Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.06.1973, Qupperneq 27
Björn Arnórsson ÍSLAND, NATÓ OG EVRÓPA Ofanskráður titill er þema í næstsíð- asta tölublaði Samvinnunnar (1/73), og um það segir ritstjóri í inngangi sínum. „Til umræðunnar hafa verið kvaddir fulltrúar flestra þeirra „opinberu“ eða „ábyrgu" viðhorfa, sem nú eru uppi um ísland, hersetuna og Atlantshafsbanda- lagið, og hafa þeir fengið ótakmarkað rúm til að reifa og rökstyðja hugmyndir sínar.“ Ekki veit ég hvaða hugmyndir ritstjóri gerir sér um „opinberar" eða „ábyrgar“ hugmyndir, en víst er að kommúnisminn mun ekki hafa þessa eiginleika til að bera, því ekki er hægt að finna einn ein- asta úr okkar hópi í þessum umræðum. Þar sem einhver hluti lesenda Samvinn- unnar mun vera úr verkalýðsstétt, er kannski ekki úr vegi að gera nokkrar athugasemdir við þessar greinar í Sam- vinnunni. „Opinber“ og „ábyrg“ viðhorf Það, sem er sameiginlegt þeim viðhorf- um, sem koma fram í næstsíðasta tölu- blaði Samvinnunnar, er fyrst og fremst, að allir greinarhöfundar ganga út frá því, að á íslandi sé að finna eina heild, sem hafi sömu hagsmuna að gæta. Spurning- in verður því í þeirra augum: Er það íslendingum til hagsbóta að bandarískur her sé hér á landi? Annað sameinkenni er að velflestir virðast sammála um að dvöl bandaríska hersins hér á landi sé tengd Sovétríkjunum, þ. e. a. s. ef hætta er á árás frá Sovét, þá er rétt að hafa herinn — annars ekki. Síðan rífast menn hástöfum um útþensluhugleiðingar Sov- étríkjanna — og komast að mismunandi gáfulegum niðurstöðum! Hvað viðvíkur fyrri spurningunni, þá er galli hennar sá, að það hefur aldrei verið á fslandi sú eining hagsmuna, sem spurningin gengur út frá (sjá nánar síðar). Hvað viðvíkur þeirri seinni, þá skiptir svar hennar engu höfuðmáli í sambandi við niðurstöðuna, sem leiðir af því svari, sem fæst, ef málið er rann- sakað út frá þeirri staðreynd, að á ís- landi búa ýmsir hagsmunahópar. Ég vil geta þess nú þegar, að ég mun hér eftir láta mér nægja að taka tillit til tveggja mikilvægustu hagsmimahópanna, þ. e. a. s. kapítalistanna annars vegar og verka- lýðsins hins vegar. Þó er rétt að geta þess, að allar rann- sóknir mínar á Sovétríkjunum benda til þess að ráðamönnum þar í landi muni fátt fjarlægara en að gera innrás í ís- land — hvort sem bandarískur her er þar staðsettur eða ekki. Þetta eru nokkrir greinarhöfunda mér sammála um, og það þarf ekki mikið hugarflug til að ímynda sér, að Bandaríkin — með sína víðtæku leyniþjónustu — geri sér þetta ósköp vel ljóst sjálf — en .... . . . af hverju er þá bandaríski herinn hér? Ofanskráð spurning hefur kannski skotið upp kollinum hjá einhverjum her- námsandstæðinga og allavega full ástæða til að svara henni. Það furðulega gerist í þessum umræðum í Samvinnunni að það er Benedikt Gröndal, sem gefur svarið, en á bls. 31 segir hann: „Kommúnistarnir vita, hvað þeir vilja að gerist eftir að varnarliðið er farið og ísland gengið úr NATO. Hætt er við að hinir mundu uppgötva eftir að herinn væri farinn, að það er ekki lokatakmark, heldur verður einhver önnur stefna að taka við, og mörg vandamál verða þá óleyst.