Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.06.1973, Blaðsíða 17
þeirra, sem aftur hefur úrslitaáhrif á líkamlega vellíðan, og ekki er líkam- inn f jarri sálinni. Þær „skapa heimil- ið“, þær taka á móti gestum, ala upp börnin, annast innkaup fyrir heimilið, sjá um fatnað heimilismanna o. s. frv., o. s. frv. Víst eru þetta ekki ómerkileg störf. Þau eru meira að segja svo merkileg, að með þeim eru hnýttir þeir átthagafjötrar, sem erfiðast er að slíta. Konan gerir manninn svo háðan sér með þessu allt frá fyrstu tíð, að margur mömmudrengurinn kemst aldrei hænufet í áttina til neins sjálf- stæðis. Ljósasta dæmið um þetta finnst mér alltaf læknishjónin, sem ég þekkti. Þegar barnið þeirra fékk pest og grét, varð læknirinn ráðalaus og kallaði fram í eldhúsið til konu sinnar „Mamma“ (svo kalla sumir menn kon- ur sínar til að undirstrika móðurhlut- verkið) „hvað á ég að gera?“ Þormóður Kolbrúnarskáld Vel lýsir Vilar því, hvernig maður, sem „syndgað“ hefur gegn eiginkonu sinni, er æ síðan sem réttdræpur hund- ur á heimili sínu. Hann kemst í óbæt- anlega þakkarskuld fyrir fyrirgefn- inguna, en ef á þarf að halda veit hann, að gaddasvipan liggur á hill- unni fyrir ofan hjónarúmið. En ekki kemst Vilar með tærnar þar sem Halldór Laxness hefur hælana, þar sem hann lýsir þeirri fyrirlitningu og algjöru útskúfun, sem verður hlut- skipti Þormóðs Kolbrúnarskálds eftir að hann fór að „teygja á flærðir“ aðr- ar konur en löglega eiginkonu sína, Lúku, sem honum hafði verið fengin í hendur. Fór þá svo, að margar vildu í senn sænga með „þessum upplituð- um mannamyrði“ — og það þótt þær hafi efalaust manna bezt vitað, hvað það mundi kosta hann. Og svo sem alþjóð er kunnugt, var hann úrskurð- aður dauður, og ekki einu sinni hund- arnir virtu hann viðlits. Allir sneru við honum bakinu í bókstaflegri merkingu og fóru burt. En þrátt fyrir allar þær ranghug- myndir, sem Esther Vilar er að fletta ofan af í bók sinni, mannaþrælkun og blekkingar — er lífið sjálft svo fjöl- þætt, að alhæfingar hennar eru fyrst og fremst þarfar ábendingar, en ekki algildur sannleikur. Það sést í sögunni af Þormóði. Mamlúka mær, „glæpur hans“ sneri við „og var Þormóði Kolbrúnarskáldi örendum kona í þrjár nætur“. Og það þótt hún ætti hvorki von á eftirlaun- um né lífeyri. Hólmfriður Gunnarsdóttir Steinunn Jóhannesdóttir: Blaður! í hvaða tilgangi skrifar kona bók eins og „Tamdi karlmaðurinn“, þar sem hún níðir kynsystur sínar af lítilli smekkvísi, en hefur karlmanninn hóf- laust upp til skýjanna? — „Karlmenn eru sterkir, gáfaðir og með auðugt ímyndunarafl, konur eru veikbyggðar, heimskar og sneyddar öllu ímyndun- arafli.“ — „Maðurinn hefur tvo kosti fram yfir konuna: hann er gáfaður og hann er fallegur.“ — „Heimska konunnar gerir hana guðdómlega.