Samvinnan - 01.06.1973, Síða 14

Samvinnan - 01.06.1973, Síða 14
----------jyrr--- • HARISTÖTO LE* jafningja sinn og neyðist jafnframt til að fylgjast með heimskulegum lifnaði hennar við hliðina á sér, haldi að hann kúgi hana. En frá.upphafi vega fara engar sögur af því, að konan hafi verið þvinguð til að beygja sig undir vilja karlmannsins — þvertá- móti: hún hefur átt alla möguleika á því að verða frjáls. Hafi konan þannig á öllum þessum langa tíma ekki losn- að undan „oki“ sínu, þá er bara til ein einasta skýring á því: hún ber ekkert ok. • Karlmaðurinn elskar konu sína, en hann fyrirlítur hana einnig, með þvi að manneskja sem á hverjum morgni fer út full af lifskrafti til að sigra nýja heima — þó honum takist það að vísu sjaldnast vegna brauð- stritsins — fyrirlítur þá manneskju sem einfaldlega kærir sig ekki um það. Og það er kannski einmitt þetta sem helzt stuðlar að því, að karlmað- urinn leggur svo þrákelknislega á- herzlu á andlegan þroska konunnar: hann fyrirverður sig fyrir hennar hönd og heldur að hún fyrirverði sig líka. Hann er sómamaður og vill hjálpa henni úr þrengingum hennar. Hann veit bara ekki, að konur þekkja alls ekki til þessarar endur- nýjunarþarfar, þessa metnaðar og vilj- ans til að fá einhverju áorkað, sem er honum svo eðlisbundinn. Taki þær ekki þátt í veröld karlmannsins. þá stafar það af því að þær kæra sig ekki um það. Þær hafa ekki þörf fyrir þennan heim, Það frelsi, sem karl- maðurinn sækist eftir, er þeim einskis virði, því þær finna ekki til ófrelsis. Andlegir yfirburðir karlmannsins Mynd úr „La Silhouette“ 3. febrúar 1881 eftir Moloch: „Léontine Massin í hlutverki Nönu“ (eftir samnefndri sögu Zola). Mynd eftir óþekktan ítalskan eirstungumann (um 1480-1500) sem á að sýna Aristóteles og Fyllis. vekja þeim ekki ótta; þær finna ekki hjá sér neina þörf eða hvöt til að láta að sér kveða í andlegum efnum. • Konurjiar geta valið,- og það er þetta sem færir þeim óendanlega yfir- burði yfir karlmanninn. Þær geta all- ar valið lífsstíl karlmannsins eða kos- ið að vera heimskar og munaðargjarn- ar afætur — og flestar velja þær seinni kostinn. Karlmaðurinn á ekki þetta valfrelsi. Ef konum fyndist þær raunverulega vera kúgaðar af karlmönnum, hefðu þær án efa fyllzt hatri eða ótta við þá, einsog menn gera gjarna gagnvart kúgurum — en konurnar hata ekki karlmennina og þær óttast þá ekki heldur. Ef konurnar hefðu fundið til vanmáttar eða niðurlægingar gagn- vart meiri þekkingu karlmannanna, þá hefðu þær reynt að líkja eftir þeim — þareð þær hafa til þess alla mögu- leika. Og hefðu konurnar fundið til ófrelsis, þá hefðu þær að minnsta- kosti nú á þessum hallkvæmu tímum endanlega reynt að losna úr ánauð- inni. • í Sviss (einu af fyrirmyndarríkj- um heimsins þar sem konur höfðu til skamms tíma ekki pólitískan atkvæð- isrétt) var látin fara fram atkvæða- greiðsla meðal kvenna í einu sam- bandsfylkinu um kosningarétt til handa konum — en meirihluti þeirra var andvígur frumvarpinu. Svissnesk- ir karlmenn voru agndofa. Þeir héldu að þessi skammarlega skipan mála væri til vitnis um aldagamalt til- sjónarhugarfar þeirra sjálfra. Ef þeir bara vissu hve blekktir þeir eru. Konunni finnst hún alls ekki vera undir tilsjón karlmannsins. Ein þeirra mörgu dapurlegu sanninda um sam- skipti kynjanna eru einfaldlega þau, að karlmaðurinn er tæpast til í heimi konunnar. í augum konunnar er karl- maðurinn ekki svo mikilvægur, að henni finnist taka þvi að rísa upp gegn honum. Hún er einungis háð honum í efnalegu tilliti, eða kannski mætti segja, að hún sé háð honum í „eðlisfræðilegu“ tilliti. Hún er háð honum á sama hátt og ferðamaðurinn er háður ferðahópnum, húsmóðirin er háð kaffikönnunni, bíllinn er háður eldsneytinu, sjónvarpstækið er háð rafstraumnum. Slík afstaða leiðir ekki af sér neinar sálarkvalir. • Henrik Ibsen — sem var fórnar- lamb sömu blekkingar og aðrir karl- menn — gerði sér það ómak að semja frelsisyfirlýsingu handa öllum konum með leikriti sínu, „Brúðuheimili“. En þegar leikritið var frumsýnt, voru það bara karlmennirnir sem urðu fyrir á- falli. Þeir stigu á stokk og strengdu þess heit að berjast af enn meiri þrá- kelkni en nokkru sinni fyrr fyrir mannsæmandi lífskjörum til handa konunni. Hjá konunum sjálfum hefur frelsis- viðleitnin einsog venjulega verið háð tízkuduttlungum. Um skeið fannst þeim gaman að klæðast hinum hlægi- lega grímuballsklæðnaði kvenfrelsis- hetjanna um aldamótin. Jafndjúp áhrif á konurnar hafði siðar heimspeki Sartres. Til vitnis um að þær hefðu skilið allt létu þær hár- ið vaxa niður á mjaðmir og klæddust svörtum síðbuxum og svörtum peys- um. • 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.