Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 12
Esther Vilar
Flosi Ólafsson
Hólmfríður Gunnarsdóttir
Steinunn Jóhannesdóttir
Sigrún Júlíusdóttir
Helga Hjörvar
Vilborg Dagbjartsdóttir
Þorgeir Þorgeirsson
Tamdi karlmaöurinn
Miklar umræður hafa á undanförnum
árum farið fram um stöðu kvenna í þjóð-
félaginu, misréttið sem þær búa við i
karlmannasamfélaginu, einangrun þeirra
og áhrifaleysi. Hitt hefur sjaldan heyrzt,
að þessu kunni að vera öfugt farið, þ.e.a.s.
að konan þrælki karlmanninn. Því er þó
haldið fram í frægri bók eftir þýzkan
lækni og félagsfræðing, Esther Katzer,
sem skrifar undir nafninu Esther Vilar.
Bókina nefnir hún Der dressierte Mann
(Tamdi karlmaðurinn). Hún hefur fært
höfundinum morð fjár, en einnig hótun-
arbréf af ýmsu tagi; húsmæður hafa
jafnvel hrækt á hana á götum úti. Bók-
in kom fyrst út í Þýzkalandi fyrir tveim-
ur árum og hefur síðan verið þýdd á um
tuttugu tungumál, og er verið að þýða
hana á mörg fleiri. Víða hefur hún vakið
miklar deilur og verið gerður aðsúgur að
höfundinum, þegar hún hefur flutt fyrir-
lestra um bókina hjá stúdentum og öðr-
um áhugahópum. Mun Vilar hafa fengið
slæma útreið hjá rauðsokkum á Norður-
löndum, þegar hún kappræddi við þær
um bókina.
Esther Vilar er 37 ára gömul. Faðir
hennar var gyðingur, sem flúði Þýzkaland
á valdadögum nazista og settist að í Arg-
entínu. Þar lagði hann stund á búskap.
Kona hans var ekki gyðingur, heldur mót-
mælendatrúar. Þau hjónin skildu þegar
dóttir þeirra var ung, og ólst hún síðan
upp hjá móður sinni. Hún reyndist hinn
mesti námshestur, enda lauk hún prófi
í læknisfræði 25 ára gömul. Þá lagði hún
leið sína til Vestur-Þýzkalands í því skyni
að afla sér framhaldsmenntunar, og var
ætlunin að snúa síðan aftur heim til
Argentínu. Af því varð ekki. ( Þýzkalandi
kynntist hún rithöfundi, sem gengur und-
ir nafninu Wagn, og gengu þau í hjóna-
band skömmu síðar. Þau hjón skildu
nokkrum árum síðar, en hafa haldið áfram
að búa saman og annast dóttur, sem þau
eiga. Skilnaðurinn stafaði ekki af mis-
sætti, heldur einvörðungu af því að þau
vildu bæði vera laus við bönd hjóna-
bandsins, þó þau héldu áfram að búa
saman. Einkum vildi Esther vera sjálfri
sér samkvæm og losa mann sinn við það
ófrelsi, sem hún telur felast í hjónaband-
inu.
Fyrir nokkrum árum kynntust þau Vilar
og Wagn bandarískum auðmanni, sem
síðar settist að í Genf. Hann hjálpaði þeim
til að stofna útgáfufyrirtæki, sem þau
hafa unnið við síðan. Fyrirtækið gefur
einungis út bækur eftir þau sjálf. Áður en
Vilar gaf út „Tamda karlmanninn", hafði
hún samið og gefið út skáldsögu og
tvö ritgerðasöfn. Allar fjölluðu þær að
meira eða minna leyti um sama efni og
metsölubókin, þ. e. ófrelsi karlmannsins.
Mesta vinnu lagði hún í fjórðu bókina,
dvaldist m. a. um skeið í New York til
að viða að sér efni í hana. Bókin kom
út snemma árs 1971, en vakti ekki telj-
andi athygli fyrr en gerður hafði verið
um hana sjónvarpsþáttur, sem var sýnd-
ur seint á árinu. Eftir það hefur Vilar
ekki þurft að hafa neinar fjárhagsáhyggj-
ur.
