Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 33
helgiritum fornaldar. Þar birtist hún m.a. í sögninni um borgirnar tvær, Jerúsalem, sem er lifandi ímynd heilagleikans, og Babýlon, þarsem guðleysið og vanhelgin ráða rikjum. Auk þesskonar áhrifa frá helgiritum fyrri alda, hafa kynni höfund- arins af trúarskoðunum Maníkea sem áður hafa verið nefndir, án efa haft sitt að segja um það meginstef sem gengur einsog rauður þráður í gegnum allt þetta rit. Enn verða íbúar ríkjanna tveggja að lifa hvorir innanum aðra á þessari jörð. Það sem ræður úrslitum um það hverjir fá inngöngu í guðsríkið og hverjir ekki, er hugarfar hvers og eins. Guðsríkið tek- ur aðeins við þeim sem eru fúsir til- þessað afneita lystisemdum holdsins og vilja fórna sér fyrir guð og andann. Tvær tegundir ástar setja mark sitt á íbúa ríkjanna tveggja. Þeir sem búa í guðsrík- inu láta stjórnast í einu og öllu af ský- lausri ást sinni á guði. íbúar jarðríkisins elska hinsvegar eigið líf umfram allt annað og sjálfselska þeirra gengur jafn- vel svo langt að þeir hætta með öllu að hugsa um guðdóminn. Eitt einkenni ástarinnar á guði er algjör stilling. Sjálfselskan er hinsvegar gagntekin eirð- arleysi. Guðsástin er ímynd friðarins, sjálfselskan þvertámóti jafnan uþþ- spretta missættis og illinda. Ástin á guði leitar fremur eftir sannleikanum en inn- antómu lofi, andstætt því er sjálfselsk- an sífellt á höttunum eftir skjalli. Þeir sem búa í guðsríkinu vilja þó lifa í friðsamlegri sambúð við ibúa jarðríkis- ins. Þeir vilja umfram allt lifa sáttir við allt og alla á þessari jörð og gera því það sem í þeirra valdi stendur tilað ala frem- ur á friði en ófriði í heiminum. Þeir eiga það sammerkt með ibúum jarðríkisins að neyta þeirra veraldlegu gæða sem mað- urinn þarf á að halda til viðhalds lífi sínu á jörðinni. Fullnæging ýmissa sam- eiginlegra lífsþarfa skapar visst jafnvægi milli rikjanna tveggja. Þó ganga íbúar þeirra með tvennskonar hugarfari að fullnægingu slíkra þarfa. íbúar jarðríkis- ins helga líf sitt veraldlegum gæðum og lifa fyrir það eitt að njóta lystisemda jarðarinnar til fulls. Þeir sem búa i guðs- ríkinu miða hinsvegar jarðneska veru sína við það, að hún sé aðeins undanfari annars og veglegra lífs. Á meðan hin jarðneska veröld er við lýði er guðsrikið dæmt tilað vera einskonar útlagi á jörðu. En í fyllingu tímans mun þó dómsdagur renna upp yfir réttláta og rangláta og heiminum verða skipt að fullu og öllu. Á þeim degi hverfa íbúar guðsríkisins til eilífrar sælu í sölum himnanna en þeir sem búa í jarðríkinu verða hinsvegar óslökkvandi eldi að bráð. Hér er semsé dregin skýr markalína milli þeirra sem helga lif sitt guði og hinna sem meta fánýtar lystisemdir jarð- lífsins meiren guðdóminn sjálfan. Eitt atriði enn er vert að minnast á í þessu sambandi, en það er sú skoðun Ágústínusar að guðsríkið standi mönnum af öllum stéttum og þjóðum veraldarinn- ar til boða. Guð spyr ekki um þjóðerni, ætt eða uppruna þess, sem er reiðubúinn að fórna sér fyrir andann. Á mörkum tveggja heima Þær fátæklegu glefsur sem hér hafa verið tíndar til úr þessu riti Ágústínusar um Guðsrikið, ættu að geta gefið eilitla vísbendingu um þá tegund útópíu sem höfundurinn elur á. Hér er að sjálfsögðu um að ræða hugmyndir sem eru veru- lega frábrugðnar þeim sem fyrri höfund- ar tefldu fram um fyrirmyndarsamfélög. Ágústínus gerir sér ekki neinar vonir um nýja tegund samfélags á jörðu. Sá stað- ur sem hann velur þessu fyrirmyndar- ríki sinu er utanvið hina jarðnesku ver- öld. Ófullkomleiki mannsins er slíkur, að engin ástæða er tilað ætla að honum takist af eigin rammleik að stofnsetja neinskonar fyrirmyndarriki á jörðu. All- ar þessháttar tilraunir hljóta jafnan að stranda á inngripi þeirra afla sem urðu þess valdandi að maðurinn kom sér í upphafi jarðlífsins útúr húsi í aldingarð- inum Eden, þarsem guð hafði úthlutað honum eilífum sælureit. Þó örlar víða á nánum tengslum útópíu Ágústínusar við kirkjuna, stofnun guðs á jörðu, enda eru margir þeir sem treysta innviði guðs- ríkisins sömuleiðis meðlimir hennar. Rit Ágústínusar um Guðsríkið stendur í vissum skilningi á mörkum tveggja heima. Hér er á ferðinni einskonar upp- gjör kristninnar við hina heiðnu veröld, þarsem þó er haldið eftir ýmsu þvi úr heiðninni sem höfundur álítur kristin- dómnum fengur að. Hér verður þó ekki farið nánar útí þá mörgu þræði stjórn- spekilegra, trúfræðilegra og