“ Það eru gömul sannindi, sem við kommúnistar förum ekki dult með, að við berjumst fyrir afnámi kapítalismans á íslandi — berjumst fyrir sósíaliskri byltingu verkalýðsins, sem mun brjóta á bak aftur alræði borgaranna og koma á alræði öreiganna. Hitt er annað mál, að það er ekki oft, sem fulltrúar borg- arastéttarinnar viðurkenna opinberlega í orði, að herinn sé á íslandi til að gæta núverandi þjóðskipulags. Hitt er algeng- ara að borgararnir og sendipiltar þeirra segi okkur kommúnista ljúga, þegar við segjum að herinn sé á íslandi til að vernda hagsmuni auðvaldsins — gegn hagsmunum verkalýðsins. Ég hlýt að við- urkenna, að Benedikt Gröndal vex í aug- um mínum við að ganga svona fram fyrir skjöldu og viðurkenna beinum orðum, að herinn þjóni hlutverki í innri mót- setningum íslenzku þjóðarinnar. íslenzka þjóðarheildin Eins og öll önnur auðvaldsþjóðfélög — og á íslandi er auðvaldsþjóðfélag — sam- anstendur íslenzka þjóðfélagið af ólíkum hagsmunahópum, hverra hagsmunir bæði skilja sig hver frá öðrum og það sem meira er, standa oft og tíðum í beinni mótsetningu hver við aðra. Höfuðstétt- irnar á íslandi (eins og í öðrum auð- valdsþjóðfélögum) eru auðvaldsstéttin — kapítalistarnir — annars vegar og verka- lýðurinn — öreigarnir — hins vegar. Fyrri stéttin lifir á að arðræna hina síðarnefndu, sem hefur ekkert annað að selja en sitt eigið vinnuafl. Milli þessara stétta eru ósættanlegar mótsetningar. Annars vegar berst verkalýðsstéttin fyrir afnámi arðránsins — hins vegar er arð- ránið grundvöllur tilveru auðvaldsstétt- arinnar. Ef við lítum á hagsmuni bandaríska auðvaldsins, sjáum við fljótlega að yfir- ráð þess í öðrum heimshlutum eru ein af forsendum hagkerfisins. Bandarísk al- þjóðleg auðfyrirtæki flytja stórar upp- hæðir frá þriðja heiminum árlega, og framleiðsla iðnaðarins er á fleiri sviðum algjörlega háð bandarískum yfirráðum á hráefnalindum erlendis. Þar við bætist nauðsyn markaða erlendis, sem leiðir af sér stöðuga viðleitni bandarísku heims- valdasinnanna við að verja — og helzt auka —• þann hluta heims, sem enn lýtur hinu kapítalíska skipulagi. Og þarna renna hagsmunir bandaríska og íslenzka auðvaldsins saman. Báðum stéttunum er mjög í mun að viðhalda núverandi þjóð- skipulagi á fslandi — þvert ofan í hags- muni íslenzka (og alþjóðlega) verkalýðs- ins. Það er vert að geta þess að banda- risku heimsvaldasinnarnir eru semsagt ekki hér á landi fyrst og fremst til að gæta hagsmuna íslenzku auðvaldsstéttar- innar. Ef hagsmunir þeirra færu ekki saman, mundu bandarísku heimsvalda- sinnarnir fylgja sínum eigin hagsmunum — jafnvel þótt það bryti þvert í bága við hagsmuni íslenzku borgarastéttarinnar (sbr. hagsmuni brezku og íslenzku borg- arastéttarinnar hvað viðvíkur landhelg- inni!). En meðan áhugamálin eru hin sömu, er samvinnan auðvitað eðlileg. Gegn auðvaldi og heimsvaldastefnu Þess vegna er barátta íslenzks verka- lýðs gegn eigin borgarastétt og banda- ríska auðvaldinu samofin baráttu víet- nömsku alþýðunnar, palestínsku alþýð- unnar o. s. frv. Öreigar allra landa hafa sömu hagsmuna að gæta — að brjóta á bak aftur auðvaldskerfið — heims- valdastefnuna. Á sama hátt rottar ís- lenzka borgarastéttin sig saman við bandarísku heimsvaldasinnana, fasistana í Grikklandi, Tyrklandi, Portúgal o. s. frv. Þegar um er að ræða að viðhalda auðvaldsskipulaginu í heiminum, fara hagsmunir borgarastétta allra landa í heiminum saman. Þess vegna: Spurningin um herinn og NATO er ein og hin sama, og lausn henn- ar er að finna í styrkleikahlutföllum þessara tveggja stétta — öreiganna ann- ars vegar og auðvaldsins hins vegar. Bar- áttan fyrir hernum er (eins og Benedikt Gröndal segir) einn liðurinn í baráttu borgarastéttarinnar við að viðhalda arð- ráni sínu á íslenzkum verkalýð. Á sama hátt er barátta okkar gegn hemum og NATO einn hður í baráttu okkar fyrir sósíalisma — alræði öreiganna. 4 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.