættarinnar og náðu fullum þroska í hinni þróttmiklu beitingu Lí Pós á hin- um háttföstu formsatriðum og epískri uppbyggingu. Fú-stíllinn var ekki háður neinni ákveðinni lengd, og efnisvalið var frjálst, en það hæfði Lí Pó ágætlega. Þannig fékk hið himinháa myndmál hans útrás í kveðskap, sem hefur til að bera þann kraft sjáandans sem enginn landa hans náði síðar. Þunglyndi Samkvæmt innihaldi er hægt að skipta kvæðum Lí Pós í tvo höfuðflokka, vinar- kvæði og náttúruljóð. Við þetta bætast svo nokkur af fegurstu ástarljóðum kín- verskra bókmennta — og frá síðara ævi- skeiði Lí Pós stríðskveðskapur, sem að því er tragískan styrk snertir er hægt að líkja við Tú Fú. Og svo má ekki gleyma því, að Lí Pó orti einnig margar drykkju- vísur, sem gætu fengið heila bindindis- hreyfingu til að örvænta. í heild gefa kvæði þessi ekki eins góða mynd af því samfélagi, sem Lí Pó tilheyrði, og þau gefa af ævi hans utan við þjóðfélagið. Tú Fú og Pó Chu-i urðu til þess að endur- spegla þá tíma sem þeir lifðu í skáldskap sínum. Lí Pó aftur á móti sýnir í kvæðum sínum hvernig afburðamaður bröltir í gegnum tilveruna á tímum þröngsýni, mótuðum af íburði og hnignun. í eðli sínu var Lí Pó svo að ekki verður um villzt lífskúnstner og nautnamaður. Æskukveð- skapur hans er bjartur og elskulegur og hefur til að bera töfra augnabliksins. Hann brosir oft, en það vottar fyrir þung- 43

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.