Við birtum hér stuttan útdrátt úr þess-
ari umdeildu og umtöluðu bók ásamt við-
brögðum nokkurra íslendinga við henni.
Sjálfsagt munu ýmsir fleiri hafa hug á
að láta í Ijós álit sitt á bókinni eða þeim
útdrætti úr henni, sem hér birtist, og mun
Samvinnan með ánægju birta slíkar grein-
ar eða lesendabréf.
• Öfugt við karlmanninn er konan
manneskja sem vinnur ekki. Hér væri
vel hægt að ljúka skilgreiningunni —
því miklu meira verður varla um hana
sagt — ef hugtakið manneskja væri
ekki alltof víðtækt og óljóst til að skil-
greina bæði karl og konu.
Mennsk tilvera býður uppá val milli
lægra lífsstigs, sem er nátengt lífs-
stigi dýra, og æðra lífsstig, sem er
andlegt. Konan velur tvímælalaust
lífsstig dýrsins. Æðsti draumur hennar
er líkamleg vellíðan, bú og möguleik-
inn að geta þar óhindrað fullnægt
varphvöt sinni.
Talið er sannað, að karlar og konur
fæðist með nokkurnveginn sama and-
lega útbúnað, þannig að ekki sé fyrir
hendi neinn upprunalegur gáfnamis-
munur milli kynjanna. En það er líka
alþekkt, að hæfileikar sem ekki eru
þroskaðir hjaðna og hverfa. Konur
hagnýta ekki sínar andlegu gáfur;
þær kurla hæfileika sína til að hugsa,
og eftir nokkurra ára dreifða og ó-
skipulega heilaþjálfun komast þær á
stig sem kalla mætti annars flokks
óafturkvæða heimsku.
• Hversvegna hagnýta konur ekki
heilabúið? Þær hagnýta það ekki,
vegna þess að þær þurfa ekki á að
halda neinskonar skilningsgáfum til
að draga fram lífið. Það væri fræði-
lega hugsanlegt, að fögur kona, sem
væri á lægra gáfnafarsstigi en sjimp-
ansi, gæti samt látið að sér kveða í
mannlegu umhverfi.
í síðasta lagi um tólf ára aldur hætt-
ir konan að þroska sína andlegu hæfi-
leika — en á þeim aldri hafa flestar
konur afráðið að gera vændi að lífs-
starfi sínu, þ. e. a. s. láta karlmann
vinna fyrir sér gegn því að þær veiti
honum með vissu millibili afnot af
kynfærum sínum. Konan getur vissu-
lega haldið áfram að mennta sig og
krækja sér í allskonar próf og gráð-
ur — því karlmaðurinn heldur að kona
sem hefur lært eitthvað utanað viti
líka eitthvað (lærdómsgráða eykur
semsé markaðsverðmæti konunnar)
— en í reyndinni skiljast hér endan-
lega leiðir kynjanna. Allir möguleik-
ar til samskipta og samneytis karls og
konu hverfa úr sögunni á þessum
tímamótum — og eiga ekki aftur-
kvæmt.
• Þessvegna eru ein af afdrifa-
ríkustu mistökum karlmannsins þau,
að hann lítur á konuna sem jafningja
sinn, þegar hann metur hana, þ. e. a. s.
lítur á hana einsog manneskju sem sé
á sama plani og hann sjálfur að því er
varðar tilfinningar og hugsun. Karl-
maðurinn getur fylgzt með hegðun
konu sinnar, hlustað á tal hennar,
með eigin augum séð við hvað hún er
að fást, og með hjálp ytri tákna ráðið
í, um hvað hún er að hugsa — en í
öllu þessu miðar hann við sitt eigið
gildismat. Hann veit hvað hann sjálf-
ur mundi segja, hugsa og gera í henn-
ar sporum. Og þegar hann — í sam-
ræmi við sinn eigin mælikvarða —
virðir fyrir sér hörmulegan árangur
12