Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 31
Edda Hákonardóttir: Pétur Pétursson: TVÖ LJÓÐ Vigfús Andrésson: FJÖGUR LJÓÐ I. eftir að ég skall niður á kjallaragólfið fór ég að sjá sólskinið og þreifaði eftir leið niður í dimmt djúpið ég byrjaði að fara úr fötunum hægt ánþess að brosa ekki ennþá en seinna þegar ég stóð nakin milli þunnra glerflaskna varð ég örugg og viðkvæmnislega glöð í purpurarauðu sólskini síðar þegar ég fann líkama hans þlíðlega allsstaðar kringum líkama minn hló ég ég leitaði að líkama sjálfrar mín ég hélt það væri mögulegt en karlmannslíkami hans kom og fann mig í minn stað III. ég reyndi að finna leiðina útúr sjálfri mér ég meiddi mig og komst út sem blóm meitt blóm mig lángar ekki að meiða hugsunina um þig því geymi ég hana djúpt inní mér hægt niður upp og snerti himininn en ég finn smámsaman rauða Ijósið hverfa inní þig ★ Ég horfði á sjálfa mig eina eina og alltof eina Brjálæðislega eina Víetnam og heimurinn Tómeygð stúlka horfir á rauðan sjó hvítir hrafnar koma og segja hvar er hafið frá í gær? Raddlaus stúlkan svarar ég vaknaði of seint í dögun var þjóðinni blætt út meðan steinhjarta mitt slær storknar hafið Svartir hrafnar fljúga hljóðlaust burt tómeygð stúlka horfir á rauðan sjó. Prentvilla Yfir hvítglóandi trúareldi kraumar í blóðfylltum potti og blóðkornin takast í hendur í endalausum hring kringum frelsisstyttu og eitruð álver og glæpsamleg augu vitfirringsins blóðhlaupast í hring hinna örsmáu einda veifandi leiðréttri bíblíu og æpa vitfirringsrómi: ,,í upphafi var morðið, morðið“. Sveitavor Þegar fjósin reka útúr sér hauggráa tunguna og ráðlaus bóndi stendur yfir dauðvona kind þá er vor fuglar lífga þögult loftið og fossinn syngur fussum fei þá er vor þegar gaddavírinn rispar sigggrónar hendur og áburðargult hjólfarið vefst um túnin þá er vor. Messías í flöktandi birtu ævintýrsins var grýtt jörð og maður á sandölum og hvítum kyrtli settist niður og döprum augum starði á árdaga eilífðar. Og bezta tréð í skóginum hlaut að deyja fyrir hann. Ganga um ánþess að deyja Undir þungbúnum himni bar hann sinn dóm. Vera bara og vera vera Síðan allt mannkyn vegvillt undir flöktandi birtu ævintýrsins. Dauöi : Líf þeir gróðursetja lítil tré í sveita síns andlits alla ævina sólin nærist á hvítum ásjónum þeirra því þeir líta ekki upp en þegar kaldar stjörnur lifna hljóðlaust um dimma himinhvelfinguna halla þeir sér í heiðalyngið svalt af dögg sólin laufgar æviferil dauðlegs manns einhverja nóttina mun einn þeirra læðast inn i skóginn til að villast með passíusálmana á brjóstinu Oddur Björnsson: FIMM LJÓÐ Úrkoma og himinninn hímdi yfir húsunum og það var fólk í húsunum og það var fólk á götunum og það fór og kom og himinninn hímdi yfir fólkinu og húsunum og götunum — og þá kom haglið úr himninum og það buldi á húsunum og glumdi á götunum og það varð þögn Vetrarmorgunn Undir himninum eru húsin og hafa engan skugga handa gráblárri jörðinni og guggin götuljósin gefa enga birtu útí gráblátt loftið og þar stendur Leifur og glápir hlaunagleiður í gráblátt vestrið Lítil huggun 200.000.000 smálestir af koium 50.000.000.000 kíló af kjötl 800.000.000 lestir af áli og ótæmandi olía geta ekki einusinni huggað lítið barn Ljóðvitjun Mín vitjaði Ijóð og mig verkjaði í punginn og ég vissi ekki — hvort hefja skyldi söng Þunglyndi Ég hitti vin — og regnið vissi ekki hvort það ætti að streyma 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.