Samvinnan - 01.06.1973, Page 58

Samvinnan - 01.06.1973, Page 58
þær mega bara ekki vera -flóknar og ekki heldur mjög einfaldar. Þetta veldur síður en svo erfiöleikum í starfinu því Jónmundur skii- ur flesta hluti rétt endaþótt hann geti kannski ekki útskýrt þá. Þetta helgast af því að hann hefur stórt hjarta. í raun og veru þykir hon- um vænt um alla menn og líka kommúnista og hann gætir þess yfirleitt að lemja þá ekki mjög fast í hausinn. Þessari jákvæðu afstöðu hans til manna veldur að sjálfsögðu meðfætt góðlyndi en einnig kemur þar til óvenjugott heimilislíf sem hefur alltaf göfgandi áhrif. Konan er að vísu dálítið mislynd en það kemur ekki að sök þar sem slikt hrín ekki á honum fremur en rök og þessháttar. Dóttirin, hún Gunna litla, er sólargeislinn í lífi hans, og hann þarf ekki annað en að leiða hugann að henni ef eitthvað skyggir á hamingjuna. Þá fyllist brjóstið birtu og yl og hjartað, sem er óvenjustórt fyrir, trútnar út og það kemur einsog kökkur í hálsinn. Gunna litla ber af öðrum stúlkum í plássinu, það sér hver heil- vita maður. Augun eru blá einsog himininn og tennurnar hvítar einsog postulín. Hún hefur hárið hans, jarpt og þykkt og hrokkið. Gæf- lynd er hún einsog hann og kát einsog hann. Það er svosem auðséð hún elskar lífið, hún Gunna litla, og til hvers er að lifa því uppá annað? „Góðan dag, góðan daginn." Hann er að heilsa kaupmanninum. „Fínt er veðrið,“ segir hann við manninn á Skattstofunni, en sá góði maður virðist bæði sjónlaus og heyrnarlaus. Hann klappar á lítinn glókoll sem verður á vegi hans, en yrðir að sjálfsögðu hvorki á hundinn né köttinn, hehe, enda er hann ekki listamaður. „God dag,“ segir hann pá dansk og lyftir þykkri hendinni að gljáfægðu derinu. „Gúdda,“ svarar náungi með svört gler- augu, svart skegg, svarta alpahúfu og svarta skjalatösku. Þennan mann hafði Jónmundur ekki séð fyrr, en hann sá strax að hann var útlenzkur. Og þarna verður barnavagn á vegi hans. Hann vinkar puttanum framaní barnið, sem tekur útúr sér snuðið til þess að geta rekið upp org. Það hrín að sjálfsögðu ekki á hon- um. Og áfram stikar hann eftir götunni með sólina í hnakkann og þrastakliðinn allt í kring. Og hann tekur undir af gömlum vana endaþótt hann geri sér fulla grein fyrir því að fátt sé skylt með honum og þessum fuglum utan sálarlífið, sem er mjög söngvið. Já hann getur verið harður í horn að taka ef honum sýnist svo: danglað í hausinn á kommum og rifið kjaft við dóna, og ekki óttast hann öl- óða slagsmálahunda enda eiga slíkir ekki erindi sem erfiði í hendurnar á honum. Hann lyftir húfunni aftur á hnakka til að kæla ennið, enda er það leyfilegt meðan maður er ekki kominn á pligtina. — Ja — hún Gunna litla! Og hann kemst ',óðar í enn betra skap. Það má meðal annars sjá á göngulaginu þegar litið verður á hann aftanverðan þar sem hann þrammar áfram eftir götunni, umvafinn þrastasöng og hlýju sólskini. Náunginn með svörtu gleraugun, skeggið, alpahúfuna og skjalatöskuna hélt éfram göngu sinni í þveröfuga átt og létti ekki ferðinni fyrr en hann kom að litlu og snotru húsi með postulínshundum og lifandi ketti í gluggan- um. Þetta var reyndar húsið hans Jónmundar lögregluþjóns, en það vissi náunginn að sjálf sögðu ekki — hann vissi ekki einusinni að lögregluþjónninn sem hann hafði mætt og tal- aði á dönsku héti yfirhöfuð Jónmundur. Hann hringdi dyrabjöllunni og það leið ekki á löngu áðuren húsfreyja, sem ekki hafði unnizt tími til að klæða sig í alminleg föt, kom til dyra og spurði hvaða erindi menn ættu svona snemma morguns í venjuleg hús. „Jæj er in úðlænding," sagði útlendingur- inn árrisuli og gaut augunum inneftir þröngum ganginum þvi honum hafði sýnzt hann sjá eitthvað eftirtektarvert. „Ajæja," sagði konan og geispaði. „Jæj har her nogle buger po engelsk," hélt maðurinn áfram og rýndi inn eftir gangin- um. „Ajæja,“ sagði konan og klóraði sér undir vinstra brjóstinu. „Dí er mosgé intreisséruð i engelske bug- er,“ sagði maðurinn og tróð sér inní gang- inn, ,,—de handler om hýpnótiséring, sex- próbleimer, „How to be Happy“ og mange flere ting og so hær jæj ogso Andres Ond og Mikei Más og Snúrri Snupp . . . . “ Og meira heyrðist ekki, því hann hefði rekið rassinn í hurðina og ýtt henni aftur, og það heyrðist smella í lásnum. Nú segir aftur af Jónmundi, þar sem hann kemur þrammandi sömu leið og hann hafði farið um morguninn. Hann ætlar að borða há- degisverðinn heima aldrei slíku vant. Fyrir því er engin sérstök ástæða — nema ef vera kynni sú að hann langaði til að bjtóða Gunnu litlu góðan daginn. Það hafði verið óvenju rólegt