“ — Er hún að daðra við karldýrið? Er hún lífsleið yfirstéttarkona að skrifa bók til að hrella fólk að gamni sínu og græða pínulítið í leiðinni? Eða er þetta hennar aðferð við að vekja kon- una af dvalanum, slá hana með blaut- um klút í andlitið og reita hana svo til reiði, að hún neyðist til að afsanna óhróðurinn, ella dæmast ómerk? Því miður virðist það síðastnefnda ekki takmark hennar, því bókin elur á fordómum og afturhaldssömum skoðunum frá upphafi til enda, og niðurstaða höfundar er sú að vonlaust sé, að nokkuð geti breytzt. Mann langar mest til að kasta bók- inni frá sér og kalla allt, sem í henni stendur, ómerkilegt blaður, níðskrif. Ég er heimsk og ljót, óáreiðanleg, ó- merk, tilfinningaköld, skortir bæði kímnigáfu og ímyndunarafl, á mér ekki viðreisnar von, og ég valdi þetta sjálf. Ég er samvizkulaus kúgari og blóðsuga. Ég er þrælahaldari og fanga- vörður. Ég er kona. Óvísindaleg vinnubrögð Það sem er fyrst og fremst ómerki- legt við þessa bók er, hvað hún er ó- vísindalega unnin. Hvergi er byggt á neinum félagslegum eða sálfræðileg- um rannsóknum. Bókin er full af ein- földum alhæfingum, þar sem allir karlmenn eru settir undir sama hatt og allar konur dregnar í einn dilk. Höfundur er hvorki að gera könnun á stöðu mannsins né konunnar, en lætur sér nægja að vera með persónu- legar vangaveltur og órökstuddar full- yrðingar, sem lítill vandi er að hrekja sé stuðzt við niðurstöður mannfræð- inga, félagsfræðinga og sálfræðinga. Sérhver manneskja er afleiðing erfðaeiginleika sinna og uppeldisað- stæðna. Þess vegna eru konur það, sem þær eru aldar upp til að verða og sam- félagið ætlast til af þeim, og augljóst mál, að um leið og samfélagið breyt- ist, breytist konan. Sú þróun í átt til aukins kvenfrelsis, sem á sér stað um allan heim, verður ekki stöðvuð þótt Esther Vilar gangi afturhaldsöflunum á hönd og skrifi bók um tamda karl- manninn. Þessi þróun helzt í hendur við það, sem gerist í þriðja heiminum, þar sem hörundsdökkir menn og fá- tækir rísa gegn kúgurum sínum og krefjast jafnréttis og viðurkenningar á manngildi sínu. Hún helzt í hendur við stéttabaráttu öreiganna og allar kröfur um full mannréttindi. Margs konar skipting Það er því ekki einhlítt að skipta öllu mannkyninu í tvo flokka, karla og konur, kúgaða og kúgara. Það er til margs konar önnur skipting, m. a. stéttaskipting, þar sem ein stétt kúg- ar aðra, nærist á vinnu annarrar, og maður og kona sömu stéttar geta átt miklu meira sameiginlegt en tvær konur af ólíkum stéttum. Öll dæmin, sem Esther Vilar gefur sér í bókinni, eru af miðstéttarfólki með vestræn- an lífsstíl, sem er aðeins örlítill hluti mannkynsins, og með þessu þykist hún geta sannað eitthvað um innsta eðli mannsins. Þetta er einn af göllum bókarinnar. Óneitanlega hittir hún stundum í mark, og valdabaráttu hjóna hefur sjálfsagt oft lyktað svo, að maðurinn sé benzín á bíl konunn- ar. En ég lít svo á, að konan berjist varnarbaráttu þess, sem lægra er sett- ur í þjóðfélaginu, og þegar hún not- ar óvönduð meðul í þeim slag, þá er það bara af því að önnur betri eru ekki tiltæk í hennar aðstöðu. Valfrelsi? Höfundur er líka að velta fyrir sér frelsishugtakinu og kemst að þeirri niðurstöðu, að konan hafi frjálst val; hún geti valið á milli þess að vera sníkjudýr á einhverjum manni og þess að lifa sams konar lífi og hann; karl- maðurinn hafi aftur á móti ekki um neitt að velja; hann verði að hanga með í samkeppninni hvað sem tautar 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.