Samvinnan - 01.06.1973, Síða 35

Samvinnan - 01.06.1973, Síða 35
Margar af þeim hugmyndum More, sem fram koma í Útópíu, íklæddar formi lýsingar á ævintýraeynni, má segja að hafi mótað inntak baráttunnar fyrir jafn- réttisþjóðfélagi allar götur framá okkar daga. Sú afdráttarlausa fyrirlitning á auðhyggjunni sem er undirtónninn í riti More, er til þess fallin að hræra hugi sósíalista enn i dag. í þessu merka riti bregður víða fyrir köflum sem snerta rætur þeirrar bjarg- föstu trúar á manninn, sem er uppspretta og undirstaða allra hugmynda sósíalista um jafnréttisþjóðfélag. Sem dæmi mætti tilfæra hér eitt lítið sýnishorn, þarsem höfundur ræðir um andúð þeirra sem búa á eynni útópíu, í garð þeirrar blindu ástar á gullmolum og veraldarglysi, sem vissar tegundir samfélags hafa alið á og orðið hefur uppspretta svo margbreyti- legs ójafnaðar og misréttis i sögu manns- ins. „Þeir undrast yfir þvi, að til skuli vera menn sem hafa yndi af því að góna á dauflegt glit örlítillar agnar eða stein- völu, þegar þeir eiga þess kost að horfa á stjörnurnar eða sólina sjálfa; eða það, að menn geti verið svo glórulausir að halda sig vera meiri menn fyrir það eitt að hafa um sig fínlagaðan ullarþráð, vit- andi þó að ullin sjálf, hversu fínn sem þráðurinn kann að vera, er komin af sauðkind, sem aldrei var annað en sauð- kind þóað hún bæri þennan þráð.“2) Peningum hafnað Til áréttingar þessháttar viðhorfum hafna íbúar eyjarinnar útópíu með öllu notkun peninga, enda sér þjóðarbúið þegnunum fyrir öllu því sem nauðsynlegt er til lífsviðurværis. Þó er hér um að ræða velhafandi þjóð, en veraldleg auð- æfi þjóðarbúsins eru i vörslu annarra þjóða, þarsem þau eru geymd svo hægt sé að grípa til þeirra, ef harðnar í ári á einn eða annan hátt. Ennfremur eru eyj- arskeggjar ósparir á að láta fé af hendi rakna til fátæklinga í öðrum löndum og fyrir það njóta þeir viða mikils álits. Að lokinni þessari lauslegu athugun á þeirri samfélagsmynd sem More málar svo fögrrnn litum i riti sínu, Útópíu, má ljóst vera, að hér er um margslungnar hugmyndir að ræða. Margt í þessu riti er að sjálfsögðu þess eðlis, að það hefur tapað fyrra gildi og heyrir nú sögunni einni til. Þó er óhætt að fullyrða, að mörg af þeim þjóðfélagskaunum, sem höfund- urinn stingur á, hafi lítið breytt um and- lit fráþví á sextándu öld. Enda hafa margar af þessum hugmyndum einsog áður segir verið nátengdar lífsviðhorfum sósialista og baráttu þeirra fyrir bættum þjóðfélagsháttum víða um heim allt framá okkar daga. Löngum hafa menn deilt um það, hvert hafi verið raunverulegt markmið Thóm- asar More með þessu riti sínu um fyrir- myndarsamfélag. Ýmislegt i Útópíu gef- ur til kynna nokkurt dálæti höfundar á orðaleikjum, viða bregður fyrir glettn- um ævintýrablæ. Þar má nefna sem dæmi val höfundarins á nöfnum þeirra persóna og staða sem fyrir koma í Útópíu. Sögumanninn kallar hann Raphael Hythlodeus, sem er einsog önnur heiti í ritinu af griskum stofni og á að merkja „andstæðing innantómra orða“. Eins er um það nafn sem More velur höfuðborg eyjarinnar útópíu, Amaurotum, sem ku merkja „þokuborg“, en það leiðir einsog ýmislegt fleira í ritinu hugann að ensk- um staðháttum, þarsem er heimaborg höfundar sjálfs, þokuborgin London. Þráttfyrir allskyns orðaleiki og tvíræða glettni af ýmsu tæi, má þó telja víst, að fyrir More hafi vakað annað og meira en að semja líflegt skemmtirit. Án efa hef- ur þessum hugmyndum verið ætlað ann- að hlutverk en það að stytta fáeinum yf- irstéttarmönnum stundir. Tilgangur þessa heittrúaða réttlætissinna, hefur vafalítið öðrum þræði verið sú eldlega sannfær- ing hans, að þessar fögru hugmyndir gætu orðið tilþess að vekja menn til umhugsun- ar um þær mörgu þjóðfélagslegu mein- semdir sem við var að etja og hvetja þá tilað leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum lifsskilyrðum og samfélags- háttum manna á jörðu. Þær hugmyndir, sem fram koma eftir daga Thómasar More um fyrirmyndar- samfélög, eiga það nær allar sammerkt, að höfundar þeirra gera ráð fyrir sam- eignarskipan sem efnahagslegri undir- stöðu þjóðarbúsins. Enda ganga þessir höfundar útfrá því sem visu, að afnám eignarréttar sé skilyrðislaus forsenda þess, að unnt sé að byggja upp réttlátt og viturlegt samfélag, þarsem allir þegnarn- ir hafi jafnan aðgang að lífsgæðunum. Þau samfélagsform sem ýta undir sér- eignarbrölt og annarskonar ribbaldahátt, þarsem mönnum er att útí ómennska rimmu við meðbræður sína um veraldleg gæði, stangast á við allar beztu og feg- urstu siðgæðishugmyndir mannsins. Flestir eru þessir höfundar trúir þeirri grundvallarkenningu Thómasar More, að eignarrétturinn leiði jafnan til ójafnað- ar og misréttis, kljúfi þegnana í andstæð- ar stéttir og standi öllum tilraunum í átt til aukins jafnréttis fyrir þrifum. Það sem þessa höfunda greinir á um er því fyrst og fremst sú þjóðfélagslega yfir- bygging sem þeir vilja reisa á grundvelli efnahagslegs jafnréttis. En undirrót þess- konar ágreinings er öðrum þræði sál- fræðileg, þarsem þessir höfundar eru eng- anveginn á eitt sáttir um náttúru eða sanneðli mannsins og vilja því búa hon- um ólík lífsskilyrði, hver á sína vísu. Til skilnings á eðli þessara andstæðu viðhorfa er vænlegt að skoða þá útópíu, sem næst gengur Útópíu Thómasar More í tíma, Civitas solis eða Sólarríkið eftir ítalska munkinn og ofsatrúarmanninn Campanella og gera eilítinn samanburð á innihaldi þessara tveggja rita. 4 1) The Essential Augustine, Mentor 1964, bls. 199. 2) Th. More: Utopia, í Der utopische Staat, rowohlt, 1960, bls. 68. Dœmigerð mynd af hóglífi ensku forréttindasiéttanna á liðnum öldum. 35

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.