siðferðilegra hugmynda, sem ritið allt er ofið úr, enda tilheyrir slík umræða öðrum vettvangi. Þúsund ára eyða Nú liða rúm þúsund ár ánþessað fram komi nokkurt rit sem ástæða er tilað ætla sérstakt rúm í sögu útópíunnar. Þessi rúmlega þúsund ára eyða i sögu hugmyndarinnar um fyrirmyndarsam- félag er tímabil mikilla umbrota bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Grund- vallarbreytingar eiga sér stað á samfé- lagsháttum vesturlanda, ný samfélags- form verða til og ryðja þeim gömlu úr vegi. Borgir risa ein af annarri. Þangað leita stórir hópar manna utanaf lands- byggðinni, þarsem akuryrkjan er víða hætt að standa undir ört vaxandi fólks- fjölguninni. Sá iðnaður sem fyrir er í borgunum er sjaldnast undir það búinn að framfleyta öllum þeim fjölda sem þangað flýr og afleiðingin verður vaxandi atvinnuleysi og örbirgð. Þessar aðstæður leiða til þess, að ný stétt byrjar að mynd- ast. Hana fylla allir þeir sem ekki auðn- ast að koma þessari einu eign sinni, lík- amsorkunni, í verð. Þarmeð er kominn fyrsti vísir öreigastéttar nútímans, þeirr- ar stéttar sem engar eignir á aðrar en handaflið og öldum saman er dæmd tilað vera söluvarningur kaupherra og auð- mangara af ýmsu tæi. Margar aldir líða þartil meðlimir þessarar stéttar vakna til vitundar um nauðsyn og mátt eining- arinnar og byrja að mynda samstæðar heildir. Á uppgangstimum þess nýja valds, sem nú er að hasla sér völl og alla tíð stendur veraldargengi öreiganna fyrir þrifum, auðvaldsins, er skilningur á ó- sættanlegum andstæðum þessara þjóð- félagsafla af skornum skammti og stétt- vísi öreiganna lítil enn sem komið er. Nýtt mat á auðnum hefur smámsam- an verið að ryðja sér til rúms. Þetta nýja mat sem felur í sér jákvætt álit á „heið- arlega“ fengnum auði, stendur í nánum tengslum við þann vaxandi þunga sem kirkjan leggur á innrænar hliðar trúar- innar, þarsem gerður er sífellt skýrari greinarmunur á svonefndri innri og ytri breytni. Hugmyndir frumkristninnar um fábrotið og nægjusamt líferni, samfara andúð á veraldlegum auði, hafa verið á undanhaldi fyrir aukinni áherzlu á mikil- vægi hugarfarsins, innri breytni hvers og eins. Enda hefur kirkjan sjálf, stofnun guðs á jörðu, verið iðin við að safna að sér veraldlegum fjársjóðum. Skýrt dæmi þeirrar viðleitni er að sjálfsögðu afláts- salan á 15. öld. Útópía Mores Þó er það einn af hollvinum kirkjunn- ar sem aftur tekur upp þráðinn þarsem frá var horfið og endurvekur hugmynd- ina um fyrirmyndarsamfélag á jörðu. Þar er átt við Englendinginn Thómas More, en rit hans Útópia, sem allar skyld- ar hugmyndir draga nafn sitt af, kom út árið 1516. Thómas More fæddist í London árið 1478. Faðir hans var starfandi lögfræð- ingur þarí borg og ungur lauk More sjálf- ur námi í þeirri sömu grein. Hann varð snemma þingmaður og uppfrá þvi gegndi hann margskonar trúnaðarstörfum fyrir ríkið. Á unga aldri dró More sig um tíma útúr öllu opinberu lífi og lifði ströngu munklifi, einangraður frá ys og erli um- heimsins, en hann var alla tíð eldlegur áhangandi kristinnar trúar. Árið 1529 var More gerður að kanslara við hirð Hinriks 8. þáverandi Englands- konungs. Nokkrum árum seinna lenti hann svo í afdrifarikum útistöðum við konung. Undirrót þessa missættis var öðr- um þræði andúð hans á hjúskaparbrölti konungs, sem frægt er í sögunni, auk heilagrar vandlætingar á lögum sem konungurinn lét setja, þarsem hann tryggði sjálfum sér æðsta vald yfir kirkj- unni og öllu henni viðkomandi (The Supreme Act). Andstaða More gegn þess- ari lagasetningu á sér án efa að nokkru leyti rætur í þeim hugmyndum, sem hann hefur gert sér um æskilegasta samfélags- hætti, en þar hafa þessháttar alræðis- hneigðir verið fremur illa séðar. Þessar deilur More við konung enduðu með því, að sá fyrrnefndi var dæmdur fyrir land- ráð og tekinn af lífi árið 1535. Höfuð hans var sett á stöng á Lundúnabrú eins- og þá var siður, öðrum óvinum ríkisins til áminningar og viðvörunar. Útópía Thómasar More skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum gagnrýnir höf- undur ýmislegt það sem honum þykir ástæða tilað lagfæra í samtíð sinni. Þar koma m. a. fram hárbeittar athugasemdir um eignarréttinn, sem More telur flest- um öðrum þjóðfélagslegum meinsemdum skæðari. Hann heldur því fram að til- vera eignarréttarins verði jafnan tilþess- að ýta undir ýmsar tegundir misréttis og 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.