á pligtinni þennan morgun, hann hafði í rauninni ekki haft annað að gera en að heilsa hinum og þessum (að lögreglusið að sjálfsögðu) og þess á milli hafði honum gefizt ágætt tóm til að hugsa um það hvað hann væri hamingjusamur. Sem hann gekk framhjá verzluninni sá hann hvar maður stóð uppá kassa og reif kjaft. Þar sem slíkt heyrði til nýlundu í þessu plássi fór hann að velta því fyrir sér hvort hann myndi eftir nokkru paragrafi þar að lútandi hvernig bregðast ætti við þvílíkri uppákomu. Á hann að dangla í hausinn á manninum eða láta einsog ekkert sé? Það fer náttúrlega eftir því hvort þetta er geggjaður maður eða stríðs- æsingamaður. Hann reynir að gera sér grein fyrir þessu sem hann gengur framhjá verzl- uninni, en af orðræðu mannsins er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvort heldur sé, raunar mátti helzt ætla hann væri hvorttveggja. — Þetta er bara einhverskonar kommúnisti, hugsar Jónmundur með sér og lyftir húfunni aftur á hnakka, sem táknar það nánast að pligtinni sé lokið í bili og þá er málið út- kljáð af hans hálfu. Hann finnur ekki til neins kala í brjósti sínu til þessa gæfusnauða manns sem spillt hefur ró staðarins með hávaða og handapati. Þar ómar afturámóti söngur þrast- anna frá því um morguninn og hugsunin tek- ur aftur að snúast um hana Gunnu — ja — hún Gunna litla . . . Ekki var það venja Jónmundar að banka heima hjá sér svo hann ryðst bara beint inní herbergið hennar Gunnu litlu, kátur og hress og án þess að gera boð á undan sér. Hann verður þess áskynja, sem hann opnar dyrn- ar, að Gunna litla er ennþé í bólinu og hjá henni ókennileg mannkind. f sama mund er þrifið í sængina en skötuhjúin hverfa undir hana svo ekki sést á þeim haus eða sporður. Þetta lætur Jónmundur ekki viðgangast, og allra sízt þar sem hann er ennþá í úniform- inu: þrífur hann snarlega í rekkjuvoðina og afhjúpar hjúin til hálfs eða vel það og bregður um leið nokkuð í brún er hann lítur manninn sem hann ber nú óðar kennsl á. Er ekki að orðlengja það að þar er kominn náunginn sem hann heilsaði á dönsku fyrr um morguninn og ekki í neinni spjör að því er bezt verður séð. „Ja kvur andskotinn," verður dóna að orði á hressilegri íslenzku sem hann starir á Jón- mund, „— þetta er þó ekki pabbi þinn?“ „Jú,“ segir Gunna lágt og er einna likust tómötu í framan. „Kvurtþó í heitasta, kondu annars blessaður og sæll, höfum við ekki sézt áður?“ segir þá kauði og beinir kveðju til Jónmundar, sem star- ir á hann í orðvana forundran og hugleiðir hvort harn eigi ekki að lemja hann í hausinn með kylfunni. Gunna flissar bara og reynir að toga sæng- urverið yfir ber brjóstin, sem var nú út al fyrir sig synd með því að geirvörturnar á þeim voru svo sætar og fallega Ijósrauðar. „Ja — hvað skal segja, ætli sé ekki kom- inn tími til að fara í buxurnar?" segir svinið á lýtalausri íslenzku. Og þarmeð er hann setztur á rúmstokk- inn og bendir Jónmundi að rétta sér buxurn- ar. En Jónmundur er nú ekki aldeilis á þvi heldur þrifur hann til kylfunnar og lemur dón- ann í hausinn. „Lemurðu mig í hausinn bölvaður?" segir dóninn. „Og lem þig aftur — og fastar — ef þú hefur þig ekki á braut,“ segir Jónmundur og veifar kylfunni. „Buxnalaus?“ spyr dóninn. „Með það sama, eða ég mölva á þér topp- stykkið,“ segir Jónmundur og hefur nú færzt allur í aukana. Þetta lætur dóninn ekki segja sér tvisvar, hann þrífur buxurnar, skyrtuna, jakkann, húf- una, gleraugun og töskuna og er þotinn út á augabragði en gefur sér þó tíma til að kasta kveðju á húsfreyjuna um leið og hann skýzt gegnum ganginn. En Jónmundur snýr sér að dótturinni, sem fram til þessa hefur verið augasteinninn hans, og það er sársauki og jafnvel ávítun í rödd- inni þegar hann segir við hana: „Hvernig gaztu gert þetta?“ „Ég veit það bara ekki," segir hún og ríg- heldur sængurverinu yfir brjóstunum. Og þeg- ar hún sér hvað hann góði pabbi hennar hef- ur tekið þetta nærri sér, bætir hún við í hjart- ans einlægni: „Ég lofa því að gera þetta aldrei aftur." Frá og með þessum degi hljómaði ekki svo mikið sem ómurinn af söng skógarþrastanna frá þessum fagra sumarmorgni i brjósti Jón- mundar lögregluþjóns, það var líkast því að skrúfað hefði verið fyrir útvarpið . . . — En á náttborðinu hennar Gunnu tróndu skoltarnir úr gestinum, þar sem honum hafði láðst að skella þeim uppí sig í óðagotinu. Það er nú einusinni svona að gerfitennur eru stundum frekar til trafala, endaþótt notast megi við þær svosem einsog til að bíta í fransbrauð eða þá að veifa þeim framan [ sólarlagið 4 58

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.